Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 82-90 | ÍR skildi Grindavík eftir í 8. sæti Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 5. mars 2020 22:00 Georgi var frábær í sigri ÍR-inga á Grindavík í kvöld vísir/bára Grindavík og ÍR áttust við í mikilvægum leik í kvöld í Mustad-höll þeirra Grindvíkinga. Fyrir leik voru lið í harðri baráttu um sjöunda sætið í deildinni, og að eygja von um að klífa töfluna hærra. Leikurinn byrjaði afskaplega rólega og var tempóið lágt í fyrsta leikhluta. Grindvíkingar komust í 5-0 en þá tóku ÍR-ingar við sér og stjórnuðu leiknum eins og þeir vilja hafa það. Hraðinn jókst aðeins eftir því sem leið á leikinn og Grindvíkingar náðu að saxa aðeins á forystu ÍR-inga í öðrum leikhluta en gestirnir gerðu vel að hleypa þeim gulklæddu aldrei of nálægt sér, og hvað þá að leyfa þeim að ná forystunni. ÍR-ingar leiddu með fjórum stigum í hálfleik en Grindvíkingar náðu fljótlega að jafna leikinn í upphafi þriðja leikhluta og komust þeir einnig yfir, en þá tóku ÍR-ingar við sér, náðu forystunni aftur og misstu hana ekki aftur. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að nálgast ÍR en agaður leikur gestanna leyfði það ekki og sigldu ÍR-ingar sterkum sigri í höfn, 90-82. Sigur ÍR þýðir að þeir geta nú ekki lent neðar en í sjöunda sæti deildarinnar og eftir úrslit kvöldsins í öðrum leikjum eru þeir jafnir Haukum í 6.-7. sæti og aðeins tveimur stigum frá 4.-5. sæti þannig þeir munu án efa reyna hvað þeir geta til þess að komast ofar í deildinni, þrátt fyrir að sjöunda sætið hafi reynst þeim vel í fyrra. Grindvíkingar geta einnig verið ánægðir með úrslit kvöldsins í öðrum leikjum, því Þór Þorlákshöfn tapaði og eru þeir enn einir í áttunda sæti deildarinnar og er það allt í þeirra höndum hvort þeir munu leika í úrslitakeppninni, og mæta þá deildameisturunum eða ekki. Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar mættu pressulausir til leiks og náðu að spila sinn leik mest allan leikinn. Þannig vilja þeir hafa það og náðu Grindvíkingar lítið að keyra upp tempóið í leiknum. Heilt yfir voru ÍR flottir í leiknum og það mun líklega ekkert lið óska þess að mæta ÍR í úrslitakeppninni. Hverjir stóðu upp úr? Georgi Boyanov var frábær í liði ÍR og skoraði hann 31 stig ásamt því að taka 18 fráköst. Þá var einnig Collin Pryor flottur í kvöld með 21 stig. Heilt yfir voru ÍR-ingar fínir í kvöld og skiluðu flestir góðu framlagi. Hjá Grindvíkingum var Sigtryggur Arnar stigahæstur með 27 stig. Hvað gekk illa? Grindvíkingar náðu ekki að keyra upp tempóið sem þeir vilja spila og fóru á plan ÍR-inga, sem vilja keyra hraðann niður. Það boðar oft ekki gott. Þá var varnarleikur liðsins ekki til eftirbreytni oft á tíðum og voru þeir oft í basli í sóknarleiknum. Þá vilja Grindvíkingar án efa fá meira frá mönnunum undir körfunni, þeim Valdas og Le Day en þeir hafa oft átt betri leiki. Hvað gerist næst? Bæði lið munu ferðast út á land í næstu umferð. ÍR-ingar fara á Sauðarkrók þar sem Tindastóll mun bíða þeirra, á meðan Grindvíkingar fara til Akureyrar og mæta þar Þór. Borche: Fannst við stjórna leiknum lang stærsta hluta hans Borche Ilievski, þjálfari ÍR-inga var að vonum ánægður með sigur sinna manna á útivelli gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við komum pressulausir í leikinn því við vissum fyrir að við værum öruggir í úrslitakeppnin, en á sama tíma fundum við pressuna frá Grindavíkur því þetta var nauðsynlegur sigur fyrir þá. Ég vona það að þeir munu fara í úrslitakeppnina.“ Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en eftir að hafa lent 5-0 undir komust ÍR-ingar yfir og stjórnuðu stórum hluta leiksins í kjölfarið af því. „Mér fannst við stjórna leiknum lang stærstan hluta hans. Þeir komust í 5-0 en eftir það fannst mér við stjórna leiknum nánast allan leikinn. Allir leikmennirnir skiluðu sínu í kvöld og Georgi auðvitað frábær í kvöld.“ ÍR-ingar gátu farið pressulausir í leikinn í kvöld, þar sem sæti þeirra í úrslitakeppninni var öruggt. Fyrir leik gátu þeir hins vegar lent fyrir neðan Grindavíkur hefðu heimamenn unnið í kvöld en með sigrinum í kvöld fara ÍR-ingar ekki neðar í sjöunda sætið í deildinni. Þá töpuðu Haukar í kvöld sem þýðir að Haukar og ÍR eru jöfn á stigum í 6.-7. sæti og gætu ÍR-ingar því hoppað upp í sjötta sætið, jafnvel ofar, þar sem aðeins eru tvö stig í 4. og 5. sæti deildarinnar. „Við erum öruggir með sjöunda sætið allavega, en við erum að horfa upp fyrir okkur og vonandi komumst við enn ofar, í sjötta sætið, jafnvel það fimmta. Við lentum í sjöunda sæti í fyrra og kannski er það happatalan okkar en hver veit. Við munum klárlega reyna við sjötta sætið.“ Georgi Boyanov var frábær í kvöld en hann spilaði hverja einustu mínútu leiksins. Hann lauk leiknum með 31 stig og 18 fráköst, þar af 7 sóknarfráköst. Borche var kampakátur með spilamennsku hans í kvöld. „Georgi átti frábæran leik og skoraði 31 stig. Fyrir mig sem þjálfari er ég oft harður við hann þar sem hann er frá svipuðum slóðum og ég og við skiljum hvort annað. Samskipti okkar eru mjög góð.“ ÍR-ingar komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og töpuðu þar í oddaleik. ÍR-ingar stefna á að leika slíkt hið sama aftur í ár. „Að sjálfsögðu getum við gert það sama og í fyrra. Við stefnum alltaf hátt.“ Georgi: Verð að þakka liðsfélögum mínum fyrir að gefa á mig Georgi Boyanov átti frábæran leik í kvöld með ÍR-ingum í sterkum sigri á Grindavík. Hann skoraði 31 stig og tók 18 fráköst, þar af 7 sóknarfráköst. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína í leiknum og ég verð að þakka liðsfélögum mínum fyrir að gefa á mig. Þeir hafa mikla trú á mér og ég er mjög ánægður með sigurinn. Við byrjuðum rólega en fljótlega fannst mér við ná tökum á leiknum og stjórnuðum leiknum að stærstum hluta.“ Georgi var ánægður með spilamennsku ÍR-inga í kvöld og ánægður með varnarleikinn sérstaklega. „Við spiluðum kröftuga vörn og náðum oftast að spila klukkuna niður og fá fín skot þegar lítið var eftir af skotklukkunni. Mér fannst við spila vel í kvöld.“ ÍR-ingar voru fyrir leikinn í kvöld öruggir með sæti í úrslitakeppninni og er Georgi spenntur fyrir því að hefja leik í úrslitakeppninni. „Ég er mjög spenntur fyrir úrslitakeppninni. Fólkið í kringum mig hefur verið að segja mér hvernig úrslitakeppnin er hérna og ég er spenntur að spila þar.“ Aðspurður hvort Georgi vissi hvernig ÍR gekk í úrslitakeppninni í fyrra játaði hann því en hann var nokkuð hlédrægur í svörum sínum og ætlar að taka einn leik fyrir í einu. „Ég veit hvernig ÍR gekk í úrslitakeppninni í fyrra og það eru líklega miklar væntingar til okkar í ár. Svo lengi sem við gerum það sem Borche segir okkur að gera, þá verðum við í fínum málum. Ég vona auðvitað að við munum komast svipað langt og í fyrra en við tökum einn leik fyrir í einu.“ Daníel: Ég er virkilega súr yfir þessari frammistöðu „Ég er virkilega súr yfir þessari frammistöðu. Það er svona það sem stingur mest. Við áttum erfitt sóknarlega en varnarlega vorum við mjög slakir. Þetta var bara frekar slappt af okkar hálfu í kvöld,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur eftir tap sinna manna gegn ÍR á heimvavelli í kvöld. Leikurinn í kvöld var mikilvægur fyrir Grindvíkinga í baráttu liðsins um að komast í úrslitakeppninna, og jafnframt klífa töfluna í von um betra sæti inn í úrslitakeppnina. Það gekk hins vegar ekki eftir og getur liðið ekki farið ofar en 8. sæti, sem er síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. „Mér fannst ákveðið stemmningsleysi hjá okkur og ég átta mig ekki á því að mæta svona til leiks þegar við erum að berjast um sæti í úrslitakeppninni.“ Grindvíkingar hafa verið á ágætu skriði undanfarið og hafa verið að spila fínan körfubolta. Hins vegar var leikurinn í kvöld ekki í takt við það. „Við erum búnir að eiga góða leiki undanfarið og við höfum getað gengið ágætlega sáttir frá parketinu en í kvöld er ég bara ekki nægilega sáttur. Að fá á sig 90 stig á sig á heimavelli stingur.“ Grindvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld arfaslakt og var lítið tempó á liðinu í fyrsta leikhluta. „Við skorum 12 stig í fyrsta leikhluta og þar af 6 fyrstu sjö mínúturnar. Það er mjög slakt. Við þurfum að gera betur í næsta leik gegn Þór Akureyri á útivelli því það er rosalega mikilvægur leikur.“ Þrátt fyrir tap í kvöld geta Grindvíkingar huggað sér yfir því að Þór Þorlákshöfn tapaði einnig í kvöld og sitja Grindvíkingar því einir í 8. sæti deildarinnar og er það því í þeirra höndum að komast í úrslitakeppnina, í stað þess að treysta á önnur lið. „Þannig vill maður hafa þetta því maður vill ekki þurfa að treysta á önnur lið. Það eru bara tveir leikir eftir af deildakeppninni og ég vil sjá frammistöðu sem sýnir það að við eigum að vera þar.“ Dagur Kár Jónsson hefur lítið verið með Grindvíkingum í vetur vegna erfiðra meiðsla, en hann er byrjaður að hreyfa sig að nýju. Daníel býst hins vegar ekki við að leikstjórnandinn verði með í úrslitakeppninni komist þeir þangað. „Nei ég býst ekki við að hann verði með.“ Dominos-deild karla
Grindavík og ÍR áttust við í mikilvægum leik í kvöld í Mustad-höll þeirra Grindvíkinga. Fyrir leik voru lið í harðri baráttu um sjöunda sætið í deildinni, og að eygja von um að klífa töfluna hærra. Leikurinn byrjaði afskaplega rólega og var tempóið lágt í fyrsta leikhluta. Grindvíkingar komust í 5-0 en þá tóku ÍR-ingar við sér og stjórnuðu leiknum eins og þeir vilja hafa það. Hraðinn jókst aðeins eftir því sem leið á leikinn og Grindvíkingar náðu að saxa aðeins á forystu ÍR-inga í öðrum leikhluta en gestirnir gerðu vel að hleypa þeim gulklæddu aldrei of nálægt sér, og hvað þá að leyfa þeim að ná forystunni. ÍR-ingar leiddu með fjórum stigum í hálfleik en Grindvíkingar náðu fljótlega að jafna leikinn í upphafi þriðja leikhluta og komust þeir einnig yfir, en þá tóku ÍR-ingar við sér, náðu forystunni aftur og misstu hana ekki aftur. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að nálgast ÍR en agaður leikur gestanna leyfði það ekki og sigldu ÍR-ingar sterkum sigri í höfn, 90-82. Sigur ÍR þýðir að þeir geta nú ekki lent neðar en í sjöunda sæti deildarinnar og eftir úrslit kvöldsins í öðrum leikjum eru þeir jafnir Haukum í 6.-7. sæti og aðeins tveimur stigum frá 4.-5. sæti þannig þeir munu án efa reyna hvað þeir geta til þess að komast ofar í deildinni, þrátt fyrir að sjöunda sætið hafi reynst þeim vel í fyrra. Grindvíkingar geta einnig verið ánægðir með úrslit kvöldsins í öðrum leikjum, því Þór Þorlákshöfn tapaði og eru þeir enn einir í áttunda sæti deildarinnar og er það allt í þeirra höndum hvort þeir munu leika í úrslitakeppninni, og mæta þá deildameisturunum eða ekki. Af hverju vann ÍR? ÍR-ingar mættu pressulausir til leiks og náðu að spila sinn leik mest allan leikinn. Þannig vilja þeir hafa það og náðu Grindvíkingar lítið að keyra upp tempóið í leiknum. Heilt yfir voru ÍR flottir í leiknum og það mun líklega ekkert lið óska þess að mæta ÍR í úrslitakeppninni. Hverjir stóðu upp úr? Georgi Boyanov var frábær í liði ÍR og skoraði hann 31 stig ásamt því að taka 18 fráköst. Þá var einnig Collin Pryor flottur í kvöld með 21 stig. Heilt yfir voru ÍR-ingar fínir í kvöld og skiluðu flestir góðu framlagi. Hjá Grindvíkingum var Sigtryggur Arnar stigahæstur með 27 stig. Hvað gekk illa? Grindvíkingar náðu ekki að keyra upp tempóið sem þeir vilja spila og fóru á plan ÍR-inga, sem vilja keyra hraðann niður. Það boðar oft ekki gott. Þá var varnarleikur liðsins ekki til eftirbreytni oft á tíðum og voru þeir oft í basli í sóknarleiknum. Þá vilja Grindvíkingar án efa fá meira frá mönnunum undir körfunni, þeim Valdas og Le Day en þeir hafa oft átt betri leiki. Hvað gerist næst? Bæði lið munu ferðast út á land í næstu umferð. ÍR-ingar fara á Sauðarkrók þar sem Tindastóll mun bíða þeirra, á meðan Grindvíkingar fara til Akureyrar og mæta þar Þór. Borche: Fannst við stjórna leiknum lang stærsta hluta hans Borche Ilievski, þjálfari ÍR-inga var að vonum ánægður með sigur sinna manna á útivelli gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við komum pressulausir í leikinn því við vissum fyrir að við værum öruggir í úrslitakeppnin, en á sama tíma fundum við pressuna frá Grindavíkur því þetta var nauðsynlegur sigur fyrir þá. Ég vona það að þeir munu fara í úrslitakeppnina.“ Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en eftir að hafa lent 5-0 undir komust ÍR-ingar yfir og stjórnuðu stórum hluta leiksins í kjölfarið af því. „Mér fannst við stjórna leiknum lang stærstan hluta hans. Þeir komust í 5-0 en eftir það fannst mér við stjórna leiknum nánast allan leikinn. Allir leikmennirnir skiluðu sínu í kvöld og Georgi auðvitað frábær í kvöld.“ ÍR-ingar gátu farið pressulausir í leikinn í kvöld, þar sem sæti þeirra í úrslitakeppninni var öruggt. Fyrir leik gátu þeir hins vegar lent fyrir neðan Grindavíkur hefðu heimamenn unnið í kvöld en með sigrinum í kvöld fara ÍR-ingar ekki neðar í sjöunda sætið í deildinni. Þá töpuðu Haukar í kvöld sem þýðir að Haukar og ÍR eru jöfn á stigum í 6.-7. sæti og gætu ÍR-ingar því hoppað upp í sjötta sætið, jafnvel ofar, þar sem aðeins eru tvö stig í 4. og 5. sæti deildarinnar. „Við erum öruggir með sjöunda sætið allavega, en við erum að horfa upp fyrir okkur og vonandi komumst við enn ofar, í sjötta sætið, jafnvel það fimmta. Við lentum í sjöunda sæti í fyrra og kannski er það happatalan okkar en hver veit. Við munum klárlega reyna við sjötta sætið.“ Georgi Boyanov var frábær í kvöld en hann spilaði hverja einustu mínútu leiksins. Hann lauk leiknum með 31 stig og 18 fráköst, þar af 7 sóknarfráköst. Borche var kampakátur með spilamennsku hans í kvöld. „Georgi átti frábæran leik og skoraði 31 stig. Fyrir mig sem þjálfari er ég oft harður við hann þar sem hann er frá svipuðum slóðum og ég og við skiljum hvort annað. Samskipti okkar eru mjög góð.“ ÍR-ingar komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og töpuðu þar í oddaleik. ÍR-ingar stefna á að leika slíkt hið sama aftur í ár. „Að sjálfsögðu getum við gert það sama og í fyrra. Við stefnum alltaf hátt.“ Georgi: Verð að þakka liðsfélögum mínum fyrir að gefa á mig Georgi Boyanov átti frábæran leik í kvöld með ÍR-ingum í sterkum sigri á Grindavík. Hann skoraði 31 stig og tók 18 fráköst, þar af 7 sóknarfráköst. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína í leiknum og ég verð að þakka liðsfélögum mínum fyrir að gefa á mig. Þeir hafa mikla trú á mér og ég er mjög ánægður með sigurinn. Við byrjuðum rólega en fljótlega fannst mér við ná tökum á leiknum og stjórnuðum leiknum að stærstum hluta.“ Georgi var ánægður með spilamennsku ÍR-inga í kvöld og ánægður með varnarleikinn sérstaklega. „Við spiluðum kröftuga vörn og náðum oftast að spila klukkuna niður og fá fín skot þegar lítið var eftir af skotklukkunni. Mér fannst við spila vel í kvöld.“ ÍR-ingar voru fyrir leikinn í kvöld öruggir með sæti í úrslitakeppninni og er Georgi spenntur fyrir því að hefja leik í úrslitakeppninni. „Ég er mjög spenntur fyrir úrslitakeppninni. Fólkið í kringum mig hefur verið að segja mér hvernig úrslitakeppnin er hérna og ég er spenntur að spila þar.“ Aðspurður hvort Georgi vissi hvernig ÍR gekk í úrslitakeppninni í fyrra játaði hann því en hann var nokkuð hlédrægur í svörum sínum og ætlar að taka einn leik fyrir í einu. „Ég veit hvernig ÍR gekk í úrslitakeppninni í fyrra og það eru líklega miklar væntingar til okkar í ár. Svo lengi sem við gerum það sem Borche segir okkur að gera, þá verðum við í fínum málum. Ég vona auðvitað að við munum komast svipað langt og í fyrra en við tökum einn leik fyrir í einu.“ Daníel: Ég er virkilega súr yfir þessari frammistöðu „Ég er virkilega súr yfir þessari frammistöðu. Það er svona það sem stingur mest. Við áttum erfitt sóknarlega en varnarlega vorum við mjög slakir. Þetta var bara frekar slappt af okkar hálfu í kvöld,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur eftir tap sinna manna gegn ÍR á heimvavelli í kvöld. Leikurinn í kvöld var mikilvægur fyrir Grindvíkinga í baráttu liðsins um að komast í úrslitakeppninna, og jafnframt klífa töfluna í von um betra sæti inn í úrslitakeppnina. Það gekk hins vegar ekki eftir og getur liðið ekki farið ofar en 8. sæti, sem er síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. „Mér fannst ákveðið stemmningsleysi hjá okkur og ég átta mig ekki á því að mæta svona til leiks þegar við erum að berjast um sæti í úrslitakeppninni.“ Grindvíkingar hafa verið á ágætu skriði undanfarið og hafa verið að spila fínan körfubolta. Hins vegar var leikurinn í kvöld ekki í takt við það. „Við erum búnir að eiga góða leiki undanfarið og við höfum getað gengið ágætlega sáttir frá parketinu en í kvöld er ég bara ekki nægilega sáttur. Að fá á sig 90 stig á sig á heimavelli stingur.“ Grindvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld arfaslakt og var lítið tempó á liðinu í fyrsta leikhluta. „Við skorum 12 stig í fyrsta leikhluta og þar af 6 fyrstu sjö mínúturnar. Það er mjög slakt. Við þurfum að gera betur í næsta leik gegn Þór Akureyri á útivelli því það er rosalega mikilvægur leikur.“ Þrátt fyrir tap í kvöld geta Grindvíkingar huggað sér yfir því að Þór Þorlákshöfn tapaði einnig í kvöld og sitja Grindvíkingar því einir í 8. sæti deildarinnar og er það því í þeirra höndum að komast í úrslitakeppnina, í stað þess að treysta á önnur lið. „Þannig vill maður hafa þetta því maður vill ekki þurfa að treysta á önnur lið. Það eru bara tveir leikir eftir af deildakeppninni og ég vil sjá frammistöðu sem sýnir það að við eigum að vera þar.“ Dagur Kár Jónsson hefur lítið verið með Grindvíkingum í vetur vegna erfiðra meiðsla, en hann er byrjaður að hreyfa sig að nýju. Daníel býst hins vegar ekki við að leikstjórnandinn verði með í úrslitakeppninni komist þeir þangað. „Nei ég býst ekki við að hann verði með.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum