Sportpakkinn: Fallnir Fjölnismenn höfðu áhrif á toppbaráttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 16:00 Victor Lee Moses var öflugur í liði Fjölnis með 23 stig. Vísir/Bára Reykjavíkurfélögin Fjölnir og ÍR unnu sigra í lokaleikjum nítjándu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta og Arnar Björnsson fór yfir leiki liðanna í gærkvöldi. ÍR-ingar unnu mikilvægan sigur á Þorlákshafnar Þórsurum og tryggðu sér með því inn í úrslitakeppnina. Þórsarar geta nú aðeins náð Grindvíkingum sem sitja í áttunda og síðasta sætinu eins og er. Fjölnismenn eiga ekki lengur möguleika á að halda sínu sæti í deildinni en þeir eru ekki búnir að syngja sitt síðasta. Það sýndu þeir með því að fara norður á Sauðárkrók og vinna dramatískan sigur á heimamönnum í Tindastól. Þetta tap gæti verið dýrkeypt fyrir Stólana í baráttunni um heimavallarréttinn því þeir hefðu með sigri náð tveggja stiga forskoti á KR. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fara yfir þessa spennandi leiki frá því í gær. Það má einnig finna viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna eftir leikinn. Klippa: Sportpakkinn: Fallnir Fjölnismenn höfðu áhrif á toppbaráttuna Fjölnir vann Þór í 2. umferðinni á Akureyri en það var eini sigur Grafarvogsliðsins í vetur. Í síðustu umferð tapaði Fjölnir með eins stigs mun fyrir ÍR. Það hefur verið saga þeirra í vetur, lánið hefur ekki alltaf leikið við þá. Tindastóll var í þriðja sæti og gat minnkað muninn á Keflavík í 2 stig og í leiðinni styrkt stöðu sína í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Fjölnir, sem hafði að engu að keppa, byrjaði vel og var með þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði var með liðunum en forysta Fjölnis í hálfleik var eitt stig, 37-36. Þegar þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik minnkaði Jaka Brodnik muninn í 2 stig eftir tvær þriggja stiga körfur í röð, staðan þá 47-45 fyrir Fjölni. Þá náði Grafvogsliðið góðum tökum á leiknum og eftir 13 stig í röð var staðan orðin 60-45 þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Tindastóll minnkaði muninn áður en leikhlutanum lauk í fjögur stig. Fjölnir var með frumkvæðið en Jaka Brodnik jafnaði í 70-70 þegar skammt var eftir. Aftur náði Fjölnir forystu og munurinn var 5 stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Þriggja stiga karfa Péturs Rúnars Birgissonar hleypti enn meiri spennu í leikinn en Srdan Stojanovic skoraði úr tveimur vítaskotum og munurinn var 3 stig þegar Tindastóll tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir. Derremy Terrell Geiger jafnaði metin með glæsilegum þristi þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Fjölnir fékk tækifæri til að vinna leikinn og fékk hjálp þegar brotið var á fyrirliða Fjölnis, Róberti Sigurðssyni þegar leiktíminn var að renna út. Róbert skoraði úr fyrra vítaskotinu og það dugði til sigurs. Fjölnir, sem tapaði fyrir ÍR 82-81 í síðasta leik vann með sömu tölum í gærkvöldi. Viktor Lee Moses skoraði 23 stig fyrir Fjölni og tók 15 fráköst. Srdan Stojanovic skoraði einnig 23 stig og Jere Vucica 18. Pétur Rúnar Birgisson og Jaka Brodnik skoruðu 24 stig hvor fyrir Tindastól. Fjórum stigum munaði á ÍR og Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Hertz-hellinum í gærkvöldi. ÍR var í 7. sæti en Þór Þorlákshöfn í 9. sæti. Í sætinu á milli liðanna var Grindavík sem hefur unnið tvo leiki í röð. Sigur var nauðsynlegur fyrir Þór, með sigri gat liðið jafnað stigafjölda Grindavíkur. ÍR var skrefinu á undan framan af leik, Georgi Boyanov fór hamförum í ÍR-liðinu skoraði 15 stig í 1. leikhluta, jafnmörg og allt Þórsliðið, staðan að honum loknum 21-15. Hann hélt uppteknum hætti og þegar annar leikhluti var hálfnaður var hann búinn að skora 20 stig og taka 6 fráköst. Jerome Frink jafnaði metin í 39-39 áður en hálfleiknum lauk. Þór hóf seinni hálfleikinn og krafti og þegar fjórar mínútur voru búnar voru Þorlákshafnarmenn komnnir í 14 stiga forystu, 60-46. Christopher Singletary hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til hans í seinni hálfleik. ÍR saxaði jafnt og þétt á forskot Þórsara og þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Danero Thomas með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna og ÍR komst yfir, 76-75. Halldór Garðar Hermannsson kom Þór yfir á nýjan leik í næstu sókn. Hann skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Jerome Frink var stigahæstur Þórsara með 27 stig og 13 fráköst. Næsta sókn ÍR var örlagarík, Sæþór Elmar Kristjánsson skoraði, Dino Butorac braut á honum og fékk sína fimmtu villu, var þá búinn að skora 12 stig. Sæþór skoraði úr vítaskotinu og ÍR var yfir 89-77. Þegar rúm mínúta var eftir kom þriggja stiga karfa frá Emil Karel Einarssyni, 80-79 fyrir Þór. ÍR-ingar voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu 90-85. Boyanov var frábær, skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Christopher Singletary skoraði 24 stig, gaf 5 stoðsendingar og fiskaði 9 villur á Þórsara. Þegar þrjár umferðir eru eftir er ÍR í 7. sæti með 20 stig, 6 stigum á undan Þór sem er í níunda sæti. Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Reykjavíkurfélögin Fjölnir og ÍR unnu sigra í lokaleikjum nítjándu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta og Arnar Björnsson fór yfir leiki liðanna í gærkvöldi. ÍR-ingar unnu mikilvægan sigur á Þorlákshafnar Þórsurum og tryggðu sér með því inn í úrslitakeppnina. Þórsarar geta nú aðeins náð Grindvíkingum sem sitja í áttunda og síðasta sætinu eins og er. Fjölnismenn eiga ekki lengur möguleika á að halda sínu sæti í deildinni en þeir eru ekki búnir að syngja sitt síðasta. Það sýndu þeir með því að fara norður á Sauðárkrók og vinna dramatískan sigur á heimamönnum í Tindastól. Þetta tap gæti verið dýrkeypt fyrir Stólana í baráttunni um heimavallarréttinn því þeir hefðu með sigri náð tveggja stiga forskoti á KR. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fara yfir þessa spennandi leiki frá því í gær. Það má einnig finna viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna eftir leikinn. Klippa: Sportpakkinn: Fallnir Fjölnismenn höfðu áhrif á toppbaráttuna Fjölnir vann Þór í 2. umferðinni á Akureyri en það var eini sigur Grafarvogsliðsins í vetur. Í síðustu umferð tapaði Fjölnir með eins stigs mun fyrir ÍR. Það hefur verið saga þeirra í vetur, lánið hefur ekki alltaf leikið við þá. Tindastóll var í þriðja sæti og gat minnkað muninn á Keflavík í 2 stig og í leiðinni styrkt stöðu sína í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Fjölnir, sem hafði að engu að keppa, byrjaði vel og var með þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði var með liðunum en forysta Fjölnis í hálfleik var eitt stig, 37-36. Þegar þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik minnkaði Jaka Brodnik muninn í 2 stig eftir tvær þriggja stiga körfur í röð, staðan þá 47-45 fyrir Fjölni. Þá náði Grafvogsliðið góðum tökum á leiknum og eftir 13 stig í röð var staðan orðin 60-45 þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Tindastóll minnkaði muninn áður en leikhlutanum lauk í fjögur stig. Fjölnir var með frumkvæðið en Jaka Brodnik jafnaði í 70-70 þegar skammt var eftir. Aftur náði Fjölnir forystu og munurinn var 5 stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Þriggja stiga karfa Péturs Rúnars Birgissonar hleypti enn meiri spennu í leikinn en Srdan Stojanovic skoraði úr tveimur vítaskotum og munurinn var 3 stig þegar Tindastóll tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir. Derremy Terrell Geiger jafnaði metin með glæsilegum þristi þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Fjölnir fékk tækifæri til að vinna leikinn og fékk hjálp þegar brotið var á fyrirliða Fjölnis, Róberti Sigurðssyni þegar leiktíminn var að renna út. Róbert skoraði úr fyrra vítaskotinu og það dugði til sigurs. Fjölnir, sem tapaði fyrir ÍR 82-81 í síðasta leik vann með sömu tölum í gærkvöldi. Viktor Lee Moses skoraði 23 stig fyrir Fjölni og tók 15 fráköst. Srdan Stojanovic skoraði einnig 23 stig og Jere Vucica 18. Pétur Rúnar Birgisson og Jaka Brodnik skoruðu 24 stig hvor fyrir Tindastól. Fjórum stigum munaði á ÍR og Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Hertz-hellinum í gærkvöldi. ÍR var í 7. sæti en Þór Þorlákshöfn í 9. sæti. Í sætinu á milli liðanna var Grindavík sem hefur unnið tvo leiki í röð. Sigur var nauðsynlegur fyrir Þór, með sigri gat liðið jafnað stigafjölda Grindavíkur. ÍR var skrefinu á undan framan af leik, Georgi Boyanov fór hamförum í ÍR-liðinu skoraði 15 stig í 1. leikhluta, jafnmörg og allt Þórsliðið, staðan að honum loknum 21-15. Hann hélt uppteknum hætti og þegar annar leikhluti var hálfnaður var hann búinn að skora 20 stig og taka 6 fráköst. Jerome Frink jafnaði metin í 39-39 áður en hálfleiknum lauk. Þór hóf seinni hálfleikinn og krafti og þegar fjórar mínútur voru búnar voru Þorlákshafnarmenn komnnir í 14 stiga forystu, 60-46. Christopher Singletary hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til hans í seinni hálfleik. ÍR saxaði jafnt og þétt á forskot Þórsara og þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Danero Thomas með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna og ÍR komst yfir, 76-75. Halldór Garðar Hermannsson kom Þór yfir á nýjan leik í næstu sókn. Hann skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Jerome Frink var stigahæstur Þórsara með 27 stig og 13 fráköst. Næsta sókn ÍR var örlagarík, Sæþór Elmar Kristjánsson skoraði, Dino Butorac braut á honum og fékk sína fimmtu villu, var þá búinn að skora 12 stig. Sæþór skoraði úr vítaskotinu og ÍR var yfir 89-77. Þegar rúm mínúta var eftir kom þriggja stiga karfa frá Emil Karel Einarssyni, 80-79 fyrir Þór. ÍR-ingar voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu 90-85. Boyanov var frábær, skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Christopher Singletary skoraði 24 stig, gaf 5 stoðsendingar og fiskaði 9 villur á Þórsara. Þegar þrjár umferðir eru eftir er ÍR í 7. sæti með 20 stig, 6 stigum á undan Þór sem er í níunda sæti.
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira