Rúmenar dóu ekki ráðalausir | Verða víða um Laugardalsvöll Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2020 07:00 Rúmenskir stuðningsmenn ætla að láta vel í sér heyra á Laugardalsvelli 26. mars. vísir/getty Þeir 500 miðar sem að rúmenska knattspyrnusambandið fékk til sölu á leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu á Laugardalsvelli seldust fljótt upp. Hins vegar má búast við talsvert fleiri en 500 Rúmenum á leiknum. Laugardalsvöllur tekur um 9.800 manns í sæti og ljóst að íslenskir stuðningsmenn verða í miklum meirihluta. En líkt og á Íslandi er mikill áhugi á meðal Rúmena á að sjá nýjar vonarstjörnur þjóðarinnar berjast um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í sumar. Á rúmenska vefmiðlinum Gazeta Sporturilor er fjallað um áhuga Rúmena og þar segir að í Facebook-hópi Rúmena sem búsettir séu á Íslandi hafi skapast umræða um leikinn, og menn verið á tánum þegar KSÍ opnaði fyrir sölu miða á dögunum. Þeir sem náðu í miða á leikinn voru hvattir til að láta vita af sér og náðu ýmsir 4 eða 6 miðum og sumir jafnvel 8. Einn hafði tryggt sér miða án þess að komast á leikinn og kvaðst reiðubúinn að gefa þá til dyggra stuðningsmanna. Samkvæmt frétt Gazeta Sporturilor vonast Rúmenar til að fylla í yfir 1.000 sæti á Laugardalsvelli, en ljóst er að 500 þeirra yrðu þá á víð og dreif, innan um íslenska stuðningsmenn. Þau 500 sæti sem rúmenska knattspyrnusambandið fékk eru væntanlega öll á sama stað, í nyrsta enda minni stúkunnar á Laugardalsvelli.Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Uppselt á leikinn gegn Rúmeníu Búið er að selja alla miða á umspilsleikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í lok þessa mánaðar. 2. mars 2020 16:35 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Þeir 500 miðar sem að rúmenska knattspyrnusambandið fékk til sölu á leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu á Laugardalsvelli seldust fljótt upp. Hins vegar má búast við talsvert fleiri en 500 Rúmenum á leiknum. Laugardalsvöllur tekur um 9.800 manns í sæti og ljóst að íslenskir stuðningsmenn verða í miklum meirihluta. En líkt og á Íslandi er mikill áhugi á meðal Rúmena á að sjá nýjar vonarstjörnur þjóðarinnar berjast um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í sumar. Á rúmenska vefmiðlinum Gazeta Sporturilor er fjallað um áhuga Rúmena og þar segir að í Facebook-hópi Rúmena sem búsettir séu á Íslandi hafi skapast umræða um leikinn, og menn verið á tánum þegar KSÍ opnaði fyrir sölu miða á dögunum. Þeir sem náðu í miða á leikinn voru hvattir til að láta vita af sér og náðu ýmsir 4 eða 6 miðum og sumir jafnvel 8. Einn hafði tryggt sér miða án þess að komast á leikinn og kvaðst reiðubúinn að gefa þá til dyggra stuðningsmanna. Samkvæmt frétt Gazeta Sporturilor vonast Rúmenar til að fylla í yfir 1.000 sæti á Laugardalsvelli, en ljóst er að 500 þeirra yrðu þá á víð og dreif, innan um íslenska stuðningsmenn. Þau 500 sæti sem rúmenska knattspyrnusambandið fékk eru væntanlega öll á sama stað, í nyrsta enda minni stúkunnar á Laugardalsvelli.Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Uppselt á leikinn gegn Rúmeníu Búið er að selja alla miða á umspilsleikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í lok þessa mánaðar. 2. mars 2020 16:35 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Uppselt á leikinn gegn Rúmeníu Búið er að selja alla miða á umspilsleikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í lok þessa mánaðar. 2. mars 2020 16:35
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00