Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2020 20:00 Shokoufa Shahidi, Maní Shahidi og Ardeshir Shahidi. Vísir/Sigurjón Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölsyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ segir fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi. Eftir að honum var sleppt úr haldi var ljóst að í Íran gætu þau ekki verið. Þau komu sér til Portúgal. Eftir skamma dvöl þar komust þau til Íslands. „Þeir reyndu að finna okkur. Í gegnum foreldra okkar komust þeir að því að við værum í Portúgal. Þess vegna urðum við að fara þaðan,“ segir Ardeshir. Hann segir írönsk stjórnvöld hafa beitt föður sinn miklum þrýstingu. Álagið varð föður hans um megn og hann féll frá. Verði þeim vísað aftur til Portúgal óttast þau að þau finnist þar eða verði send til Íran. Ísland er fyrsti staðurinn sem þau upplifa frelsi og öryggi. Á Íslandi þorði hinn 17 ára gamli Maní fyrst að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. Það hefði aldrei verið samþykkt í Íran. „Á Íslandi fann ég fyrst fyrir öryggi til að geta sagt öllum frá því hvernig ég er. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Maní. Foreldrarnir segja heilsu og öryggi Maní í algjörum forgangi. Þau vonast til að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. „Hér er Maní öruggur. Hér getur hann verið það sem hann vill og lært það sem hann vill. Þess vegna viljum við vera hér. Hans öryggi og frelsi skiptir mestu,“ segir móðir Maní, Shokoufa Shahidi. Tæplega fimm þúsund hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Þá hefur verið boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið á morgun vegna brottvísunar fjölskyldunnar. Hinsegin Hælisleitendur Íran Portúgal Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölsyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ segir fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi. Eftir að honum var sleppt úr haldi var ljóst að í Íran gætu þau ekki verið. Þau komu sér til Portúgal. Eftir skamma dvöl þar komust þau til Íslands. „Þeir reyndu að finna okkur. Í gegnum foreldra okkar komust þeir að því að við værum í Portúgal. Þess vegna urðum við að fara þaðan,“ segir Ardeshir. Hann segir írönsk stjórnvöld hafa beitt föður sinn miklum þrýstingu. Álagið varð föður hans um megn og hann féll frá. Verði þeim vísað aftur til Portúgal óttast þau að þau finnist þar eða verði send til Íran. Ísland er fyrsti staðurinn sem þau upplifa frelsi og öryggi. Á Íslandi þorði hinn 17 ára gamli Maní fyrst að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. Það hefði aldrei verið samþykkt í Íran. „Á Íslandi fann ég fyrst fyrir öryggi til að geta sagt öllum frá því hvernig ég er. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Maní. Foreldrarnir segja heilsu og öryggi Maní í algjörum forgangi. Þau vonast til að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. „Hér er Maní öruggur. Hér getur hann verið það sem hann vill og lært það sem hann vill. Þess vegna viljum við vera hér. Hans öryggi og frelsi skiptir mestu,“ segir móðir Maní, Shokoufa Shahidi. Tæplega fimm þúsund hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Þá hefur verið boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið á morgun vegna brottvísunar fjölskyldunnar.
Hinsegin Hælisleitendur Íran Portúgal Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira