Guðmundur tekur við Melsungen Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2020 17:08 Guðmundur Guðmundsson er öllum hnútum kunnugur í þýsku 1. deildinni. vísir/epa Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi. Guðmundur er ráðinn til loka yfirstandandi leiktíðar en ef gagnkvæmur vilji er til þess þá er möguleiki á að hann geri svo samning til lengri tíma. Guðmundur mun áfram stýra íslenska landsliðinu samhliða nýja starfinu. Í yfirlýsingu frá HSÍ segir að Guðmundur hafi verið í samráði við sambandið allt frá því að viðræður við Melsungen hófust og að nýja starfið muni engin áhrif hafa á störf Guðmundar sem landsliðsþjálfari. Melsungen er sem stendur í 7. sæti efstu deildar Þýskalands með 28 stig eftir 23 leiki. Félagið greindi frá því í gær að Heiko Grimm hefði verið sagt upp störfum og að leit væri hafin að arftaka hans. „Okkur tókst að ráða reyndan þjálfara sem er vel þekktur í deildinni og með frábæran feril sem landsliðsþjálfari,“ sagði í yfirlýsingu Melsungen. Guðmundur þjálfaði síðast í Þýskalandi þegar hann stýrði Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014, en undir hans stjórn vann liðið EHF-keppnina árið 2013. Síðan þá hefur Guðmundur þjálfað landslið, fyrst Danmörku sem hann gerði að Ólympíumeistara 2016, svo Barein og loks Íslands frá árinu 2018. Axel Geerken, stjórnarmaður hjá Melsungen, segir að Guðmundur hafi ekki verið lengi að taka ákvörðun þegar til hans var leitað: „Hann var mjög ánægður með þetta og ákvað sig nánast á stundinni. Melsungen væri með spennandi hóp sem enn getur afrekað eitthvað á þessu tímabili. Hann hlakkaði til að snúa aftur í þýsku deildina,“ sagði Geerken í yfirlýsingu Melsungen. „Það er alls ekki sjálfgefið að fá þjálfara í þessum klassa. Sérstaklega á svona skömmum tíma. Það var auðvitað viss heppni fólgin í því. Við erum þeim mun ánægðari með afstöðu Guðmundar og vilja til að byrja með liðið á laugardaginn,“ sagði Geerken. Guðmundur verður formlega kynntur til leiks hjá Melsungen á blaðamannafundi á föstudaginn. Hann mun fylgjast með leik liðsins við Bergischer annað kvöld í sjónvarpi en Melsungen tekur svo á móti Bjerringbro-Silkeborg í EHF-keppninni á laugardagskvöld. Þýski handboltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi. Guðmundur er ráðinn til loka yfirstandandi leiktíðar en ef gagnkvæmur vilji er til þess þá er möguleiki á að hann geri svo samning til lengri tíma. Guðmundur mun áfram stýra íslenska landsliðinu samhliða nýja starfinu. Í yfirlýsingu frá HSÍ segir að Guðmundur hafi verið í samráði við sambandið allt frá því að viðræður við Melsungen hófust og að nýja starfið muni engin áhrif hafa á störf Guðmundar sem landsliðsþjálfari. Melsungen er sem stendur í 7. sæti efstu deildar Þýskalands með 28 stig eftir 23 leiki. Félagið greindi frá því í gær að Heiko Grimm hefði verið sagt upp störfum og að leit væri hafin að arftaka hans. „Okkur tókst að ráða reyndan þjálfara sem er vel þekktur í deildinni og með frábæran feril sem landsliðsþjálfari,“ sagði í yfirlýsingu Melsungen. Guðmundur þjálfaði síðast í Þýskalandi þegar hann stýrði Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014, en undir hans stjórn vann liðið EHF-keppnina árið 2013. Síðan þá hefur Guðmundur þjálfað landslið, fyrst Danmörku sem hann gerði að Ólympíumeistara 2016, svo Barein og loks Íslands frá árinu 2018. Axel Geerken, stjórnarmaður hjá Melsungen, segir að Guðmundur hafi ekki verið lengi að taka ákvörðun þegar til hans var leitað: „Hann var mjög ánægður með þetta og ákvað sig nánast á stundinni. Melsungen væri með spennandi hóp sem enn getur afrekað eitthvað á þessu tímabili. Hann hlakkaði til að snúa aftur í þýsku deildina,“ sagði Geerken í yfirlýsingu Melsungen. „Það er alls ekki sjálfgefið að fá þjálfara í þessum klassa. Sérstaklega á svona skömmum tíma. Það var auðvitað viss heppni fólgin í því. Við erum þeim mun ánægðari með afstöðu Guðmundar og vilja til að byrja með liðið á laugardaginn,“ sagði Geerken. Guðmundur verður formlega kynntur til leiks hjá Melsungen á blaðamannafundi á föstudaginn. Hann mun fylgjast með leik liðsins við Bergischer annað kvöld í sjónvarpi en Melsungen tekur svo á móti Bjerringbro-Silkeborg í EHF-keppninni á laugardagskvöld.
Þýski handboltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira