Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2020 17:54 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Vísir/Bjarni Einarsson Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. Þannig hafi til að mynda verið rannsakað hvernig veiran berst á milli manna, en í upphafi faraldurs hennar í lok síðasta árs, var margt á huldu um smitleiðir veirunnar. „Þetta hefur talsvert verið rannsakað og það sem flækir aðeins myndina er hversu erfitt það getur verið að rannsaka akkúrat þetta, hvernig veiran dreifist. Það er ekki svo einfalt að „veiran er þarna, þar af leiðandi smitast hún þaðan.“ Það er því miður ekki alveg svo þægilegt. Það þarf tvennt að fara saman; veiran þarf að finnast í tilteknum vökva eða öðrum hlut og þetta þarf að vera veira sem er smitandi, eða virk, eins og það er kallað,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum hjá Landspítalanum. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jón Magnús segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ljóst að veiran dreifist fyrst og fremst með dropa- og snertismiti. Það þýðir að veiran dreifist með vökva frá efri og neðri öndunarfærum og berist beint milli fólks með dropum sem það gefur frá sér þegar það talar og hnerrar, eða óbeint þegar sömu dropar lenda á einhverjum fleti, annað fólk kemst í tæri við dropana og ber þá síðan, óafvitandi, að andlitinu á sér. Hann segir þá að veiran virðist þannig ekki dreifast í gegn um svita, hægðum, þvagi eða öðrum líkamsvessum. Til að mynda smitist veiran ekki með líkamsvessum í kynlífi, þó að nándin sem skapast við kynlíf geti vissulega aukið smithættu. „Þetta eru aðallega þessir dropar frá öndunarfærum. En það sem það þýðir er að aðstæður þar sem við erum að gefa mikið frá okkur, úða og dropa frá öndunarfærum, eins og til dæmis í ræktinni þar sem við erum að anda hraðar og gefum frá okkur meira af þessum dropum, það samt sem áður getur verið smitandi. En það er ekki svitinn og það eru ekki tárin og það eru ekki þessar leiðir sem eru ráðandi í dreifingu Covid-19.“ Handþvotturinn mikilvægur sem fyrr Jón Magnús segir að rannsóknir hafi einnig leitt í ljós að kórónuveiran sé afar lífseig á ýmiskonar snertiflötum, svo sem viðar- og plastyfirborði, samanborið við margar aðrar veirur. Veiran sé þó jafn viðkvæm fyrir sótthreinsandi efnum, eins og spritti, og flestar aðrar veirur. „Bæði handþvottur og spritt leiða til þess að við óvirkjum veiruna og gerum hana ekki smitandi.“ Hann segir að aðalatriði í handþvotti sé að nudda hendurnar vel með sápu og þá í allra minnst 15 sekúndur. Hvað spritt varðar þá segir hann þumalputtaregluna vera þá að hendur skuli bleyttar algerlega með spritti, sótthreinsandi geli eða öðru sambærilegu efni. Að því loknu þurfi að leyfa efninu að þorna á höndunum. „Þegar það er búið, þá er veiran óvirk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. Þannig hafi til að mynda verið rannsakað hvernig veiran berst á milli manna, en í upphafi faraldurs hennar í lok síðasta árs, var margt á huldu um smitleiðir veirunnar. „Þetta hefur talsvert verið rannsakað og það sem flækir aðeins myndina er hversu erfitt það getur verið að rannsaka akkúrat þetta, hvernig veiran dreifist. Það er ekki svo einfalt að „veiran er þarna, þar af leiðandi smitast hún þaðan.“ Það er því miður ekki alveg svo þægilegt. Það þarf tvennt að fara saman; veiran þarf að finnast í tilteknum vökva eða öðrum hlut og þetta þarf að vera veira sem er smitandi, eða virk, eins og það er kallað,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum hjá Landspítalanum. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jón Magnús segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ljóst að veiran dreifist fyrst og fremst með dropa- og snertismiti. Það þýðir að veiran dreifist með vökva frá efri og neðri öndunarfærum og berist beint milli fólks með dropum sem það gefur frá sér þegar það talar og hnerrar, eða óbeint þegar sömu dropar lenda á einhverjum fleti, annað fólk kemst í tæri við dropana og ber þá síðan, óafvitandi, að andlitinu á sér. Hann segir þá að veiran virðist þannig ekki dreifast í gegn um svita, hægðum, þvagi eða öðrum líkamsvessum. Til að mynda smitist veiran ekki með líkamsvessum í kynlífi, þó að nándin sem skapast við kynlíf geti vissulega aukið smithættu. „Þetta eru aðallega þessir dropar frá öndunarfærum. En það sem það þýðir er að aðstæður þar sem við erum að gefa mikið frá okkur, úða og dropa frá öndunarfærum, eins og til dæmis í ræktinni þar sem við erum að anda hraðar og gefum frá okkur meira af þessum dropum, það samt sem áður getur verið smitandi. En það er ekki svitinn og það eru ekki tárin og það eru ekki þessar leiðir sem eru ráðandi í dreifingu Covid-19.“ Handþvotturinn mikilvægur sem fyrr Jón Magnús segir að rannsóknir hafi einnig leitt í ljós að kórónuveiran sé afar lífseig á ýmiskonar snertiflötum, svo sem viðar- og plastyfirborði, samanborið við margar aðrar veirur. Veiran sé þó jafn viðkvæm fyrir sótthreinsandi efnum, eins og spritti, og flestar aðrar veirur. „Bæði handþvottur og spritt leiða til þess að við óvirkjum veiruna og gerum hana ekki smitandi.“ Hann segir að aðalatriði í handþvotti sé að nudda hendurnar vel með sápu og þá í allra minnst 15 sekúndur. Hvað spritt varðar þá segir hann þumalputtaregluna vera þá að hendur skuli bleyttar algerlega með spritti, sótthreinsandi geli eða öðru sambærilegu efni. Að því loknu þurfi að leyfa efninu að þorna á höndunum. „Þegar það er búið, þá er veiran óvirk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira