Öllum leikjum dagsins lauk með fimm marka sigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 17:30 Felix Örn skoraði tvívegis fyrir ÍBV í dag. Vísir/Bára Þrír leikir fóru fram í Lenbjubikar karla í dag, lauk þeim öllum með 5-0 sigrum. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag þá unnu Valsmenn öruggan 5-0 sigur á Vestra. Víkingur Reykjavík og ÍBV gerðu svo slíkt hið sama. Magni og Víkingur mættust í Boganum á Akureyri í riðli 2 A-deildar Lengjubikarsins. Lærisveinar Arnar Gunnlaugssonar unnu þar öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Síðustu tvö mörk leiksins komu á síðustu tíu mínútunum. Markaskorara vantar því miður. Víkingar tylla sér þar með á topp riðilsins sem inniheldur einnig Fram, KA, Fylki og Keflavík. Magni sitja svo á botninum eftir útreið dagsins. Víkingar leika í Pepsi Max deildinni á komandi leiktíð á meðan Magni leikur í næst efstu deild. Á Eimskipsvellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar, mættust ÍBV og Víkingur Ólafsvík en þau leika bæði í næst efstu deild næsta sumar. Fór það svo að ÍBV vann öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Víðir Þorvaðarson skoraði á 18. mínútu leiksins og áður en flautað hafði verið til hálfleiks höfðu þeir Eyþór Orri Ómarsson og Felix Örn Friðriksson bætt við mörkum fyrir þá hvítklæddu. Í síðari hálfleik bætti Felix Örn við öðru marki sínu og fjórða marki ÍBV áður en Róbert Aron Eysteinsson gulltryggði sigurinn. ÍBV og Valur deila toppsætinu í riðli 4 A-deildar á meðan Víkingur Ó. er á botninum ásamt Vestra en Stjarnan og Fjölnir eru einnig í riðlinum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lengjubikarinn: Valur með stórsigur | Keflavík marði Fram Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. 15. febrúar 2020 19:45 Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. 16. febrúar 2020 14:13 Valsmenn völtuðu yfir Vestra Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag. 16. febrúar 2020 13:05 Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Lenbjubikar karla í dag, lauk þeim öllum með 5-0 sigrum. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag þá unnu Valsmenn öruggan 5-0 sigur á Vestra. Víkingur Reykjavík og ÍBV gerðu svo slíkt hið sama. Magni og Víkingur mættust í Boganum á Akureyri í riðli 2 A-deildar Lengjubikarsins. Lærisveinar Arnar Gunnlaugssonar unnu þar öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Síðustu tvö mörk leiksins komu á síðustu tíu mínútunum. Markaskorara vantar því miður. Víkingar tylla sér þar með á topp riðilsins sem inniheldur einnig Fram, KA, Fylki og Keflavík. Magni sitja svo á botninum eftir útreið dagsins. Víkingar leika í Pepsi Max deildinni á komandi leiktíð á meðan Magni leikur í næst efstu deild. Á Eimskipsvellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar, mættust ÍBV og Víkingur Ólafsvík en þau leika bæði í næst efstu deild næsta sumar. Fór það svo að ÍBV vann öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Víðir Þorvaðarson skoraði á 18. mínútu leiksins og áður en flautað hafði verið til hálfleiks höfðu þeir Eyþór Orri Ómarsson og Felix Örn Friðriksson bætt við mörkum fyrir þá hvítklæddu. Í síðari hálfleik bætti Felix Örn við öðru marki sínu og fjórða marki ÍBV áður en Róbert Aron Eysteinsson gulltryggði sigurinn. ÍBV og Valur deila toppsætinu í riðli 4 A-deildar á meðan Víkingur Ó. er á botninum ásamt Vestra en Stjarnan og Fjölnir eru einnig í riðlinum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lengjubikarinn: Valur með stórsigur | Keflavík marði Fram Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. 15. febrúar 2020 19:45 Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. 16. febrúar 2020 14:13 Valsmenn völtuðu yfir Vestra Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag. 16. febrúar 2020 13:05 Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Lengjubikarinn: Valur með stórsigur | Keflavík marði Fram Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. 15. febrúar 2020 19:45
Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. 16. febrúar 2020 14:13
Valsmenn völtuðu yfir Vestra Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag. 16. febrúar 2020 13:05
Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48