Ótrúlegur fjöldi meiðsla hjá KR í vetur | Eins og það séu álög á okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2020 10:30 Ingi Þór hefur eðlilega áhyggjur af stöðu síns liðs. vísir/daníel þór Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. „Hann fékk þumalinn á Mike Craion á kaf í augað á æfingu. Hann fékk stóran skurð undir augað, himna rifnaði og augnbotninn brotnaði. Hann sér tvöfalt og ástandið á honum ekki gott,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, áhyggjufullur. „Það kemur í ljós eftir viku hvort að hann þurfi að fara í aðgerð. Framhaldið er óljóst hjá honum en þetta eru erfið og alvarleg meiðsli.“ KR-ingar sömdu á dögunum aftur við Mike DiNunno sem var stórkostlegur með KR í fyrra. Hann var þá meiddur en átti að vera tilbúinn í mars. Það er ekki að fara að ganga eftir. „Hann fór í ökklaaðgerð á Spáni og fór svo heim til Bandaríkjanna. Hann ætlaði að vera kominn til okkar en læknirinn hans í Bandaríkjunum bannaði honum að fara. Hann átti að geta byrjað að spila í mars en það er ekki að fara að gerast. Mike er byrjaður að æfa en hvenær hann getur spilað körfubolta kemur í ljós síðar. Við höfum samt ekki afskrifað hann,“ segir þjálfari Íslandsmeistara síðustu sex ára. Meiðslasaga KR-liðsins í vetur er með ólíkindum en felstir lykilmenn liðsins hafa meira og minna verið laskaðir í vetur. Björn Kristjánsson mun ekki spila meira og bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir eru báðir að glíma við meiðsli. Michael Craion er með beinbjúgu í hnénu og Jón Arnór er ekki upp á sitt besta frekar en Kristófer Acox sem var frá um tíma á dögunum. „Þetta er búinn að vera asnalegur vetur. Í raun hefur þetta verið algjört grín. Ég hef aldrei lent í svona á 30 ára ferli. Það er eins og það séu einhver álög á okkur. Eins og einhver sé með Vúdú-dúkkur að meiða okkur,“ segir Ingi Þór svekktur. KR á mjög mikilvæga leiki á næstu dögum. Um helgina spilar liðið í Njarðvík og á föstudaginn eftir viku tekur liðið á móti Stjörnunni í DHL-höllinni. Dominos-deild karla Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Ástandið í herbúðum Íslandsmeistara KR í körfubolta er ekki gott en nú síðast meiddist Króatinn Dino Cinac mjög alvarlega á auga. „Hann fékk þumalinn á Mike Craion á kaf í augað á æfingu. Hann fékk stóran skurð undir augað, himna rifnaði og augnbotninn brotnaði. Hann sér tvöfalt og ástandið á honum ekki gott,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, áhyggjufullur. „Það kemur í ljós eftir viku hvort að hann þurfi að fara í aðgerð. Framhaldið er óljóst hjá honum en þetta eru erfið og alvarleg meiðsli.“ KR-ingar sömdu á dögunum aftur við Mike DiNunno sem var stórkostlegur með KR í fyrra. Hann var þá meiddur en átti að vera tilbúinn í mars. Það er ekki að fara að ganga eftir. „Hann fór í ökklaaðgerð á Spáni og fór svo heim til Bandaríkjanna. Hann ætlaði að vera kominn til okkar en læknirinn hans í Bandaríkjunum bannaði honum að fara. Hann átti að geta byrjað að spila í mars en það er ekki að fara að gerast. Mike er byrjaður að æfa en hvenær hann getur spilað körfubolta kemur í ljós síðar. Við höfum samt ekki afskrifað hann,“ segir þjálfari Íslandsmeistara síðustu sex ára. Meiðslasaga KR-liðsins í vetur er með ólíkindum en felstir lykilmenn liðsins hafa meira og minna verið laskaðir í vetur. Björn Kristjánsson mun ekki spila meira og bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir eru báðir að glíma við meiðsli. Michael Craion er með beinbjúgu í hnénu og Jón Arnór er ekki upp á sitt besta frekar en Kristófer Acox sem var frá um tíma á dögunum. „Þetta er búinn að vera asnalegur vetur. Í raun hefur þetta verið algjört grín. Ég hef aldrei lent í svona á 30 ára ferli. Það er eins og það séu einhver álög á okkur. Eins og einhver sé með Vúdú-dúkkur að meiða okkur,“ segir Ingi Þór svekktur. KR á mjög mikilvæga leiki á næstu dögum. Um helgina spilar liðið í Njarðvík og á föstudaginn eftir viku tekur liðið á móti Stjörnunni í DHL-höllinni.
Dominos-deild karla Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira