Rúnar Alex aðalmarkvörður Dijon á ný | Byrjar brösulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 19:30 Rúnar Alex í leik gegn PSG á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. Þannig er mál með vexti að Alfred Gomis, sem hefur varið mark Dijon í flest öllum leikjum liðsins á leiktíðinni, meiddist illa á hné í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nantes á dögunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að liðbönd í hné væru sködduð hjá Gomis og hann því frá næstu mánuði. Þetta kom fram á vefsíðu Dijon fyrr í dag. Í kvöld var Rúnar Alex svo í byrjunarliðinu gegn stórliði PSG í 8-liða úrslitum franska bikarsins en þar mátti Dijon sín lítils og tapaði 6-1. PSG komst yfir með sjálfsmarki strax á 1. mínútu en Kylian Mbappé, Thiago Silva og Pablo Sarabia (2) skoruðu einnig framhjá Rúnari Alex auk þess sem Dijon gerði annað sjálfsmark undir lokin. Í leiknum við Nantes um helgina kom Rúnar Alex inn af varamannabekknum í hálfleik í kjölfar meiðsla Gomis, og var staðan þá 2-2. Dijon komst svo í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Nantes jafnaði metin í uppbótartíma. Mark sem Rúnar vill eflaust gleyma sem fyrst en það má sjá hér að neðan. Markið kemur eftir tvær mínútur og 40 sekúndur. Rúnar Alex gekk í raðir Dijon frá danska félaginu Nordsjælland fyrir síðustu leiktíð. Var hann aðalmarkvörður liðsins þá og lék alls 26 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Síðasta sumar gekk Senegalinn Alfred Gomis til liðs við félagið frá SPAL á Ítalíu og tók í kjölfarið stöðuna í byrjunarliði Dijon. Hann hefur spilað 19 deildarleiki liðsins á tímabilinu á meðan Rúnar hefur aðeins leikið fimm. Það mun þó breytast í kjölfar meiðsla Gomis. Alls eru 14 leikir eftir í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og reikna má með að Rúnar spili þá alla þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og Dijon getur því ekki fengið nýjan markvörð inn. Dijon er í hatrammri fallbaráttu, líkt og í fyrra þar sem liðið hélt sér uppi eftir umspil eftir leiki heima og að heiman gegn Lens. Sem stendur er Dijon í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Nimes sem situr í 18. sætinu eða umspilssætinu svokallaða. Franski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. Þannig er mál með vexti að Alfred Gomis, sem hefur varið mark Dijon í flest öllum leikjum liðsins á leiktíðinni, meiddist illa á hné í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nantes á dögunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að liðbönd í hné væru sködduð hjá Gomis og hann því frá næstu mánuði. Þetta kom fram á vefsíðu Dijon fyrr í dag. Í kvöld var Rúnar Alex svo í byrjunarliðinu gegn stórliði PSG í 8-liða úrslitum franska bikarsins en þar mátti Dijon sín lítils og tapaði 6-1. PSG komst yfir með sjálfsmarki strax á 1. mínútu en Kylian Mbappé, Thiago Silva og Pablo Sarabia (2) skoruðu einnig framhjá Rúnari Alex auk þess sem Dijon gerði annað sjálfsmark undir lokin. Í leiknum við Nantes um helgina kom Rúnar Alex inn af varamannabekknum í hálfleik í kjölfar meiðsla Gomis, og var staðan þá 2-2. Dijon komst svo í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Nantes jafnaði metin í uppbótartíma. Mark sem Rúnar vill eflaust gleyma sem fyrst en það má sjá hér að neðan. Markið kemur eftir tvær mínútur og 40 sekúndur. Rúnar Alex gekk í raðir Dijon frá danska félaginu Nordsjælland fyrir síðustu leiktíð. Var hann aðalmarkvörður liðsins þá og lék alls 26 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Síðasta sumar gekk Senegalinn Alfred Gomis til liðs við félagið frá SPAL á Ítalíu og tók í kjölfarið stöðuna í byrjunarliði Dijon. Hann hefur spilað 19 deildarleiki liðsins á tímabilinu á meðan Rúnar hefur aðeins leikið fimm. Það mun þó breytast í kjölfar meiðsla Gomis. Alls eru 14 leikir eftir í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og reikna má með að Rúnar spili þá alla þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og Dijon getur því ekki fengið nýjan markvörð inn. Dijon er í hatrammri fallbaráttu, líkt og í fyrra þar sem liðið hélt sér uppi eftir umspil eftir leiki heima og að heiman gegn Lens. Sem stendur er Dijon í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Nimes sem situr í 18. sætinu eða umspilssætinu svokallaða.
Franski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira