Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 16:15 Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 12 stig í sigri á Haukum í gær. Vísir/Bára Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. Valskonur eru áfram með átta stiga forskot á KR og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. KR er góðum málum í öðru sæti með sex stigum meira en næstu lið en baráttan um þriðja og fjórða sætið er mjög hörð. Haukakonum mistókst að bæta stöðu sína verulega þegar þær heimsóttu Keflavík en Keflavíkurkonur hafa rifið sig í gang eftir óvenju langa taphrinu og fögnuðu sínum öðru sigri í röð. Bikarmeistarar Skallagríms unnu líka sinn fyrsta leik eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni en Skallagrímsliðið hafði fyrst steinlegið fyrir Val og svo steinlegið fyrir flensunni sem þýddi að það varð að fresta leik liðsins í síðustu umferð. Arnar Björnsson fór yfir alla leikina í kvennakörfunni í gær og má sjá þá umfjöllun hans hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 23. umferð Domino´s deildar kvenna Snæfell veitti Val harða keppni framan af leik liðanna í Stykkishólmi, skoraði sjö af fyrstu níu stigunum og var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Valur náði fljótlega að jafna og vann 2. leikhlutann 39-17 og 20 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals, skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir fylgdi eftir góðum leik gegn Skallagrími og skoraði 20 stig og er þá búin að skora 46 stig í tveimur síðustu leikjum. Amarah Coleman skoraði 24 stig fyrir Snæfell, Emesa Vida 16 stig og tók 10 fráköst. Valur vann tíunda sigurinn í röð, 99-74 og er skrefi nær deildarmeistaratitilinum. Þegar 5 umferðir eru eftir er Valur með 8 stiga forystu á KR.KR varð fyrir mikilli blóðtöku því Hildur Björg Kjartansdóttir spilar ekki með liðinu næstu 6 vikurnar vegna höfuðmeiðsla. Án landsliðskonunnar lenti KR í basli með Breiðablik sem náði 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Fljótlega í öðrum leikhluta var KR komið á beinu brautina og var með 6 stiga forystu í hálfleik. Bilið hélt áfram að breikka, Sanja Orozovic skoraði 28 stig og tók 12 fráköst og Danielle Rodriquez skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Breiðablik skoraði 17 stig í seinni hálfleik, fjórum stigum minna en liðið gerði í 1. leikhluta. 98-68 urðu úrslitin. Danni Williams var í sérflokki hjá Blikum, skoraði 50 af 68 stigum liðsins, tók 15 fráköst og fiskaði 14 villur á KR-inga.Baráttan um næstu sæti er gríðarlega hörð. Keflavík og Haukar voru jöfn að stigum þegar flautað var til leiks í Keflavík. Haukar byrjuðu betur en Keflavík skoraði 10 síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var með 6 stiga forystu að honum loknum. Keflavíkurliðið hitt mjög vel úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna, 8 af 13 skotum þeirra rötuðu rétt leið. Haukar skoruðu 8 þriggja stiga körfur en þurftu til þess að skjóta þrjátíu og einu sinni. Danielle Morillo sá til þess að Keflavík var með þriggja stiga forystu í hálfleik, 39-36. Hún skoraði 30 stig og tók 18 fráköst. Þegar leið á þriðja leikhlutann náði Keflavík góðum tökum á leiknum og sigraði 79-74 og fylgdi eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 29 stig.Keflavík er einum sigri á undan Haukum og Skallagrími sem eigast við í frestuðum leik á sunnudag. Skallagrímur sótti Grindavík í heim í jöfnum leik þar sem liðin skiptust sextán sinnum á um að hafa forystu. Grindavík var með fjögurra stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta en Skallagrímur skoraði þá 9 stig í röð og vann 10 stiga sigur, 76-66. Keira Robinson skoraði 21 stig og Matthilde Poulsen 19. Emilie Sofie Hesseldal var nálægt þrennunni, skoraði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jordan Reynolds skoraði 19 stig og tók 22 fráköst fyrir Grindavík sem er einum sigri á eftir Breiðabliki í áttunda og neðsta sætinu. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. Valskonur eru áfram með átta stiga forskot á KR og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. KR er góðum málum í öðru sæti með sex stigum meira en næstu lið en baráttan um þriðja og fjórða sætið er mjög hörð. Haukakonum mistókst að bæta stöðu sína verulega þegar þær heimsóttu Keflavík en Keflavíkurkonur hafa rifið sig í gang eftir óvenju langa taphrinu og fögnuðu sínum öðru sigri í röð. Bikarmeistarar Skallagríms unnu líka sinn fyrsta leik eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni en Skallagrímsliðið hafði fyrst steinlegið fyrir Val og svo steinlegið fyrir flensunni sem þýddi að það varð að fresta leik liðsins í síðustu umferð. Arnar Björnsson fór yfir alla leikina í kvennakörfunni í gær og má sjá þá umfjöllun hans hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 23. umferð Domino´s deildar kvenna Snæfell veitti Val harða keppni framan af leik liðanna í Stykkishólmi, skoraði sjö af fyrstu níu stigunum og var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Valur náði fljótlega að jafna og vann 2. leikhlutann 39-17 og 20 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals, skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir fylgdi eftir góðum leik gegn Skallagrími og skoraði 20 stig og er þá búin að skora 46 stig í tveimur síðustu leikjum. Amarah Coleman skoraði 24 stig fyrir Snæfell, Emesa Vida 16 stig og tók 10 fráköst. Valur vann tíunda sigurinn í röð, 99-74 og er skrefi nær deildarmeistaratitilinum. Þegar 5 umferðir eru eftir er Valur með 8 stiga forystu á KR.KR varð fyrir mikilli blóðtöku því Hildur Björg Kjartansdóttir spilar ekki með liðinu næstu 6 vikurnar vegna höfuðmeiðsla. Án landsliðskonunnar lenti KR í basli með Breiðablik sem náði 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Fljótlega í öðrum leikhluta var KR komið á beinu brautina og var með 6 stiga forystu í hálfleik. Bilið hélt áfram að breikka, Sanja Orozovic skoraði 28 stig og tók 12 fráköst og Danielle Rodriquez skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Breiðablik skoraði 17 stig í seinni hálfleik, fjórum stigum minna en liðið gerði í 1. leikhluta. 98-68 urðu úrslitin. Danni Williams var í sérflokki hjá Blikum, skoraði 50 af 68 stigum liðsins, tók 15 fráköst og fiskaði 14 villur á KR-inga.Baráttan um næstu sæti er gríðarlega hörð. Keflavík og Haukar voru jöfn að stigum þegar flautað var til leiks í Keflavík. Haukar byrjuðu betur en Keflavík skoraði 10 síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var með 6 stiga forystu að honum loknum. Keflavíkurliðið hitt mjög vel úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna, 8 af 13 skotum þeirra rötuðu rétt leið. Haukar skoruðu 8 þriggja stiga körfur en þurftu til þess að skjóta þrjátíu og einu sinni. Danielle Morillo sá til þess að Keflavík var með þriggja stiga forystu í hálfleik, 39-36. Hún skoraði 30 stig og tók 18 fráköst. Þegar leið á þriðja leikhlutann náði Keflavík góðum tökum á leiknum og sigraði 79-74 og fylgdi eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 29 stig.Keflavík er einum sigri á undan Haukum og Skallagrími sem eigast við í frestuðum leik á sunnudag. Skallagrímur sótti Grindavík í heim í jöfnum leik þar sem liðin skiptust sextán sinnum á um að hafa forystu. Grindavík var með fjögurra stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta en Skallagrímur skoraði þá 9 stig í röð og vann 10 stiga sigur, 76-66. Keira Robinson skoraði 21 stig og Matthilde Poulsen 19. Emilie Sofie Hesseldal var nálægt þrennunni, skoraði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jordan Reynolds skoraði 19 stig og tók 22 fráköst fyrir Grindavík sem er einum sigri á eftir Breiðabliki í áttunda og neðsta sætinu.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira