Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 15:29 269 voru á kjörskrá en stór hluti slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru á svokölluðum undanþágulistum sem þýðir í raun að þeir mega ekki fara í verkföll. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) samþykkti boðun verkfallsaðgerða í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 18. til 21. febrúar. Svo segir í tilkynningu frá BSRB. Alls samþykktu 79,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði verkfallsboðunina. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var afar góð, en um 68,4 prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. 269 voru á kjörskrá en stór hluti slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru á svokölluðum undanþágulistum sem þýðir í raun að þeir mega ekki fara í verkföll. Aðgerðir LSS beinast bæði að ríkinu og sveitarfélögum í landinu og hefjast þriðjudaginn 10. mars. Aðgerðum má skipta í tvo flokka Aðgerðirnar verða tímasettar samhliða aðgerðum annarra aðildarfélaga BSRB sem boðað hafa til verkfallsaðgerða frá 9. mars næstkomandi. Alls hafa nú sextán aðildarfélög bandalagsins tilkynnt viðsemjendum um umfangsmiklar verkfallsaðgerðir sem ná munu hámarki með ótímabundnu allsherjarverkfalli þann 15. apríl næstkomandi, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Í tilkynningunni frá BSRB segir að boðuðum aðgerðum megi skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi mun þorri félagsmanna hjá ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf á ákveðnum dögum. Þessi hópur mun leggja niður störf dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl. Félagar í LSS munu leggja niður störf dagana 10. mars, 18. mars, 26. mars og 1. apríl. Í öðru lagi munu smærri hópar félagsmanna ákveðinna aðildarfélaga verða í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Í þeim hópi eru meðal annars starfsmenn í grunnskólum og leiðbeinendur á frístundaheimilum á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness auk starfsmanna hjá Skattinum og sýslumannsembættum um allt land. Ótímabundið allsherjarverkfall 15. apríl Þessar aðgerðir munu halda áfram fram í dymbilviku, en hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu félagsmenn sextán aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum fara í ótímabundið allsherjarverkfall þar til samningar hafa tekist. Félagsmenn í eftirtöldum félögum hafa samþykkt boðun verkfalls: Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu Sjúkraliðafélag Íslands Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Starfsmannafélag Fjallabyggðar Starfsmannafélag Fjarðabyggðar Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Suðurnesja Starfsmannafélag Vestmannaeyja Þrjú félög til viðbótar; Landssamband lögreglumanna, Tollvarðafélag Íslands og Félag starfsmanna stjórnarráðsins, hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar, en félagsmenn þeirra hafa ekki verkfallsrétt og munu félögin því ekki boða til sambærilegra aðgerða. Þá styðja fangaverðir, sem eru í Sameyki en hafa ekki verkfallsrétt, aðgerðirnar þó þeir verði að standa utan við þær. Félögin hafa verið kjarasamningslaus frá 1. apríl 2019, eða í tæplega ellefu mánuði. Kjarasamningsviðræður munu halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða hjá aðildarfélögum BSRB. Kjaramál Sjúkraflutningar Slökkvilið Verkföll 2020 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Mikill meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) samþykkti boðun verkfallsaðgerða í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 18. til 21. febrúar. Svo segir í tilkynningu frá BSRB. Alls samþykktu 79,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði verkfallsboðunina. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var afar góð, en um 68,4 prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. 269 voru á kjörskrá en stór hluti slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru á svokölluðum undanþágulistum sem þýðir í raun að þeir mega ekki fara í verkföll. Aðgerðir LSS beinast bæði að ríkinu og sveitarfélögum í landinu og hefjast þriðjudaginn 10. mars. Aðgerðum má skipta í tvo flokka Aðgerðirnar verða tímasettar samhliða aðgerðum annarra aðildarfélaga BSRB sem boðað hafa til verkfallsaðgerða frá 9. mars næstkomandi. Alls hafa nú sextán aðildarfélög bandalagsins tilkynnt viðsemjendum um umfangsmiklar verkfallsaðgerðir sem ná munu hámarki með ótímabundnu allsherjarverkfalli þann 15. apríl næstkomandi, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Í tilkynningunni frá BSRB segir að boðuðum aðgerðum megi skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi mun þorri félagsmanna hjá ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf á ákveðnum dögum. Þessi hópur mun leggja niður störf dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl. Félagar í LSS munu leggja niður störf dagana 10. mars, 18. mars, 26. mars og 1. apríl. Í öðru lagi munu smærri hópar félagsmanna ákveðinna aðildarfélaga verða í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Í þeim hópi eru meðal annars starfsmenn í grunnskólum og leiðbeinendur á frístundaheimilum á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness auk starfsmanna hjá Skattinum og sýslumannsembættum um allt land. Ótímabundið allsherjarverkfall 15. apríl Þessar aðgerðir munu halda áfram fram í dymbilviku, en hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu félagsmenn sextán aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum fara í ótímabundið allsherjarverkfall þar til samningar hafa tekist. Félagsmenn í eftirtöldum félögum hafa samþykkt boðun verkfalls: Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu Sjúkraliðafélag Íslands Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Starfsmannafélag Fjallabyggðar Starfsmannafélag Fjarðabyggðar Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Suðurnesja Starfsmannafélag Vestmannaeyja Þrjú félög til viðbótar; Landssamband lögreglumanna, Tollvarðafélag Íslands og Félag starfsmanna stjórnarráðsins, hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar, en félagsmenn þeirra hafa ekki verkfallsrétt og munu félögin því ekki boða til sambærilegra aðgerða. Þá styðja fangaverðir, sem eru í Sameyki en hafa ekki verkfallsrétt, aðgerðirnar þó þeir verði að standa utan við þær. Félögin hafa verið kjarasamningslaus frá 1. apríl 2019, eða í tæplega ellefu mánuði. Kjarasamningsviðræður munu halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða hjá aðildarfélögum BSRB.
Kjaramál Sjúkraflutningar Slökkvilið Verkföll 2020 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira