Fengu að hita upp fyrir Ásgeir á Íslendingatónleikum í Osló Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2020 12:30 Gunnar á sviðinu í Osló um helgina. „Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni. Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál,“ segir Gunnar Valdimarsson sem er í rokksveitinni Gunnar the fifth og frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi við lagið Fell off a ledge. Sveitin hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tónleikum í Osló um helgina og voru um tólf hundruð manns á tónleikunum og mikið af Íslendingum. „Það var mikið gert grín að Tom, sem spilar á gítar í bandinu, því hann er Breti og skildi ekki allt sem ég sagði. Við náðum salnum svo vel með okkur og tökum þetta gigg með okkur inn í framtíðina. Þetta var geggjað gaman og Ásgeir er svo mikill öðlingur og það var gaman fyrir hina meðlimina að hitta Ásgeir loksins. Við sömdum eitt lag saman í fyrra en hinir tveir í bandinu höfðu ekki hitt hann.“ Gunnar segir að myndbandið sé spaugileg útgáfa af því sem meðlimir bandsins hafa gengið í gegnum. „Við erum allir mjög góðir vinir og atburðir myndbandsins eru svona smá stæling á því sem gerist oft. Þetta var einstaklega fallegur dagur á höfninni. Bróðir minn, hann Kristján, var svo góður að lána okkur tvo báta á höfninni. Annar þeirra er hans og svo á kærastan hans líka bát þarna. Þarna búa þau ásamt köttum og eru búin að skapa sér gott líf.“ Hér má hlusta á nýja plötu Gunnar the fifht en hér að neðan má sjá myndbandið. Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni. Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál,“ segir Gunnar Valdimarsson sem er í rokksveitinni Gunnar the fifth og frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi við lagið Fell off a ledge. Sveitin hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tónleikum í Osló um helgina og voru um tólf hundruð manns á tónleikunum og mikið af Íslendingum. „Það var mikið gert grín að Tom, sem spilar á gítar í bandinu, því hann er Breti og skildi ekki allt sem ég sagði. Við náðum salnum svo vel með okkur og tökum þetta gigg með okkur inn í framtíðina. Þetta var geggjað gaman og Ásgeir er svo mikill öðlingur og það var gaman fyrir hina meðlimina að hitta Ásgeir loksins. Við sömdum eitt lag saman í fyrra en hinir tveir í bandinu höfðu ekki hitt hann.“ Gunnar segir að myndbandið sé spaugileg útgáfa af því sem meðlimir bandsins hafa gengið í gegnum. „Við erum allir mjög góðir vinir og atburðir myndbandsins eru svona smá stæling á því sem gerist oft. Þetta var einstaklega fallegur dagur á höfninni. Bróðir minn, hann Kristján, var svo góður að lána okkur tvo báta á höfninni. Annar þeirra er hans og svo á kærastan hans líka bát þarna. Þarna búa þau ásamt köttum og eru búin að skapa sér gott líf.“ Hér má hlusta á nýja plötu Gunnar the fifht en hér að neðan má sjá myndbandið.
Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira