Fótbolti

Liðs­fé­lagi Mikaels skoraði þetta drauma­mark gegn Eggerti í gær | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paulinho og Awer Mabil fagna markinu.
Paulinho og Awer Mabil fagna markinu. vísir/getty

Mikael Anderson spilaði ekki í 3-0 sigri Midtjylland gegn SönderjyskE í gær vegna meiðsla en vinstri bakvörðurinn Paulinho skoraði í leiknum eitt flottasta mark tímabilsins.

Á heimasíðu Midtjylland stendur að Mikael hafi meiðst lítillega á æfingu í vikunni hjá toppliðinu og hafi því ekki verið í leikmannahópnum í gær.

Midtjylland gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en annað mark leiksins skoraði Brasilíumaðurinn Paulinho. Hann þrumaði boltanum upp í bláhornið af um 25 metra færi.







Eggert Gunnþór Jónsson spilar með SönderjyskE en hann lék allan tímann í gær í tapinu.

Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 59 stig, níu stigum meira en ríkjandi meistarar í FCK, en SönderjyskE er í 10. sætinu með 25 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×