Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 14:28 Starfsfólk Arion banka í Borgartúni fylgdist með komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í Höfða í fyrra. Vísir/Vilhelm Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Í tilkynningu frá SSF segir að niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. Samhliða kvörtuninni sendir SSF erindi til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis. Í bréfinu er rifjuð upp hópuppsögn í Arion banka þann 26. september síðastliðinn þar sem 102 var sagt upp. Telur SSF að lokinni skoðun sinni á uppsögnunum ljóst að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til samráðs með raunhæfum hætti og þannig brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé einnig ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raunhæf réttarúrræði til að bregðast við brotum á borð við þetta. Bannað að segja sálu frá Uppsagnarferlinu í september er lýst í bréfinu en þar kemur fram að svo virðist sem ekki hafi haft raunverulegt samráð við trúnarðarmann starfsmanna eins og lög geri ráð fyrir. Einum trúnaðarmanni hafi verið tilkynnt óformlega viku fyrr að til skoðunar væri að segja upp ótilgreindum fjölda. Sami trúnaðarmaður hafi svo verið kallaður á fund stjórnenda 25. september og honum tilkynnt nánar um fyrirhugaðar uppsagnir daginn eftir. Þar hafi verið að tilkynna trúnaðarmanninum orðinn hlut og hann ekki haft neinn möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatöku bankans. „Enda var aldrei ætlun bankans að hleypa fulltrúum starfsmanna að því borði. Trúnaðarmanninum var auk þess bannað að segja sálu frá vitneskju sinni um fyriráætlanir bankans með vísun til innherjareglna - og þannig komið í veg fyrir að hann gæti ráðfært sig t.a.m. við sitt stéttarfélag.“ Breyta fjöldaviðmiðum SSF telur ljóst að málefni hópuppsagna þyrftu að heyra undir Félagsdóm, sæta refsiábyrgð og þar með vera rannsökuð af lögreglu eða færa í lög ákvæði þess efnis að uppsögn einstaks starfsmanns sem sagt er upp í hópuppsögn taki ekki gildi fyrr en eftir raunverulegt samráð. Loks hljóti að þurfa að breyta lögum um fjöldaviðmið hópuppsagna þannig að fyrirtæki geti ekki dreift uppsögnum yfir nokkur mánaðarmót. Þannig ætti að skoða hópuppsagir frekar með tilliti til tólf mánaða en ekki eins mánaðar í senn. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Í tilkynningu frá SSF segir að niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. Samhliða kvörtuninni sendir SSF erindi til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis. Í bréfinu er rifjuð upp hópuppsögn í Arion banka þann 26. september síðastliðinn þar sem 102 var sagt upp. Telur SSF að lokinni skoðun sinni á uppsögnunum ljóst að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til samráðs með raunhæfum hætti og þannig brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé einnig ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raunhæf réttarúrræði til að bregðast við brotum á borð við þetta. Bannað að segja sálu frá Uppsagnarferlinu í september er lýst í bréfinu en þar kemur fram að svo virðist sem ekki hafi haft raunverulegt samráð við trúnarðarmann starfsmanna eins og lög geri ráð fyrir. Einum trúnaðarmanni hafi verið tilkynnt óformlega viku fyrr að til skoðunar væri að segja upp ótilgreindum fjölda. Sami trúnaðarmaður hafi svo verið kallaður á fund stjórnenda 25. september og honum tilkynnt nánar um fyrirhugaðar uppsagnir daginn eftir. Þar hafi verið að tilkynna trúnaðarmanninum orðinn hlut og hann ekki haft neinn möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatöku bankans. „Enda var aldrei ætlun bankans að hleypa fulltrúum starfsmanna að því borði. Trúnaðarmanninum var auk þess bannað að segja sálu frá vitneskju sinni um fyriráætlanir bankans með vísun til innherjareglna - og þannig komið í veg fyrir að hann gæti ráðfært sig t.a.m. við sitt stéttarfélag.“ Breyta fjöldaviðmiðum SSF telur ljóst að málefni hópuppsagna þyrftu að heyra undir Félagsdóm, sæta refsiábyrgð og þar með vera rannsökuð af lögreglu eða færa í lög ákvæði þess efnis að uppsögn einstaks starfsmanns sem sagt er upp í hópuppsögn taki ekki gildi fyrr en eftir raunverulegt samráð. Loks hljóti að þurfa að breyta lögum um fjöldaviðmið hópuppsagna þannig að fyrirtæki geti ekki dreift uppsögnum yfir nokkur mánaðarmót. Þannig ætti að skoða hópuppsagir frekar með tilliti til tólf mánaða en ekki eins mánaðar í senn.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49
Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37