Sportpakkinn: Fallnir Fjölnismenn höfðu áhrif á toppbaráttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 16:00 Victor Lee Moses var öflugur í liði Fjölnis með 23 stig. Vísir/Bára Reykjavíkurfélögin Fjölnir og ÍR unnu sigra í lokaleikjum nítjándu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta og Arnar Björnsson fór yfir leiki liðanna í gærkvöldi. ÍR-ingar unnu mikilvægan sigur á Þorlákshafnar Þórsurum og tryggðu sér með því inn í úrslitakeppnina. Þórsarar geta nú aðeins náð Grindvíkingum sem sitja í áttunda og síðasta sætinu eins og er. Fjölnismenn eiga ekki lengur möguleika á að halda sínu sæti í deildinni en þeir eru ekki búnir að syngja sitt síðasta. Það sýndu þeir með því að fara norður á Sauðárkrók og vinna dramatískan sigur á heimamönnum í Tindastól. Þetta tap gæti verið dýrkeypt fyrir Stólana í baráttunni um heimavallarréttinn því þeir hefðu með sigri náð tveggja stiga forskoti á KR. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fara yfir þessa spennandi leiki frá því í gær. Það má einnig finna viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna eftir leikinn. Klippa: Sportpakkinn: Fallnir Fjölnismenn höfðu áhrif á toppbaráttuna Fjölnir vann Þór í 2. umferðinni á Akureyri en það var eini sigur Grafarvogsliðsins í vetur. Í síðustu umferð tapaði Fjölnir með eins stigs mun fyrir ÍR. Það hefur verið saga þeirra í vetur, lánið hefur ekki alltaf leikið við þá. Tindastóll var í þriðja sæti og gat minnkað muninn á Keflavík í 2 stig og í leiðinni styrkt stöðu sína í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Fjölnir, sem hafði að engu að keppa, byrjaði vel og var með þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði var með liðunum en forysta Fjölnis í hálfleik var eitt stig, 37-36. Þegar þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik minnkaði Jaka Brodnik muninn í 2 stig eftir tvær þriggja stiga körfur í röð, staðan þá 47-45 fyrir Fjölni. Þá náði Grafvogsliðið góðum tökum á leiknum og eftir 13 stig í röð var staðan orðin 60-45 þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Tindastóll minnkaði muninn áður en leikhlutanum lauk í fjögur stig. Fjölnir var með frumkvæðið en Jaka Brodnik jafnaði í 70-70 þegar skammt var eftir. Aftur náði Fjölnir forystu og munurinn var 5 stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Þriggja stiga karfa Péturs Rúnars Birgissonar hleypti enn meiri spennu í leikinn en Srdan Stojanovic skoraði úr tveimur vítaskotum og munurinn var 3 stig þegar Tindastóll tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir. Derremy Terrell Geiger jafnaði metin með glæsilegum þristi þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Fjölnir fékk tækifæri til að vinna leikinn og fékk hjálp þegar brotið var á fyrirliða Fjölnis, Róberti Sigurðssyni þegar leiktíminn var að renna út. Róbert skoraði úr fyrra vítaskotinu og það dugði til sigurs. Fjölnir, sem tapaði fyrir ÍR 82-81 í síðasta leik vann með sömu tölum í gærkvöldi. Viktor Lee Moses skoraði 23 stig fyrir Fjölni og tók 15 fráköst. Srdan Stojanovic skoraði einnig 23 stig og Jere Vucica 18. Pétur Rúnar Birgisson og Jaka Brodnik skoruðu 24 stig hvor fyrir Tindastól. Fjórum stigum munaði á ÍR og Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Hertz-hellinum í gærkvöldi. ÍR var í 7. sæti en Þór Þorlákshöfn í 9. sæti. Í sætinu á milli liðanna var Grindavík sem hefur unnið tvo leiki í röð. Sigur var nauðsynlegur fyrir Þór, með sigri gat liðið jafnað stigafjölda Grindavíkur. ÍR var skrefinu á undan framan af leik, Georgi Boyanov fór hamförum í ÍR-liðinu skoraði 15 stig í 1. leikhluta, jafnmörg og allt Þórsliðið, staðan að honum loknum 21-15. Hann hélt uppteknum hætti og þegar annar leikhluti var hálfnaður var hann búinn að skora 20 stig og taka 6 fráköst. Jerome Frink jafnaði metin í 39-39 áður en hálfleiknum lauk. Þór hóf seinni hálfleikinn og krafti og þegar fjórar mínútur voru búnar voru Þorlákshafnarmenn komnnir í 14 stiga forystu, 60-46. Christopher Singletary hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til hans í seinni hálfleik. ÍR saxaði jafnt og þétt á forskot Þórsara og þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Danero Thomas með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna og ÍR komst yfir, 76-75. Halldór Garðar Hermannsson kom Þór yfir á nýjan leik í næstu sókn. Hann skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Jerome Frink var stigahæstur Þórsara með 27 stig og 13 fráköst. Næsta sókn ÍR var örlagarík, Sæþór Elmar Kristjánsson skoraði, Dino Butorac braut á honum og fékk sína fimmtu villu, var þá búinn að skora 12 stig. Sæþór skoraði úr vítaskotinu og ÍR var yfir 89-77. Þegar rúm mínúta var eftir kom þriggja stiga karfa frá Emil Karel Einarssyni, 80-79 fyrir Þór. ÍR-ingar voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu 90-85. Boyanov var frábær, skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Christopher Singletary skoraði 24 stig, gaf 5 stoðsendingar og fiskaði 9 villur á Þórsara. Þegar þrjár umferðir eru eftir er ÍR í 7. sæti með 20 stig, 6 stigum á undan Þór sem er í níunda sæti. Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Reykjavíkurfélögin Fjölnir og ÍR unnu sigra í lokaleikjum nítjándu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta og Arnar Björnsson fór yfir leiki liðanna í gærkvöldi. ÍR-ingar unnu mikilvægan sigur á Þorlákshafnar Þórsurum og tryggðu sér með því inn í úrslitakeppnina. Þórsarar geta nú aðeins náð Grindvíkingum sem sitja í áttunda og síðasta sætinu eins og er. Fjölnismenn eiga ekki lengur möguleika á að halda sínu sæti í deildinni en þeir eru ekki búnir að syngja sitt síðasta. Það sýndu þeir með því að fara norður á Sauðárkrók og vinna dramatískan sigur á heimamönnum í Tindastól. Þetta tap gæti verið dýrkeypt fyrir Stólana í baráttunni um heimavallarréttinn því þeir hefðu með sigri náð tveggja stiga forskoti á KR. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fara yfir þessa spennandi leiki frá því í gær. Það má einnig finna viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna eftir leikinn. Klippa: Sportpakkinn: Fallnir Fjölnismenn höfðu áhrif á toppbaráttuna Fjölnir vann Þór í 2. umferðinni á Akureyri en það var eini sigur Grafarvogsliðsins í vetur. Í síðustu umferð tapaði Fjölnir með eins stigs mun fyrir ÍR. Það hefur verið saga þeirra í vetur, lánið hefur ekki alltaf leikið við þá. Tindastóll var í þriðja sæti og gat minnkað muninn á Keflavík í 2 stig og í leiðinni styrkt stöðu sína í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Fjölnir, sem hafði að engu að keppa, byrjaði vel og var með þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði var með liðunum en forysta Fjölnis í hálfleik var eitt stig, 37-36. Þegar þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik minnkaði Jaka Brodnik muninn í 2 stig eftir tvær þriggja stiga körfur í röð, staðan þá 47-45 fyrir Fjölni. Þá náði Grafvogsliðið góðum tökum á leiknum og eftir 13 stig í röð var staðan orðin 60-45 þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Tindastóll minnkaði muninn áður en leikhlutanum lauk í fjögur stig. Fjölnir var með frumkvæðið en Jaka Brodnik jafnaði í 70-70 þegar skammt var eftir. Aftur náði Fjölnir forystu og munurinn var 5 stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Þriggja stiga karfa Péturs Rúnars Birgissonar hleypti enn meiri spennu í leikinn en Srdan Stojanovic skoraði úr tveimur vítaskotum og munurinn var 3 stig þegar Tindastóll tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir. Derremy Terrell Geiger jafnaði metin með glæsilegum þristi þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Fjölnir fékk tækifæri til að vinna leikinn og fékk hjálp þegar brotið var á fyrirliða Fjölnis, Róberti Sigurðssyni þegar leiktíminn var að renna út. Róbert skoraði úr fyrra vítaskotinu og það dugði til sigurs. Fjölnir, sem tapaði fyrir ÍR 82-81 í síðasta leik vann með sömu tölum í gærkvöldi. Viktor Lee Moses skoraði 23 stig fyrir Fjölni og tók 15 fráköst. Srdan Stojanovic skoraði einnig 23 stig og Jere Vucica 18. Pétur Rúnar Birgisson og Jaka Brodnik skoruðu 24 stig hvor fyrir Tindastól. Fjórum stigum munaði á ÍR og Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Hertz-hellinum í gærkvöldi. ÍR var í 7. sæti en Þór Þorlákshöfn í 9. sæti. Í sætinu á milli liðanna var Grindavík sem hefur unnið tvo leiki í röð. Sigur var nauðsynlegur fyrir Þór, með sigri gat liðið jafnað stigafjölda Grindavíkur. ÍR var skrefinu á undan framan af leik, Georgi Boyanov fór hamförum í ÍR-liðinu skoraði 15 stig í 1. leikhluta, jafnmörg og allt Þórsliðið, staðan að honum loknum 21-15. Hann hélt uppteknum hætti og þegar annar leikhluti var hálfnaður var hann búinn að skora 20 stig og taka 6 fráköst. Jerome Frink jafnaði metin í 39-39 áður en hálfleiknum lauk. Þór hóf seinni hálfleikinn og krafti og þegar fjórar mínútur voru búnar voru Þorlákshafnarmenn komnnir í 14 stiga forystu, 60-46. Christopher Singletary hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til hans í seinni hálfleik. ÍR saxaði jafnt og þétt á forskot Þórsara og þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Danero Thomas með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna og ÍR komst yfir, 76-75. Halldór Garðar Hermannsson kom Þór yfir á nýjan leik í næstu sókn. Hann skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Jerome Frink var stigahæstur Þórsara með 27 stig og 13 fráköst. Næsta sókn ÍR var örlagarík, Sæþór Elmar Kristjánsson skoraði, Dino Butorac braut á honum og fékk sína fimmtu villu, var þá búinn að skora 12 stig. Sæþór skoraði úr vítaskotinu og ÍR var yfir 89-77. Þegar rúm mínúta var eftir kom þriggja stiga karfa frá Emil Karel Einarssyni, 80-79 fyrir Þór. ÍR-ingar voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu 90-85. Boyanov var frábær, skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Christopher Singletary skoraði 24 stig, gaf 5 stoðsendingar og fiskaði 9 villur á Þórsara. Þegar þrjár umferðir eru eftir er ÍR í 7. sæti með 20 stig, 6 stigum á undan Þór sem er í níunda sæti.
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira