Virðist sem Manchester-liðin missi aðeins af opnunarhelginni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2020 07:00 Bruno Fernandes og Victor Lindelöf fá ekki langt sumarfrí í ár. vísir/getty Þar sem Evrópuævintýri bæði Manchester City og Manchester United er nú lokið er ljóst að félögin munu aðeins missa af opnunarhelgi ensku úrvalsdeildarinnar en deildin fer aftur af stað 12. september næstkomandi. Þar sem báðum félögum hafði verið lofað 30 daga fríi til þess að hlaða batteríin milli tímabila var óttast að gott gengi þeirra í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gæti leitt til þess að þau yrðu fjarverandi er enski boltinn myndi rúlla af stað að nýju. Manchester United and Manchester City to only miss opening Premier League weekend @ben_rumsby https://t.co/y5LVJeSO7z— Telegraph Football (@TeleFootball) August 17, 2020 Ef liðin hefðu komist lengra hefði það eflaust orðið raunin en stefnir í að þau missi aðeins af fyrstu helginni. Líklegast verða leikir þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Leikjaprógram ensku úrvalsdeildarinnar verður gefið út á föstudag og er ljóst að topplið deildarinanr munu spila ört á komandi tímabili. Hvað þá ef þau komast upp úr riðlum sínum í Meistara- eða Evrópudeildinni. Svo sé nú ekki talað um ef þau fara alla leið í úrslit deildar- eða FA-bikarsins. Hefði Manchester City unnið Meistaradeild Evrópu hefði mótastjórn úrvalsdeildarinnar eflaust fengið taugaáfall. Það hefði þýtt að City myndu spila um Ofurbikar Evrópu þann 24. september ásamt því að taka þátt í HM félagsliða sem fram fer í desember. Man City tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og missa því aðeins af opnunarhelgi enska boltans.Miguel A. Lopes/Pool via Getty Images Eins einfalt og það væri að láta liðin spila innbyrðis strax í fyrstu umferð deildarinnar þá virðist úrvalsdeildin treg til. Wolves vildu spila við annað hvort Manchester-liðið í fyrstu umferð til þess að fá nokkra daga aukalega í frí en nýafstaðið tímabil hjá félaginu var 383 daga langt. Liðið hóf leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í júní 2019 og fór alla leið í 8-liða úrslitin sem voru spiluð þann 11. ágúst 2020. Talið er ólíklegt að enska knattspyrnusambandið verði við beiðni Úlfanna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Þar sem Evrópuævintýri bæði Manchester City og Manchester United er nú lokið er ljóst að félögin munu aðeins missa af opnunarhelgi ensku úrvalsdeildarinnar en deildin fer aftur af stað 12. september næstkomandi. Þar sem báðum félögum hafði verið lofað 30 daga fríi til þess að hlaða batteríin milli tímabila var óttast að gott gengi þeirra í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gæti leitt til þess að þau yrðu fjarverandi er enski boltinn myndi rúlla af stað að nýju. Manchester United and Manchester City to only miss opening Premier League weekend @ben_rumsby https://t.co/y5LVJeSO7z— Telegraph Football (@TeleFootball) August 17, 2020 Ef liðin hefðu komist lengra hefði það eflaust orðið raunin en stefnir í að þau missi aðeins af fyrstu helginni. Líklegast verða leikir þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Leikjaprógram ensku úrvalsdeildarinnar verður gefið út á föstudag og er ljóst að topplið deildarinanr munu spila ört á komandi tímabili. Hvað þá ef þau komast upp úr riðlum sínum í Meistara- eða Evrópudeildinni. Svo sé nú ekki talað um ef þau fara alla leið í úrslit deildar- eða FA-bikarsins. Hefði Manchester City unnið Meistaradeild Evrópu hefði mótastjórn úrvalsdeildarinnar eflaust fengið taugaáfall. Það hefði þýtt að City myndu spila um Ofurbikar Evrópu þann 24. september ásamt því að taka þátt í HM félagsliða sem fram fer í desember. Man City tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og missa því aðeins af opnunarhelgi enska boltans.Miguel A. Lopes/Pool via Getty Images Eins einfalt og það væri að láta liðin spila innbyrðis strax í fyrstu umferð deildarinnar þá virðist úrvalsdeildin treg til. Wolves vildu spila við annað hvort Manchester-liðið í fyrstu umferð til þess að fá nokkra daga aukalega í frí en nýafstaðið tímabil hjá félaginu var 383 daga langt. Liðið hóf leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í júní 2019 og fór alla leið í 8-liða úrslitin sem voru spiluð þann 11. ágúst 2020. Talið er ólíklegt að enska knattspyrnusambandið verði við beiðni Úlfanna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira