Sjerpar deila á áform um að hreinsa til á Everest-tindi Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 13:23 Sólin gægist á bak við tind Everest-fjalls. Göngufólk skilur eftir mikið af rusli á fjallinu og þá er þar fjöldi líka fjallgöngumanna sem hafa farist á leiðinni. Vísir/Getty Áform nepalskra stjórnvalda um að ráðast í hreinsunarstarf á Everest-fjalli og fleiri fjallstindum sæta gagnrýni frá sjerpum sem fullyrða að hermenn sem eiga að sjá um fjarlægja rusl skorti kunnáttu til að klífa hæstu tinda svæðisins. Til stendur að fjarlægja um 35 tonn af rusli af Everest-fjalli og fimm öðrum Himalajatindum. Nepölsk stjórnvöld ætla að fela hernum og sjá um hreinsunarstarfið og verja til þess um 7,5 milljónum dollara, jafnvirði um 950 milljóna íslenskra króna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn um fjallstindana um áratugaskeið, eru ekki ánægðir með þessi áform. Kami Rita Sjerpa, sem hefur klifið Everest 24 sinnum, oftar en nokkur annar, segist að hermenn skorti kunnáttu til að komast á tindana sem á að hreinsa. Hann vill að stjórnvöld fái frekar sjerpa til þess að týna upp ruslið og greiði þeim sanngjörn laun fyrir. „Aðeins sjerpaleiðsögumenn og burðarmenn geta gert það. Þeir ættu að fá almennilega umbun til að hreinsa fjöllin,“ segir hann. Fjallgöngumenn skilja gjarnan eftir alls kyns búnað á fjöllunum sem þeir klífa, þar á meðal súrefnis- og gaskúta, fjallgöngubúnað og matvælaumbúðir. Auk þess láta nokkrir þeirra lífið á hverju ári. Lík þeirra eru í mörgum tilfellum skilin eftir á fjallinu og verða þau flutt niður í hreinsunarstarfinu sem stendur fyrir dyrum. Ellefu fjallgöngumenn fórust á Everest í fyrra. Ang Tshering Sjerpa, fyrrverandi forseti Fjallgöngumannasambands Nepals, segir að erfitt verði að koma sorpi og líkum niður af fjöllunum, jafnvel fyrir sjerpa. „Það er virkilega erfitt að færa þunga kúta eða lík úr efri búðunum. Sjerpar hætta oft lífi sínu til þess. Flest frosnu líkanna geta vegið allt að 150 kíló og það virðist ómögulegt fyrir sjerpa að bera niður,“ segir hann við BBC í Nepal. Auk Everest-fjalls ætla nepölsk stjórnvöld að hreinsa til á fjöllunum Lhotse, Umpor, Amadablam, Makalu og Dhaulagiri. Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49 Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Áform nepalskra stjórnvalda um að ráðast í hreinsunarstarf á Everest-fjalli og fleiri fjallstindum sæta gagnrýni frá sjerpum sem fullyrða að hermenn sem eiga að sjá um fjarlægja rusl skorti kunnáttu til að klífa hæstu tinda svæðisins. Til stendur að fjarlægja um 35 tonn af rusli af Everest-fjalli og fimm öðrum Himalajatindum. Nepölsk stjórnvöld ætla að fela hernum og sjá um hreinsunarstarfið og verja til þess um 7,5 milljónum dollara, jafnvirði um 950 milljóna íslenskra króna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn um fjallstindana um áratugaskeið, eru ekki ánægðir með þessi áform. Kami Rita Sjerpa, sem hefur klifið Everest 24 sinnum, oftar en nokkur annar, segist að hermenn skorti kunnáttu til að komast á tindana sem á að hreinsa. Hann vill að stjórnvöld fái frekar sjerpa til þess að týna upp ruslið og greiði þeim sanngjörn laun fyrir. „Aðeins sjerpaleiðsögumenn og burðarmenn geta gert það. Þeir ættu að fá almennilega umbun til að hreinsa fjöllin,“ segir hann. Fjallgöngumenn skilja gjarnan eftir alls kyns búnað á fjöllunum sem þeir klífa, þar á meðal súrefnis- og gaskúta, fjallgöngubúnað og matvælaumbúðir. Auk þess láta nokkrir þeirra lífið á hverju ári. Lík þeirra eru í mörgum tilfellum skilin eftir á fjallinu og verða þau flutt niður í hreinsunarstarfinu sem stendur fyrir dyrum. Ellefu fjallgöngumenn fórust á Everest í fyrra. Ang Tshering Sjerpa, fyrrverandi forseti Fjallgöngumannasambands Nepals, segir að erfitt verði að koma sorpi og líkum niður af fjöllunum, jafnvel fyrir sjerpa. „Það er virkilega erfitt að færa þunga kúta eða lík úr efri búðunum. Sjerpar hætta oft lífi sínu til þess. Flest frosnu líkanna geta vegið allt að 150 kíló og það virðist ómögulegt fyrir sjerpa að bera niður,“ segir hann við BBC í Nepal. Auk Everest-fjalls ætla nepölsk stjórnvöld að hreinsa til á fjöllunum Lhotse, Umpor, Amadablam, Makalu og Dhaulagiri.
Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49 Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52
Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49
Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27
Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09
Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03