Bjuggust við 2600 farþegum en reyndust vera tæplega 900 Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:44 Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. lögreglan Umtalsvert færri farþegar lentu á Keflavíkuflugvelli í gær en höfðu áður bókað sér flug til landsins, það var viðbúið að sögn Páls Þórhallsonar verkefnisstjóra hjá forsætisráðuneytinu. Gert var ráð fyrir 2600 farþegum í Keflavík í gær en þeir reyndust á bilinu 800 til 900. Að sama skapi komu færri til landsins með Norrænu í gær en búist var við, en heildarfjöldi ferjufarþega var um 200 í dag. Páll sagði að breytingarnar á landamærunum sem tóku gildi í gær hafi gengið í stórum dráttum vel. Nýja fyrirkomulagið sé einfaldara, öll sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvær skimanir og allt að sex daga sóttkví. Viðbúnaður landsins gegn kórónuveirunni sé í stöðugri endurskoðun en óvíst er hversu lengi þetta fyrirkomulag verður við lýði. Sem fyrr segir fækkaði farþegum nokkuð með breytingunum en Páll sagði að einhver dæmi væri jafnframt um það að fólk væri að lengja dvöl sína á Íslandi. Að sama skapi hafi verið eitthvað um það að farþegar hafi komið til Íslands en ákveðið að fljúga aftur heim þegar þeim var tjáð að þeir þyrftu að sæta sóttkví. Þá greindi lögreglan á Austurlandi frá því að „örfáir“ farþegar sem komu með Norrænu í morgun virtust ekki hafa áttað sig á þeim reglum sem tóku gildi í gær. Farþegarnir hafi þannig farið í kjörbúð eftir komuna til landsins, en fólk í sóttkví má það ekki. „Virtust ekki átta sig fyllilega á reglunum og leituðu í kjörbúð eftir komu, en slíkt er þeim óheimilt. Afskipti voru höfð af þeim í kjölfar ábendinga starfsmanna og reglur við þá áréttaðar. Þeir virtust þá áttaðir og hugðust halda á dvalarstað,“ segir lögreglan. Páll sagði að nú væri unnið í því að koma kynningarefni um breytingarnar á fleiri tungumál. Það væri þó ábyrgð flugfélaga að farþegar þeirra gangi frá forskráningu fyrir komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49 Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Umtalsvert færri farþegar lentu á Keflavíkuflugvelli í gær en höfðu áður bókað sér flug til landsins, það var viðbúið að sögn Páls Þórhallsonar verkefnisstjóra hjá forsætisráðuneytinu. Gert var ráð fyrir 2600 farþegum í Keflavík í gær en þeir reyndust á bilinu 800 til 900. Að sama skapi komu færri til landsins með Norrænu í gær en búist var við, en heildarfjöldi ferjufarþega var um 200 í dag. Páll sagði að breytingarnar á landamærunum sem tóku gildi í gær hafi gengið í stórum dráttum vel. Nýja fyrirkomulagið sé einfaldara, öll sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvær skimanir og allt að sex daga sóttkví. Viðbúnaður landsins gegn kórónuveirunni sé í stöðugri endurskoðun en óvíst er hversu lengi þetta fyrirkomulag verður við lýði. Sem fyrr segir fækkaði farþegum nokkuð með breytingunum en Páll sagði að einhver dæmi væri jafnframt um það að fólk væri að lengja dvöl sína á Íslandi. Að sama skapi hafi verið eitthvað um það að farþegar hafi komið til Íslands en ákveðið að fljúga aftur heim þegar þeim var tjáð að þeir þyrftu að sæta sóttkví. Þá greindi lögreglan á Austurlandi frá því að „örfáir“ farþegar sem komu með Norrænu í morgun virtust ekki hafa áttað sig á þeim reglum sem tóku gildi í gær. Farþegarnir hafi þannig farið í kjörbúð eftir komuna til landsins, en fólk í sóttkví má það ekki. „Virtust ekki átta sig fyllilega á reglunum og leituðu í kjörbúð eftir komu, en slíkt er þeim óheimilt. Afskipti voru höfð af þeim í kjölfar ábendinga starfsmanna og reglur við þá áréttaðar. Þeir virtust þá áttaðir og hugðust halda á dvalarstað,“ segir lögreglan. Páll sagði að nú væri unnið í því að koma kynningarefni um breytingarnar á fleiri tungumál. Það væri þó ábyrgð flugfélaga að farþegar þeirra gangi frá forskráningu fyrir komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49 Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Farþegar Norrænu brutu sóttvarnareglur og fóru í búð strax eftir komu til landsins Nokkrir farþegar sem komu í land með Norrænu í morgun á Seyðisfirði voru ávítaðir af lögreglu eftir að þeir fóru í kjörbúð eftir komu sína til landsins og brutu þar með sóttvarnareglur 20. ágúst 2020 14:49
Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. 20. ágúst 2020 14:27
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45