Benni Gumm: Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 13. febrúar 2020 20:13 Benedikt Guðmundsson og hans lið er einum sigri frá bikarmeistaratitli. mynd/stöð2sport „Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm þjálfari KR hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks KR og Vals í undanúrslitum Geysisbikarsins. Leikurinn fór í framlengingu eftir að KR hafði leitt leikinn næstum því allan tímann. Þær unnu að lokum 104-99 í æsispennandi og þrælskemmtilegum leik. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina! Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Sjá meira
„Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm þjálfari KR hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks KR og Vals í undanúrslitum Geysisbikarsins. Leikurinn fór í framlengingu eftir að KR hafði leitt leikinn næstum því allan tímann. Þær unnu að lokum 104-99 í æsispennandi og þrælskemmtilegum leik. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina!
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti