Rooney spilar fimmhundruðasta leikinn sinn í Englandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 15:00 Wayne Rooney snéri aftur í enska boltann í síðasta mánuði. Getty/Harry Trump Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. Næsti deildarleikur Wayne Rooney verður hans fimmhundruðasti í Englandi og í kvöld fær Derby County lið Fulham í heimsókn á Pride Park leikvanginn í Derby. Rooney kom til Derby um áramótin en hafði spilað undanfarin tvö ár með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Wayne Rooney er alls kominn með 499 deildarleiki á Englandi og í þeim hefur hann skorað 210 mörk og gefið 105 stoðsendingar. 500@WayneRooney The former England captain is set to make his 500th English league appearance tonight for Derby v Fulham. Relive his best moments https://t.co/FNtPzydvXG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 21, 2020 Í tilefni af þessum stóru tímamótum á merkum ferli Wayne Rooney þá hefur Sky Sports tekið saman skemmtilegt yfirlit yfir eftirminnilegustu deildarleiki hans í Englandi. Þar má sjá finna upprifjun á bæði hæðum og lægðum hans allt frá fyrsta leiknum, fyrsta markinu og fyrsta rauða spjaldinu í stærstu stundirnar á glæsilegum tíma hans hjá Manchester United. Wayne Rooney er uppalinn hjá Everton og hóf meistaraflokksferil sinn þar á 2002-03 tímabilinu. Ronney náði að spila í tvö tímabil með Everton áður en Manchester United keypti hann haustið 2004. Wayne Rooney náði síðan að spila þrettán tímabil með Manchester United og vinna enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann spilaði síðan eitt tímabil með Everton (2017-18) áður en hann fór til Bandaríkjanna. Í samantekt Sky Sports má líka sjá fróðlega tölfræði frá ferli Rooney en hann hefur spilað deildarleiki á móti 43 félögum og skorað gegn 37 þeirra. Bretland Enski boltinn Tímamót Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. Næsti deildarleikur Wayne Rooney verður hans fimmhundruðasti í Englandi og í kvöld fær Derby County lið Fulham í heimsókn á Pride Park leikvanginn í Derby. Rooney kom til Derby um áramótin en hafði spilað undanfarin tvö ár með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Wayne Rooney er alls kominn með 499 deildarleiki á Englandi og í þeim hefur hann skorað 210 mörk og gefið 105 stoðsendingar. 500@WayneRooney The former England captain is set to make his 500th English league appearance tonight for Derby v Fulham. Relive his best moments https://t.co/FNtPzydvXG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 21, 2020 Í tilefni af þessum stóru tímamótum á merkum ferli Wayne Rooney þá hefur Sky Sports tekið saman skemmtilegt yfirlit yfir eftirminnilegustu deildarleiki hans í Englandi. Þar má sjá finna upprifjun á bæði hæðum og lægðum hans allt frá fyrsta leiknum, fyrsta markinu og fyrsta rauða spjaldinu í stærstu stundirnar á glæsilegum tíma hans hjá Manchester United. Wayne Rooney er uppalinn hjá Everton og hóf meistaraflokksferil sinn þar á 2002-03 tímabilinu. Ronney náði að spila í tvö tímabil með Everton áður en Manchester United keypti hann haustið 2004. Wayne Rooney náði síðan að spila þrettán tímabil með Manchester United og vinna enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann spilaði síðan eitt tímabil með Everton (2017-18) áður en hann fór til Bandaríkjanna. Í samantekt Sky Sports má líka sjá fróðlega tölfræði frá ferli Rooney en hann hefur spilað deildarleiki á móti 43 félögum og skorað gegn 37 þeirra.
Bretland Enski boltinn Tímamót Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira