Sara og Tia efstar og jafnar eftir fyrsta daginn á Wodapalooza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 08:00 Sara Sigmundsdóttir í "Miami Heat“ æfingunni sem hún vann og fékk fyrir 100 stig og 2020 Bandaríkjadali. Mynd/Instagram/wodapalooza Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. Sara Sigmundsdóttir pakkaði saman „Miami Heat“ æfingunni á Wodapalooza CrossFit mótinu og náði þar með að komast upp að hlið Tiu-Clair Toomey í efsta sætinu. Sara kláraði aðra æfinguna, sem hét „Miami Heat“, á einni mínútu og 17 sekúndum. Hún varð sjö sekúndum á undan Amöndu Barnhart sem varð önnur og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem varð þriðja. View this post on Instagram "Miami Heat" was all about Sara Sigmundsdottir; Fastest in the prelims, semis, and finals! 1st: Sara Sigmundsdottir, 1:17 2nd: Amanda Barnhart, 1:24 3rd: Tia-Clair Toomey, 1:33 A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 5:03pm PST Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey hafa því báðar fengið 188 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Kari Pearce er þriðja en strax komin 26 stigum á eftir þeim. Tia-Clair Toomey hafði byrjað mótið frábærlega með því að klára langfyrst í fyrstu æfingaröðinni sem hét Luce. Toomey kláraði hana á 21 mínútu og 48 sekúndum. Kari Pearce varð önnur á 22:39 mín en Sara kom síðan í þriðja sætinu einni mínútu og 18 sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey. Einhverjir héldu eflaust eftir þessa byrjun Tiu-Clair Toomey að hún ætlaði að fara að stinga af eins og á flestum mótum síðustu ár en okkar kona var ekki tilbúin að sætta sig við slíkt. Hér fyrir neðan sést hún á fullu í „Miami Heat“ æfingunni þar sem hún stóð sig miklu betur en allir aðrir keppendur. View this post on Instagram Sigmundsdottir takes a much needed win to tie it up with Toomey after day 1. Sigmundsdottir — 188 Toomey — 188 ___ Catch all the action live on FloElite.com. ___ #crossfit #crossfitgames A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 20, 2020 at 6:03pm PST Sara ætlar sér stóra hluti á þessu móti sem hún lítur á sem próf til að kanna hvar hún standi á móti þreföldum heimsmeistara. Það er ljóst á þessari byrjun að einvígið er að standa undir væntingum og gott betur. Framundan verður því mjög fróðlegur dagur. Hér fyrir neðan er staða efstu kvenna á mótinu eftir fyrsta daginn af fjórum. View this post on Instagram After Day 1 of competition at #WZAMiami, here are your current leaders in the Elite division! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 7:41pm PST CrossFit Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sjá meira
Einvígi Söru Sigmundsdóttur og Tiu-Clair Toomey byrjar frábærlega því þær eru efstar og jafnar að stigum eftir fyrsta daginn. Sara var fljót að svara frábærri fyrstu æfingu Ástralans. Sara Sigmundsdóttir pakkaði saman „Miami Heat“ æfingunni á Wodapalooza CrossFit mótinu og náði þar með að komast upp að hlið Tiu-Clair Toomey í efsta sætinu. Sara kláraði aðra æfinguna, sem hét „Miami Heat“, á einni mínútu og 17 sekúndum. Hún varð sjö sekúndum á undan Amöndu Barnhart sem varð önnur og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem varð þriðja. View this post on Instagram "Miami Heat" was all about Sara Sigmundsdottir; Fastest in the prelims, semis, and finals! 1st: Sara Sigmundsdottir, 1:17 2nd: Amanda Barnhart, 1:24 3rd: Tia-Clair Toomey, 1:33 A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 5:03pm PST Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey hafa því báðar fengið 188 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Kari Pearce er þriðja en strax komin 26 stigum á eftir þeim. Tia-Clair Toomey hafði byrjað mótið frábærlega með því að klára langfyrst í fyrstu æfingaröðinni sem hét Luce. Toomey kláraði hana á 21 mínútu og 48 sekúndum. Kari Pearce varð önnur á 22:39 mín en Sara kom síðan í þriðja sætinu einni mínútu og 18 sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey. Einhverjir héldu eflaust eftir þessa byrjun Tiu-Clair Toomey að hún ætlaði að fara að stinga af eins og á flestum mótum síðustu ár en okkar kona var ekki tilbúin að sætta sig við slíkt. Hér fyrir neðan sést hún á fullu í „Miami Heat“ æfingunni þar sem hún stóð sig miklu betur en allir aðrir keppendur. View this post on Instagram Sigmundsdottir takes a much needed win to tie it up with Toomey after day 1. Sigmundsdottir — 188 Toomey — 188 ___ Catch all the action live on FloElite.com. ___ #crossfit #crossfitgames A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 20, 2020 at 6:03pm PST Sara ætlar sér stóra hluti á þessu móti sem hún lítur á sem próf til að kanna hvar hún standi á móti þreföldum heimsmeistara. Það er ljóst á þessari byrjun að einvígið er að standa undir væntingum og gott betur. Framundan verður því mjög fróðlegur dagur. Hér fyrir neðan er staða efstu kvenna á mótinu eftir fyrsta daginn af fjórum. View this post on Instagram After Day 1 of competition at #WZAMiami, here are your current leaders in the Elite division! A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 20, 2020 at 7:41pm PST
CrossFit Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sjá meira