Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 14:28 Starfsfólk Arion banka í Borgartúni fylgdist með komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í Höfða í fyrra. Vísir/Vilhelm Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Í tilkynningu frá SSF segir að niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. Samhliða kvörtuninni sendir SSF erindi til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis. Í bréfinu er rifjuð upp hópuppsögn í Arion banka þann 26. september síðastliðinn þar sem 102 var sagt upp. Telur SSF að lokinni skoðun sinni á uppsögnunum ljóst að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til samráðs með raunhæfum hætti og þannig brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé einnig ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raunhæf réttarúrræði til að bregðast við brotum á borð við þetta. Bannað að segja sálu frá Uppsagnarferlinu í september er lýst í bréfinu en þar kemur fram að svo virðist sem ekki hafi haft raunverulegt samráð við trúnarðarmann starfsmanna eins og lög geri ráð fyrir. Einum trúnaðarmanni hafi verið tilkynnt óformlega viku fyrr að til skoðunar væri að segja upp ótilgreindum fjölda. Sami trúnaðarmaður hafi svo verið kallaður á fund stjórnenda 25. september og honum tilkynnt nánar um fyrirhugaðar uppsagnir daginn eftir. Þar hafi verið að tilkynna trúnaðarmanninum orðinn hlut og hann ekki haft neinn möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatöku bankans. „Enda var aldrei ætlun bankans að hleypa fulltrúum starfsmanna að því borði. Trúnaðarmanninum var auk þess bannað að segja sálu frá vitneskju sinni um fyriráætlanir bankans með vísun til innherjareglna - og þannig komið í veg fyrir að hann gæti ráðfært sig t.a.m. við sitt stéttarfélag.“ Breyta fjöldaviðmiðum SSF telur ljóst að málefni hópuppsagna þyrftu að heyra undir Félagsdóm, sæta refsiábyrgð og þar með vera rannsökuð af lögreglu eða færa í lög ákvæði þess efnis að uppsögn einstaks starfsmanns sem sagt er upp í hópuppsögn taki ekki gildi fyrr en eftir raunverulegt samráð. Loks hljóti að þurfa að breyta lögum um fjöldaviðmið hópuppsagna þannig að fyrirtæki geti ekki dreift uppsögnum yfir nokkur mánaðarmót. Þannig ætti að skoða hópuppsagir frekar með tilliti til tólf mánaða en ekki eins mánaðar í senn. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Í tilkynningu frá SSF segir að niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. Samhliða kvörtuninni sendir SSF erindi til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis. Í bréfinu er rifjuð upp hópuppsögn í Arion banka þann 26. september síðastliðinn þar sem 102 var sagt upp. Telur SSF að lokinni skoðun sinni á uppsögnunum ljóst að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til samráðs með raunhæfum hætti og þannig brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé einnig ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raunhæf réttarúrræði til að bregðast við brotum á borð við þetta. Bannað að segja sálu frá Uppsagnarferlinu í september er lýst í bréfinu en þar kemur fram að svo virðist sem ekki hafi haft raunverulegt samráð við trúnarðarmann starfsmanna eins og lög geri ráð fyrir. Einum trúnaðarmanni hafi verið tilkynnt óformlega viku fyrr að til skoðunar væri að segja upp ótilgreindum fjölda. Sami trúnaðarmaður hafi svo verið kallaður á fund stjórnenda 25. september og honum tilkynnt nánar um fyrirhugaðar uppsagnir daginn eftir. Þar hafi verið að tilkynna trúnaðarmanninum orðinn hlut og hann ekki haft neinn möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatöku bankans. „Enda var aldrei ætlun bankans að hleypa fulltrúum starfsmanna að því borði. Trúnaðarmanninum var auk þess bannað að segja sálu frá vitneskju sinni um fyriráætlanir bankans með vísun til innherjareglna - og þannig komið í veg fyrir að hann gæti ráðfært sig t.a.m. við sitt stéttarfélag.“ Breyta fjöldaviðmiðum SSF telur ljóst að málefni hópuppsagna þyrftu að heyra undir Félagsdóm, sæta refsiábyrgð og þar með vera rannsökuð af lögreglu eða færa í lög ákvæði þess efnis að uppsögn einstaks starfsmanns sem sagt er upp í hópuppsögn taki ekki gildi fyrr en eftir raunverulegt samráð. Loks hljóti að þurfa að breyta lögum um fjöldaviðmið hópuppsagna þannig að fyrirtæki geti ekki dreift uppsögnum yfir nokkur mánaðarmót. Þannig ætti að skoða hópuppsagir frekar með tilliti til tólf mánaða en ekki eins mánaðar í senn.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49
Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent