Körfuboltakvöld: KR er bara að plata okkur Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2020 11:30 „Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær. Innslagið má sjá hér að ofan. KR virðist eins og svo oft áður búið að finna rétta gírinn nú þegar úrslitakeppnin hefst brátt og menn eins og Matthías Orri Sigurðarson og Kristófer Acox voru frábærir í gær. „Mér finnst Kristófer koma betur og betur inn í þetta. Hann er búinn að vera að díla við alls konar kvilla en virðist vera að ná sér að fullu og þá eru það ótrúlega skemmtilegir hlutir fyrir KR. Krafturinn í þessum strák er óborganlegur, hann er frábær íþróttamaður og ef hann er orðinn heill heilsu þá er það ekki góðs viti fyrir neinn nema KR,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, en það var þá sem Teitur velti því upp sposkur á svip hvort að nokkuð væri að marka meiðslafréttir af KR-ingum: „Ég held að Böddi [Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR] hói þeim öllum inn og segi bara „strákar, nú bullum við í liðinu, þykjumst vera meiddir. Slappið af. Jón Arnór þú ferð bara til Flórída...“ Þeir eru bara að plata okkur einhvern veginn,“ sagði Teitur léttur en Jón Arnór Stefánsson var mættur aftur í slaginn í gær eftir ferð til Bandaríkjanna. Eins og fyrr segir virðist Matthías Orri Sigurðarson kominn vel í gang, rétt eins og í fyrra með ÍR. Kjartan Atli Kjartansson benti á hve dýrmætir hans eiginleikar væru fyrir KR og Teitur tók undir það: „Það voru þarna 2-3 sett á síðustu tveimur mínútunum þar sem að KR fékk bara hrein sniðskot. Það er ofboðslega gott merki fyrir liðið og ein af ástæðunum fyrir því að þeir eru alltaf að vinna,“ sagði Teitur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Sjá meira
„Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær. Innslagið má sjá hér að ofan. KR virðist eins og svo oft áður búið að finna rétta gírinn nú þegar úrslitakeppnin hefst brátt og menn eins og Matthías Orri Sigurðarson og Kristófer Acox voru frábærir í gær. „Mér finnst Kristófer koma betur og betur inn í þetta. Hann er búinn að vera að díla við alls konar kvilla en virðist vera að ná sér að fullu og þá eru það ótrúlega skemmtilegir hlutir fyrir KR. Krafturinn í þessum strák er óborganlegur, hann er frábær íþróttamaður og ef hann er orðinn heill heilsu þá er það ekki góðs viti fyrir neinn nema KR,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, en það var þá sem Teitur velti því upp sposkur á svip hvort að nokkuð væri að marka meiðslafréttir af KR-ingum: „Ég held að Böddi [Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR] hói þeim öllum inn og segi bara „strákar, nú bullum við í liðinu, þykjumst vera meiddir. Slappið af. Jón Arnór þú ferð bara til Flórída...“ Þeir eru bara að plata okkur einhvern veginn,“ sagði Teitur léttur en Jón Arnór Stefánsson var mættur aftur í slaginn í gær eftir ferð til Bandaríkjanna. Eins og fyrr segir virðist Matthías Orri Sigurðarson kominn vel í gang, rétt eins og í fyrra með ÍR. Kjartan Atli Kjartansson benti á hve dýrmætir hans eiginleikar væru fyrir KR og Teitur tók undir það: „Það voru þarna 2-3 sett á síðustu tveimur mínútunum þar sem að KR fékk bara hrein sniðskot. Það er ofboðslega gott merki fyrir liðið og ein af ástæðunum fyrir því að þeir eru alltaf að vinna,“ sagði Teitur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Sjá meira