Ragnar Bjarnason látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2020 11:25 Ragnar Bjarnason skemmti mörgum Íslendingnum á löngum ferli. Íbúar á dvalarheimilinu Höfða nutu hans árið 2010 þegar þessi mynd var tekin. Höfði Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærkvöldi. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. Ragnar fæddist í Reykjavík sonur hjónanna Bjarna Böðvarssonar og Láru Magnúsdóttur sem voru bæði mikið tónlistarfólk. Móðir hans var ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins og söng með Dómkirkjukórnum í marga áratugi. Faðir hans var hljómsveitarstjóri og hljómsveit hans sem bar nafn hans var landsfræg á sínum tíma. Sjá einnig: Eilífðartöffari kveður sviðið Ragnar hóf ekki tónlistarferil sinn sem söngvari, heldur sem trommuleikari, en þegar hann var 16 ára söng hann ásamt Sigurði Ólafssyni inn á lakkplötu tvö lög sem komu út áratugum seinna á safndiski í tilefni 75 ára afmælis hans. Rætt var við Ragnar í Íslandi í dag í tilefni af 80 ára afmælinu á sínum tíma árið 2014. Ragnar kom víða við á löngum ferli. Hann söng með Hljómsveit Svavars Gests og varð svo söngvari hjá KK sextettinum. Síðar gekk hann til liðs við hljómsveit Björns R. Einarssonar en stoppaði þar stutt og var kominn í Hljómsveit Svavars Gests árið 1960. Ragnar starfaði erlendis í nokkur ár en gekk svo aftur til liðs við hljómsveit Svavars áður en hann stofnaði sína eigin hljómsveit. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar spilaði í 19 ár á Hótel Sögu. Árið 1972 stofnaði Ragnar ásamt fleirum Sumargleðina og fór hún um landið þvert og endilangt árum saman og naut mikilla vinsælda. Ragnar, sem alla jafna var kallaður Raggi Bjarna, hélt síðustu stórtónleika sína í Hörpu í september. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragnars eru Bjarni Ómar Ragnarsson, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson. Andlát Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00 Forsetinn um Ragnar Bjarnason: Þú ert snillingur Ólafur Ragnar Grímsson kom Ragnari Bjarnasyni söngvara og gestum á afmælistónleikum hans í Hörpu skemmtilega á óvart þegar hann birtist á breiðtjaldi á tónleikunum og las kveðju fyrir afmælisbarnið. Ragnar, eða Raggi Bjarna eins og hann er nú oftast kallaður, var að fagna áttræðisafmælinu sínu. 22. september 2014 10:12 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta í tónlistinni, enda líði honum best þar. 22. september 2014 10:49 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærkvöldi. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. Ragnar fæddist í Reykjavík sonur hjónanna Bjarna Böðvarssonar og Láru Magnúsdóttur sem voru bæði mikið tónlistarfólk. Móðir hans var ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins og söng með Dómkirkjukórnum í marga áratugi. Faðir hans var hljómsveitarstjóri og hljómsveit hans sem bar nafn hans var landsfræg á sínum tíma. Sjá einnig: Eilífðartöffari kveður sviðið Ragnar hóf ekki tónlistarferil sinn sem söngvari, heldur sem trommuleikari, en þegar hann var 16 ára söng hann ásamt Sigurði Ólafssyni inn á lakkplötu tvö lög sem komu út áratugum seinna á safndiski í tilefni 75 ára afmælis hans. Rætt var við Ragnar í Íslandi í dag í tilefni af 80 ára afmælinu á sínum tíma árið 2014. Ragnar kom víða við á löngum ferli. Hann söng með Hljómsveit Svavars Gests og varð svo söngvari hjá KK sextettinum. Síðar gekk hann til liðs við hljómsveit Björns R. Einarssonar en stoppaði þar stutt og var kominn í Hljómsveit Svavars Gests árið 1960. Ragnar starfaði erlendis í nokkur ár en gekk svo aftur til liðs við hljómsveit Svavars áður en hann stofnaði sína eigin hljómsveit. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar spilaði í 19 ár á Hótel Sögu. Árið 1972 stofnaði Ragnar ásamt fleirum Sumargleðina og fór hún um landið þvert og endilangt árum saman og naut mikilla vinsælda. Ragnar, sem alla jafna var kallaður Raggi Bjarna, hélt síðustu stórtónleika sína í Hörpu í september. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragnars eru Bjarni Ómar Ragnarsson, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson.
Andlát Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00 Forsetinn um Ragnar Bjarnason: Þú ert snillingur Ólafur Ragnar Grímsson kom Ragnari Bjarnasyni söngvara og gestum á afmælistónleikum hans í Hörpu skemmtilega á óvart þegar hann birtist á breiðtjaldi á tónleikunum og las kveðju fyrir afmælisbarnið. Ragnar, eða Raggi Bjarna eins og hann er nú oftast kallaður, var að fagna áttræðisafmælinu sínu. 22. september 2014 10:12 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta í tónlistinni, enda líði honum best þar. 22. september 2014 10:49 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Jólalag dagsins: Raggi Bjarna syngur Er líða fer að jólum með Togga Tempó á píanóinu Þrettándi desember er runninn upp og því ellefu dagar til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 13. desember 2019 07:00
Forsetinn um Ragnar Bjarnason: Þú ert snillingur Ólafur Ragnar Grímsson kom Ragnari Bjarnasyni söngvara og gestum á afmælistónleikum hans í Hörpu skemmtilega á óvart þegar hann birtist á breiðtjaldi á tónleikunum og las kveðju fyrir afmælisbarnið. Ragnar, eða Raggi Bjarna eins og hann er nú oftast kallaður, var að fagna áttræðisafmælinu sínu. 22. september 2014 10:12
Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54
Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Hann segist ekki tilbúinn að hætta í tónlistinni, enda líði honum best þar. 22. september 2014 10:49
Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15