Veikindi flugfreyja: Rannsókn beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2020 10:12 Upplýsingafulltrúi Isavia segir ljóst að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. vísir/vilhelm Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja um borð í vél Icelandair sem snúið var við skömmu eftir flugtak þann 4. janúar á síðasta ári beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi. Rannsókn á þessu máli og tveimur öðrum sambærilegum málum hafa verið sameinaðar í eina rannsókn. Í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndarinnar vegna veikindanna sem komu upp í janúar á síðasta ári segir að við rannsókn hafi komið í ljós að þrjár flugfreyjur hafi veikst í fluginu, auk þess sem að ein til viðbótar fann fyrir vægari einkennum. Ein flugfreyja varð óvinnufær í fluginu en svo heppilega vildi til að læknir var um borð í vélinni. Gat hann sinn umönnun þeirrar sem varð óvinnufær. Tilkynning um málið bast rannsóknarnefndinni á meðan flugvélin var enn í loftinu. Segir í stöðuskýrslunni að starfsmönnum nefndarinnar hafi því gefist kostur á að taka á móti flugvélinni og taka efnasýni um borð í henni strax að lokinni lendingu, eitthvað sem hafi ekki gefist kostur á við rannsókn á tveimur öðrum sambærilegum málum sem tengjast Boeing 767 vélum. Til skoðunar er hvort starfsumhverfi flugfreyjanna tengist veikindunum og beinist rannsóknin að hreyflum og hreyflaviðhaldi, að því er segir í stöðuskýrslunni. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Fréttir af flugi Icelandair Samgönguslys Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58 Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47 Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja um borð í vél Icelandair sem snúið var við skömmu eftir flugtak þann 4. janúar á síðasta ári beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi. Rannsókn á þessu máli og tveimur öðrum sambærilegum málum hafa verið sameinaðar í eina rannsókn. Í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndarinnar vegna veikindanna sem komu upp í janúar á síðasta ári segir að við rannsókn hafi komið í ljós að þrjár flugfreyjur hafi veikst í fluginu, auk þess sem að ein til viðbótar fann fyrir vægari einkennum. Ein flugfreyja varð óvinnufær í fluginu en svo heppilega vildi til að læknir var um borð í vélinni. Gat hann sinn umönnun þeirrar sem varð óvinnufær. Tilkynning um málið bast rannsóknarnefndinni á meðan flugvélin var enn í loftinu. Segir í stöðuskýrslunni að starfsmönnum nefndarinnar hafi því gefist kostur á að taka á móti flugvélinni og taka efnasýni um borð í henni strax að lokinni lendingu, eitthvað sem hafi ekki gefist kostur á við rannsókn á tveimur öðrum sambærilegum málum sem tengjast Boeing 767 vélum. Til skoðunar er hvort starfsumhverfi flugfreyjanna tengist veikindunum og beinist rannsóknin að hreyflum og hreyflaviðhaldi, að því er segir í stöðuskýrslunni. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi.
Fréttir af flugi Icelandair Samgönguslys Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58 Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47 Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25
Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58
Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47
Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45