Bjuggust við 2600 farþegum en reyndust vera tæplega 900 Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:44 Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. lögreglan Umtalsvert færri farþegar lentu á Keflavíkuflugvelli í gær en höfðu áður bókað sér flug til landsins, það var viðbúið að sögn Páls Þórhallsonar verkefnisstjóra hjá forsætisráðuneytinu. Gert var ráð fyrir 2600 farþegum í Keflavík í gær en þeir reyndust á bilinu 800 til 900. Að sama skapi komu færri til landsins með Norrænu í gær en búist var við, en heildarfjöldi ferjufarþega var um 200 í dag. Páll sagði að breytingarnar á landamærunum sem tóku gildi í gær hafi gengið í stórum dráttum vel. Nýja fyrirkomulagið sé einfaldara, öll sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvær skimanir og allt að sex daga sóttkví. Viðbúnaður landsins gegn kórónuveirunni sé í stöðugri endurskoðun en óvíst er hversu lengi þetta fyrirkomulag verður við lýði. Sem fyrr segir fækkaði farþegum nokkuð með breytingunum en Páll sagði að einhver dæmi væri jafnframt um það að fólk væri að lengja dvöl sína á Íslandi. Að sama skapi hafi verið eitthvað um það að farþegar hafi komið til Íslands en ákveðið að fljúga aftur heim þegar þeim var tjáð að þeir þyrftu að sæta sóttkví. Þá greindi lögreglan á Austurlandi frá því að „örfáir“ farþegar sem komu með Norrænu í morgun virtust ekki hafa áttað sig á þeim reglum sem tóku gildi í gær. Farþegarnir hafi þannig farið í kjörbúð eftir komuna til landsins, en fólk í sóttkví má það ekki. „Virtust ekki átta sig fyllilega á reglunum og leituðu í kjörbúð eftir komu, en slíkt er þeim óheimilt. Afskipti voru höfð af þeim í kjölfar ábendinga starfsmanna og reglur við þá áréttaðar. Þeir virtust þá áttaðir og hugðust halda á dvalarstað,“ segir lögreglan. Páll sagði að nú væri unnið í því að koma kynningarefni um breytingarnar á fleiri tungumál. Það væri þó ábyrgð flugfélaga að farþegar þeirra gangi frá forskráningu fyrir komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49 Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Umtalsvert færri farþegar lentu á Keflavíkuflugvelli í gær en höfðu áður bókað sér flug til landsins, það var viðbúið að sögn Páls Þórhallsonar verkefnisstjóra hjá forsætisráðuneytinu. Gert var ráð fyrir 2600 farþegum í Keflavík í gær en þeir reyndust á bilinu 800 til 900. Að sama skapi komu færri til landsins með Norrænu í gær en búist var við, en heildarfjöldi ferjufarþega var um 200 í dag. Páll sagði að breytingarnar á landamærunum sem tóku gildi í gær hafi gengið í stórum dráttum vel. Nýja fyrirkomulagið sé einfaldara, öll sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvær skimanir og allt að sex daga sóttkví. Viðbúnaður landsins gegn kórónuveirunni sé í stöðugri endurskoðun en óvíst er hversu lengi þetta fyrirkomulag verður við lýði. Sem fyrr segir fækkaði farþegum nokkuð með breytingunum en Páll sagði að einhver dæmi væri jafnframt um það að fólk væri að lengja dvöl sína á Íslandi. Að sama skapi hafi verið eitthvað um það að farþegar hafi komið til Íslands en ákveðið að fljúga aftur heim þegar þeim var tjáð að þeir þyrftu að sæta sóttkví. Þá greindi lögreglan á Austurlandi frá því að „örfáir“ farþegar sem komu með Norrænu í morgun virtust ekki hafa áttað sig á þeim reglum sem tóku gildi í gær. Farþegarnir hafi þannig farið í kjörbúð eftir komuna til landsins, en fólk í sóttkví má það ekki. „Virtust ekki átta sig fyllilega á reglunum og leituðu í kjörbúð eftir komu, en slíkt er þeim óheimilt. Afskipti voru höfð af þeim í kjölfar ábendinga starfsmanna og reglur við þá áréttaðar. Þeir virtust þá áttaðir og hugðust halda á dvalarstað,“ segir lögreglan. Páll sagði að nú væri unnið í því að koma kynningarefni um breytingarnar á fleiri tungumál. Það væri þó ábyrgð flugfélaga að farþegar þeirra gangi frá forskráningu fyrir komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49 Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49
Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45