Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2020 18:00 Flugvélarflakið er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Vísir/Landmælingar Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélaflakinu á Sólheimasandi í dag burt svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið sem spáð hefur verið skellur yfir. Þetta staðfestir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Vísi. Lögreglan vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi þess atviks sem varð þegar tveir erlendir ferðamenn urðu úti á Sólheimasandi í vonskuveðri í janúar. Eftir að björgunarsveitarmann hafa komið þeim sem kunni að vera á ferli við flakið aftur upp á þjóðveg eitt verður göngustígnum að flakinu lokað með lögregluborða. Rauð veðurviðvörun er í gildi fyrir svæðið frá klukkan sex á morgun til hádegis en búist er við austan ofsaveðri, jafn vel fáriviðri á Suðurlandi á morgun. Þannig er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02 Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31 Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélaflakinu á Sólheimasandi í dag burt svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið sem spáð hefur verið skellur yfir. Þetta staðfestir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Vísi. Lögreglan vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi þess atviks sem varð þegar tveir erlendir ferðamenn urðu úti á Sólheimasandi í vonskuveðri í janúar. Eftir að björgunarsveitarmann hafa komið þeim sem kunni að vera á ferli við flakið aftur upp á þjóðveg eitt verður göngustígnum að flakinu lokað með lögregluborða. Rauð veðurviðvörun er í gildi fyrir svæðið frá klukkan sex á morgun til hádegis en búist er við austan ofsaveðri, jafn vel fáriviðri á Suðurlandi á morgun. Þannig er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02 Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31 Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02
Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31
Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46