„Meginþungi góðrar stjórnunar eru lærð viðhorf og hegðun“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 09:00 Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey hvetur fyrirtæki til að þjálfa stjórnendur þannig að fleiri stjórnendur verði framúrskarandi. Vísir/Vilhelm „Stjórnendur skipta sköpum á öllum vinnustöðum og líkt og öflugir íþróttaþjálfarar leysa úr læðingi sameiginlegan slagkraft góðra leikmanna, þá eru framúrskarandi stjórnendur líklegri til að ná mun meiri árangri með sínum teymum en slakir eða meðalgóðir stjórnendur,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey. Að hennar sögn skapa framúrskarandi leiðtogar það skilyrði fyrir fólk að það geri sitt besta og við þetta styðja fjöldi rannsókna. „Þannig er fylgni á milli góðrar stjórnunar og helgunar starfsmanna, tryggðar viðskiptavina og árangurs í rekstri,“ segir Guðrún. Nýverið gerði FranklinCovey könnun meðal stjórnenda þar sem gerður var samanburður á viðhorfum og hegðun meðalgóðra stjórnenda og þeirra sem teljast framúrskarandi. Í slembiúrtaki voru 400 framlínustjórnendur en framlínustjórnendur eru fyrirtækjum oft sérstaklega mikilvægir fyrir þær sakir að þeir geta haft svo mikil áhrif á ánægju, tryggð og upplifun viðskiptavina. Í kynningu á niðurstöðum rannsóknar segir meðal annars: „Á öllum vinnustöðum er að finna stjórnendur með frábæra hæfileika – eða „topp 20 prósent framúrskarandi frammistöðu“. Áskorunin felst í því að færa 60 prósentin sem samanstanda af meðalgóðum stjórnendum í átt að hærra frammistöðustigi topp 20 prósentanna.“ Að sögn Guðrúnar sýndu niðurstöður að „mikil gjá“ er á milli þeirra sem teljast meðalgóðir stjórnendur og þeirra sem teljast framúrskarandi. Þar séu meðalgóðir stjórnendur að dragast aftur úr. „Meðal áhugaverðra niðurstaðna eru til dæmis þær að framúrskarandi stjórnendur eru mun líklegri til að markþjálfa sína liðsmenn og eiga við þá dagleg samskipti, þeir eru einnig líklegri til að veita og sækjast eftir endurgjöf, og afgerandi munur er á áherslu þeirra til stefnumarkandi hugsunar og forgangsröðunar,“ segir Guðrún. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur viðhorf stjórnenda til sinna eigin getu mikið að segja. Þá sýndi rannsóknin að stjórnendur eru að fást við sams konar áskoranir en að árangur þeirra væri mismunandi eftir því hvort þeir teljast framúrskarandi eða meðalgóðir. Framúrskarandi hafa meiri trú á því sjálfir að þeir geti náð árangri og eru líklegri til að vilja hjálpa teymum sínum í gegnum breytingar.Vísir/FranklinCovey Framúrskarandi stjórnandi eins og öflugur íþróttaþjálfari „Þegar allt kemur til alls eru leiðtogar einungis jafn góðir og árangurinn sem þeir ná. Framúrskarandi stjórnendur eru nærri þrisvar sinnum líklegri en meðalgóðir stjórnendur til að hafa trú á getu sinni til að ná þeim árangri sem er vænst og þeir eru tvisvar sinnum líklegri til að segja að þeir geti stýrt verkefni með árangursríkum hætti allt til loka þess,“ segir Guðrún. Máli sínu til frekari stuðnings bendir hún á rannsókn Harvard Business Review, „Proof that Good Managers Really Do Make a Difference,“ sem sýndi fram á mikla fylgni betri stjórnunar við umtalsvert aukna framleiðni, verðmætasköpun og vaxandi sölu. Eins bendir Guðrún á rannsókn World Management Survey en þar sýna niðurstöður jákvæða fylgni þeirra þjóða sem leggja rækt við góða stjórnunarhætti og vergrar þjóðarframleiðslu. En hvað þarf til að verða framúrskarandi stjórnandi? „Í stuttu máli má segja að framúrskarandi stjórnendur, líkt og árangursríkir einstaklingar, búa að góðum karakter og góðri færni. Karakter okkar einkennist til dæmis af heilindum, auðmýkt, kjarki og ásetningi en færni okkar einkennist af þekkingu, reynslu og árangri,“ segir Guðrún og bætir við „Sumir eiginleikar forystu kunna að vera meðfæddir, en meginþungi góðrar stjórnunar eru lærð viðhorf og hegðun. Ef þú hugsar um hvernig stjórnandi þú varst fyrir fimm árum og metur sjálfa þig í dag efast ég ekki um að það hafa orðið mikil breyting til batnaðar á þessum árum.“ Guðrún segir auðvelt að líkja stjórnun við íþróttir og bendir líka á að framlínustjórnendur þurfa aðra þjálfun en æðstu stjórnendur. „Mikilvægt er að muna að líkt og í íþróttum verður góð frammistaða ekki bara til með lestri góðra bóka, fjölda háskólagráða, áhorf á myndbönd eða þátttöku í „info-tainment“ fyrirlestrum. Aukin frammistaða byggir á sannreyndum aðferðum, þjálfun, samtölum, 360° mati, æfingum, þjálfun og aðgangi að góðum stuðningi. Einnig er afgerandi að höfða til ólíkra viðfangsefna stjórnenda á mismunandi stigum skipuritsins. Framlínustjórnendur þurfa aðra þjálfun en æðstu stjórnendur.“ Að lokum segir Guðrún að bestu vinnustaðirnir leggi rækt við allan stjórnendahópinn með hliðsjón af stefnu vinnustaðarins og skapa markvisst menningu til árangurs. „Lífstíðarlærdómur þjónar sérstaklega vel árangri stjórnenda.“ Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Stjórnendur skipta sköpum á öllum vinnustöðum og líkt og öflugir íþróttaþjálfarar leysa úr læðingi sameiginlegan slagkraft góðra leikmanna, þá eru framúrskarandi stjórnendur líklegri til að ná mun meiri árangri með sínum teymum en slakir eða meðalgóðir stjórnendur,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey. Að hennar sögn skapa framúrskarandi leiðtogar það skilyrði fyrir fólk að það geri sitt besta og við þetta styðja fjöldi rannsókna. „Þannig er fylgni á milli góðrar stjórnunar og helgunar starfsmanna, tryggðar viðskiptavina og árangurs í rekstri,“ segir Guðrún. Nýverið gerði FranklinCovey könnun meðal stjórnenda þar sem gerður var samanburður á viðhorfum og hegðun meðalgóðra stjórnenda og þeirra sem teljast framúrskarandi. Í slembiúrtaki voru 400 framlínustjórnendur en framlínustjórnendur eru fyrirtækjum oft sérstaklega mikilvægir fyrir þær sakir að þeir geta haft svo mikil áhrif á ánægju, tryggð og upplifun viðskiptavina. Í kynningu á niðurstöðum rannsóknar segir meðal annars: „Á öllum vinnustöðum er að finna stjórnendur með frábæra hæfileika – eða „topp 20 prósent framúrskarandi frammistöðu“. Áskorunin felst í því að færa 60 prósentin sem samanstanda af meðalgóðum stjórnendum í átt að hærra frammistöðustigi topp 20 prósentanna.“ Að sögn Guðrúnar sýndu niðurstöður að „mikil gjá“ er á milli þeirra sem teljast meðalgóðir stjórnendur og þeirra sem teljast framúrskarandi. Þar séu meðalgóðir stjórnendur að dragast aftur úr. „Meðal áhugaverðra niðurstaðna eru til dæmis þær að framúrskarandi stjórnendur eru mun líklegri til að markþjálfa sína liðsmenn og eiga við þá dagleg samskipti, þeir eru einnig líklegri til að veita og sækjast eftir endurgjöf, og afgerandi munur er á áherslu þeirra til stefnumarkandi hugsunar og forgangsröðunar,“ segir Guðrún. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur viðhorf stjórnenda til sinna eigin getu mikið að segja. Þá sýndi rannsóknin að stjórnendur eru að fást við sams konar áskoranir en að árangur þeirra væri mismunandi eftir því hvort þeir teljast framúrskarandi eða meðalgóðir. Framúrskarandi hafa meiri trú á því sjálfir að þeir geti náð árangri og eru líklegri til að vilja hjálpa teymum sínum í gegnum breytingar.Vísir/FranklinCovey Framúrskarandi stjórnandi eins og öflugur íþróttaþjálfari „Þegar allt kemur til alls eru leiðtogar einungis jafn góðir og árangurinn sem þeir ná. Framúrskarandi stjórnendur eru nærri þrisvar sinnum líklegri en meðalgóðir stjórnendur til að hafa trú á getu sinni til að ná þeim árangri sem er vænst og þeir eru tvisvar sinnum líklegri til að segja að þeir geti stýrt verkefni með árangursríkum hætti allt til loka þess,“ segir Guðrún. Máli sínu til frekari stuðnings bendir hún á rannsókn Harvard Business Review, „Proof that Good Managers Really Do Make a Difference,“ sem sýndi fram á mikla fylgni betri stjórnunar við umtalsvert aukna framleiðni, verðmætasköpun og vaxandi sölu. Eins bendir Guðrún á rannsókn World Management Survey en þar sýna niðurstöður jákvæða fylgni þeirra þjóða sem leggja rækt við góða stjórnunarhætti og vergrar þjóðarframleiðslu. En hvað þarf til að verða framúrskarandi stjórnandi? „Í stuttu máli má segja að framúrskarandi stjórnendur, líkt og árangursríkir einstaklingar, búa að góðum karakter og góðri færni. Karakter okkar einkennist til dæmis af heilindum, auðmýkt, kjarki og ásetningi en færni okkar einkennist af þekkingu, reynslu og árangri,“ segir Guðrún og bætir við „Sumir eiginleikar forystu kunna að vera meðfæddir, en meginþungi góðrar stjórnunar eru lærð viðhorf og hegðun. Ef þú hugsar um hvernig stjórnandi þú varst fyrir fimm árum og metur sjálfa þig í dag efast ég ekki um að það hafa orðið mikil breyting til batnaðar á þessum árum.“ Guðrún segir auðvelt að líkja stjórnun við íþróttir og bendir líka á að framlínustjórnendur þurfa aðra þjálfun en æðstu stjórnendur. „Mikilvægt er að muna að líkt og í íþróttum verður góð frammistaða ekki bara til með lestri góðra bóka, fjölda háskólagráða, áhorf á myndbönd eða þátttöku í „info-tainment“ fyrirlestrum. Aukin frammistaða byggir á sannreyndum aðferðum, þjálfun, samtölum, 360° mati, æfingum, þjálfun og aðgangi að góðum stuðningi. Einnig er afgerandi að höfða til ólíkra viðfangsefna stjórnenda á mismunandi stigum skipuritsins. Framlínustjórnendur þurfa aðra þjálfun en æðstu stjórnendur.“ Að lokum segir Guðrún að bestu vinnustaðirnir leggi rækt við allan stjórnendahópinn með hliðsjón af stefnu vinnustaðarins og skapa markvisst menningu til árangurs. „Lífstíðarlærdómur þjónar sérstaklega vel árangri stjórnenda.“
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira