Skallagrímskonur geta tryggt sér sæti í bikarúrslitum í kvöld og um leið stigið einu skrefi nær að vinna fyrsta stóra titil félagsins í 56 ár.
Skallagrímur mætir Haukum í undanúrslitum Geysisbikars kvenna og sigurvegararnir mætir annað hvort Val eða KR í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.
Leikur Vals og KR hefst klukkan 17.30 en leikur Hauka og Skallagríms hefst klukkan 20.15.
Skallagrímur hefur unnið einn stóran titil í kvennaflokki og það var þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 1964.
Svo skemmtilega vill til að Íslandsmeistarar Skallagríms frá árinu 1964 eru heiðursgestir kvöldsins í Laugardalshöllinni í kvöld.
Guðmundur Sigurðsson gerði liðið að Íslandsmeisturum þetta ár en í liðinu voru þær Erla Guðmundsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Ingibjörg Hargrave, Ólöf Finnbogadóttir, Sigrún Kristjánsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir og Sigríður Karlsdóttir.
Í Bikar-Frákastinu sem kom út fyrir leikinn er að finna um liðið eins og sjá má hér fyrir neðan.
Íslandsmeistararnir frá 1964 eru heiðursgestir í kvöld
