Wodapalooza hefst í kvöld og önnur af greinum dagsins heitir Miami Heat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 15:45 Sara Sigmundsdóttir fær alvöru próf á Wodapalooza mótinu þegar hún keppir við sjálfan heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. Mynd/Instagram/sarasigmunds Wodapalooza CrossFit mótið hefst í kvöld í Miami í kvöld en Ísland á nokkra fulltrúa á þessu móti þar á meðal hina öflugu Söru Sigmundsdóttir. Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir fá þarna báðar tækifæri til að reyna sig á móti mörgum af bestu CrossFit konum heims. Sara hefur unnið hvert mótið á fætur á öðru og er fyrir löngu búin að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum. Þuríður Erla varð níunda á heimsleikunum í fyrra en á eftir að tryggja sér þáttökurétt í ár. Ísland á líka keppendur í aldursflokkum. Í 35 til 39 ára flokki kvenna en það er Alma Hrönn Káradóttir úr CrossFit Sport og í flokki 40 til 44 ára kvenna er það Ingunn Lúðvíksdóttir úr CrossFit Sport. Rökkvi Guðnason úr Reebok CrossFit Reykjavík tekur síðan þátt í keppni 13 til 15 ára stráka. Ísland á líka lið í Rx liðakeppninni en það lið hefur fengið nafnið Suðurnes eða „Team Sudurnes“. Í liðinu eru fjórir meðlimir CrossFit Suðurnes eða þau Andri Hreiðarsson, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, Stefanía Júlíusdóttir og Óskar Marinó Jónsson. Keppendurnir á Wodapalooza vita hvað liggur fyrir á þessum fyrsta keppnisdegi og í kvennakeppninni eru það tvær greinar sem heita Luce og svo Miami Heat eins og körfuboltalið svæðisins. Í „Luce“ þá þurfa keppendur að fara í gegnum þrjár umferðir og klárar þær allar með Goruck bakpoka. Í hverri umferð er hlaupinn einn kílómetri, svo eru 10 (karla) eða 7 (konur) upplyftingar í hringjum (Ring Muscle Ups) og loks 100 hnébeygjur með enga þyngd (Air Squats). Keppendur hafa 35 mínútur til að klára þetta. Í „Miami Heat“ æfingunni þá þurfa keppendur að klára 30 (karlar) eða 20 (konur) kaloríur á þrekhjóli áður en tekur við framstig með stöng þar sem er boðið upp á meiri þyngd í hverri umferð. Hver umferð er líka útsláttarkeppni. Tuttugu fyrstu komast í aðra umferð og aðeins tíu efstu fá að taka þátt í lokaumferðinni. CrossFit Tengdar fréttir Sara: Finnst ennþá eins og þetta sé of gott til að vera satt Margir bíða spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir geti haldið sigurgöngu sinni áfram á stórmótunum í CrossFit. Sara er nú komin til Flórída þar sem hún keppir á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami. 14. febrúar 2020 10:00 Augnablikið þegar Sara skipti yfir í keppnisgírinn náðist á myndband Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. 7. febrúar 2020 09:00 Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00 Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. 18. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Wodapalooza CrossFit mótið hefst í kvöld í Miami í kvöld en Ísland á nokkra fulltrúa á þessu móti þar á meðal hina öflugu Söru Sigmundsdóttir. Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir fá þarna báðar tækifæri til að reyna sig á móti mörgum af bestu CrossFit konum heims. Sara hefur unnið hvert mótið á fætur á öðru og er fyrir löngu búin að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum. Þuríður Erla varð níunda á heimsleikunum í fyrra en á eftir að tryggja sér þáttökurétt í ár. Ísland á líka keppendur í aldursflokkum. Í 35 til 39 ára flokki kvenna en það er Alma Hrönn Káradóttir úr CrossFit Sport og í flokki 40 til 44 ára kvenna er það Ingunn Lúðvíksdóttir úr CrossFit Sport. Rökkvi Guðnason úr Reebok CrossFit Reykjavík tekur síðan þátt í keppni 13 til 15 ára stráka. Ísland á líka lið í Rx liðakeppninni en það lið hefur fengið nafnið Suðurnes eða „Team Sudurnes“. Í liðinu eru fjórir meðlimir CrossFit Suðurnes eða þau Andri Hreiðarsson, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, Stefanía Júlíusdóttir og Óskar Marinó Jónsson. Keppendurnir á Wodapalooza vita hvað liggur fyrir á þessum fyrsta keppnisdegi og í kvennakeppninni eru það tvær greinar sem heita Luce og svo Miami Heat eins og körfuboltalið svæðisins. Í „Luce“ þá þurfa keppendur að fara í gegnum þrjár umferðir og klárar þær allar með Goruck bakpoka. Í hverri umferð er hlaupinn einn kílómetri, svo eru 10 (karla) eða 7 (konur) upplyftingar í hringjum (Ring Muscle Ups) og loks 100 hnébeygjur með enga þyngd (Air Squats). Keppendur hafa 35 mínútur til að klára þetta. Í „Miami Heat“ æfingunni þá þurfa keppendur að klára 30 (karlar) eða 20 (konur) kaloríur á þrekhjóli áður en tekur við framstig með stöng þar sem er boðið upp á meiri þyngd í hverri umferð. Hver umferð er líka útsláttarkeppni. Tuttugu fyrstu komast í aðra umferð og aðeins tíu efstu fá að taka þátt í lokaumferðinni.
CrossFit Tengdar fréttir Sara: Finnst ennþá eins og þetta sé of gott til að vera satt Margir bíða spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir geti haldið sigurgöngu sinni áfram á stórmótunum í CrossFit. Sara er nú komin til Flórída þar sem hún keppir á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami. 14. febrúar 2020 10:00 Augnablikið þegar Sara skipti yfir í keppnisgírinn náðist á myndband Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. 7. febrúar 2020 09:00 Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00 Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. 18. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Sara: Finnst ennþá eins og þetta sé of gott til að vera satt Margir bíða spenntir eftir því hvort Sara Sigmundsdóttir geti haldið sigurgöngu sinni áfram á stórmótunum í CrossFit. Sara er nú komin til Flórída þar sem hún keppir á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami. 14. febrúar 2020 10:00
Augnablikið þegar Sara skipti yfir í keppnisgírinn náðist á myndband Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. 7. febrúar 2020 09:00
Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00
Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. 18. febrúar 2020 09:30