Misræmi í upplýsingagjöf skrifast alfarið á stjórnvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 12:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir misræmi í upplýsingagjöf skrifast alfarið á stjórnvöld. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að það skrifist alfarið á stjórnvöld að misræmi hafi verið í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnareglur og upplýsingum á Covid.is. Mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé eins skýr og mögulegt er og eins aðgengileg öllum almenningi og hægt sé. Hún segir alveg ljóst að almenningur hafi beitt sig eftir bestu getu fyrir því að ná sem mestum tökum á faraldrinum. „Það er alveg rétt að ég tel einmitt að þjóðin hafi svo sannarlega verið að gera sitt besta til þess að ná árangri í baráttunni við veiruna. Það kom upp í gær að auglýsing heilbrigðisráðherra þar sem farið er yfir og tveggja metra reglan er skýrð, auglýsingin og síðan upplýsingarnar á Covid.is voru ekki í fullkomnu samræmi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. „Það er auðvitað ekki gott og skrifast alfarið á okkur stjórnvöld að það sé ekki samræmi í þessari upplýsingagjöf því það er auðvitað mjög mikilvægt að hún sé skýr og eins aðgengileg öllum almenningi og mögulegt er.“ Eðlilegt að pólitísk umræða fari fram Þingmenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir því að ákvarðanir um sóttvarnareglur verði teknar fyrir á Alþingi. Katrín segir mjög eðlilegt að pólitísk umræða fari fram á Alþingi en að stjórnvöld hafi verið innan ramma laganna við ákvarðanatöku. „Ég tel eðlilegt að við eigum pólitíska umræðu á Alþingi en hins vegar tel ég ekki nokkurn vafa leika á að þær lagaheimildir sem finnast í sóttvarnalögum eru mjög afgerandi og mjög ríkar. Þar er annars vegar kveðið á um skyldu sóttvarnalæknis um að gera tillögur til að bregðast við heilsufarsvá á borð við faraldurinn sem við stöndum núna frammi fyrir og hins vegar eru þar ríkar heimildir handa ráðherra til að nýta sér þær tillögur til þess að bregðast við með tilteknum ráðstöfunum.“ Undanfarnir mánuðir verið rússíbanareið Það hafi einnig komið fyrir að uppfærsla á upplýsingum sem tengjast faraldrinum hafi ekki verið nægilega snögg. „Á það var bent fyrir nokkrum dögum til að mynda eftir að við breyttum reglum fyrir verslunarmannahelgi að þær upplýsingar voru ekki uppfærðar nægilega snemma á önnur tungumál svo dæmi sé tekið. Það er auðvitað svo að við erum að bregðast ansi snöggt við oft og setja reglur og það skiptir auðvitað máli að upplýsingar séu í lagi,“ segir Katrín. „Ég held að fólk hafi mikinn skilning á því að hér er oft verið að bregðast hratt við, það skiptir auðvitað máli að við gerum okkar allra besta í því að miðla upplýsingum með eins skýrum og gagnsæjum hætti og hægt er og það er það sem við erum að reyna alla daga,“ segir Katrín. „En ég held líka að fólk hafi skilning á því að undanfarnir mánuðir hafa verið sannkölluð rússíbanareið og oft hefur þurft að bregðast mjög hratt við þannig að stundum verður þar misbrestur á.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19 Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Forsætisráðherra segir að það skrifist alfarið á stjórnvöld að misræmi hafi verið í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnareglur og upplýsingum á Covid.is. Mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé eins skýr og mögulegt er og eins aðgengileg öllum almenningi og hægt sé. Hún segir alveg ljóst að almenningur hafi beitt sig eftir bestu getu fyrir því að ná sem mestum tökum á faraldrinum. „Það er alveg rétt að ég tel einmitt að þjóðin hafi svo sannarlega verið að gera sitt besta til þess að ná árangri í baráttunni við veiruna. Það kom upp í gær að auglýsing heilbrigðisráðherra þar sem farið er yfir og tveggja metra reglan er skýrð, auglýsingin og síðan upplýsingarnar á Covid.is voru ekki í fullkomnu samræmi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. „Það er auðvitað ekki gott og skrifast alfarið á okkur stjórnvöld að það sé ekki samræmi í þessari upplýsingagjöf því það er auðvitað mjög mikilvægt að hún sé skýr og eins aðgengileg öllum almenningi og mögulegt er.“ Eðlilegt að pólitísk umræða fari fram Þingmenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir því að ákvarðanir um sóttvarnareglur verði teknar fyrir á Alþingi. Katrín segir mjög eðlilegt að pólitísk umræða fari fram á Alþingi en að stjórnvöld hafi verið innan ramma laganna við ákvarðanatöku. „Ég tel eðlilegt að við eigum pólitíska umræðu á Alþingi en hins vegar tel ég ekki nokkurn vafa leika á að þær lagaheimildir sem finnast í sóttvarnalögum eru mjög afgerandi og mjög ríkar. Þar er annars vegar kveðið á um skyldu sóttvarnalæknis um að gera tillögur til að bregðast við heilsufarsvá á borð við faraldurinn sem við stöndum núna frammi fyrir og hins vegar eru þar ríkar heimildir handa ráðherra til að nýta sér þær tillögur til þess að bregðast við með tilteknum ráðstöfunum.“ Undanfarnir mánuðir verið rússíbanareið Það hafi einnig komið fyrir að uppfærsla á upplýsingum sem tengjast faraldrinum hafi ekki verið nægilega snögg. „Á það var bent fyrir nokkrum dögum til að mynda eftir að við breyttum reglum fyrir verslunarmannahelgi að þær upplýsingar voru ekki uppfærðar nægilega snemma á önnur tungumál svo dæmi sé tekið. Það er auðvitað svo að við erum að bregðast ansi snöggt við oft og setja reglur og það skiptir auðvitað máli að upplýsingar séu í lagi,“ segir Katrín. „Ég held að fólk hafi mikinn skilning á því að hér er oft verið að bregðast hratt við, það skiptir auðvitað máli að við gerum okkar allra besta í því að miðla upplýsingum með eins skýrum og gagnsæjum hætti og hægt er og það er það sem við erum að reyna alla daga,“ segir Katrín. „En ég held líka að fólk hafi skilning á því að undanfarnir mánuðir hafa verið sannkölluð rússíbanareið og oft hefur þurft að bregðast mjög hratt við þannig að stundum verður þar misbrestur á.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19 Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. 19. ágúst 2020 11:19
Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00
Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58