Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2020 17:30 Lionel Messi var glaðbeittur á Camp Nou í dag enda gekk honum allt í haginn. vísir/getty Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. Messi hafði ekki skorað í fjórum leikjum í röð fyrir Barcelona, sem telst óvanalegt á þeim bænum, en var í miklu stuði í dag. Hann hefur nú skorað 18 mörk í deildinni í vetur og er markahæstur. Danski landsliðsframherjinn Martin Braithwaite lék sinn fyrsta leik fyrir Barcelona þegar hann kom inn á í stað Antoine Griezmann á 72. mínútu, og hann átti stóran þátt í síðustu tveimur mörkum Barcelona. Barcelona komst með sigrinum upp fyrir Real Madrid, er með 55 stig eftir 25 leiki, en Real á leik til góða við Levante í kvöld og getur með sigri komist í 56 stig. Spænski boltinn
Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. Messi hafði ekki skorað í fjórum leikjum í röð fyrir Barcelona, sem telst óvanalegt á þeim bænum, en var í miklu stuði í dag. Hann hefur nú skorað 18 mörk í deildinni í vetur og er markahæstur. Danski landsliðsframherjinn Martin Braithwaite lék sinn fyrsta leik fyrir Barcelona þegar hann kom inn á í stað Antoine Griezmann á 72. mínútu, og hann átti stóran þátt í síðustu tveimur mörkum Barcelona. Barcelona komst með sigrinum upp fyrir Real Madrid, er með 55 stig eftir 25 leiki, en Real á leik til góða við Levante í kvöld og getur með sigri komist í 56 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti