Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir U17-lið Ajax í dag. Hann kom til Ajax í janúar frá Breiðablik.
Kristian skoraði markið á 71. mínútu í 2-2 jafntefli gegn PEC-Zwolle. Hann spilar á miðjunni og nýtur sín best sem sóknartengiliður.
71. GOAAAAL #AjaxO17!
— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020
Kristian Hlynsson... #ajapecpic.twitter.com/neaUSTKPdl
Undanfarnar vikur hefur hann spilað með bæði U16- og U17-liðum Ajax en hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki fyrir Breiðablik síðasta sumar. Hann er fæddur árið 2004 og er því 16 ára gamall.
Kristian er bróðir Ágústs Eðvalds Hlynssonar, sem varð bikarmeistari með Víkingi Reykjavík síðasta haust.