Grét þegar hann var kynntur sem leikmaður Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 11:30 Reinier Jesus átti mjög erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum í gær. Getty/Mateo Villalba Brasilíski táningurinn Reinier Jesus er að upplifa drauminn sinn eftir að spænska stórliðið Real Madrid keypti hann í janúar. Reinier Jesus er aðeins átján ára gamall en Real Madrid keypti hann á 26 milljónir punda frá Flamengo í síðasta mánuði "I've seen many presentations, but never before such an emotional one." Reinier Jesus was overcome with emotion at his first Real Madrid press conference...even his family couldn't hold back the tears. Goosebumps!https://t.co/odeCTYDVGR— SPORTbible (@sportbible) February 19, 2020 Reinier Jesus lék bara sinn fyrsta leik með aðalliði Flamengo 31. júlí í fyrra en var í gær kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid. Strákurinn réð ekki við tilfinningarnar nú þegar æskudraumur hans var að rætast. Florentino Perez, forseti Real Madrid, mætti með Reinier Jesus á blaðamannafund í gær og kynnti nýjasta liðsmanninn. „Ég vil verða hluti af sögu þessa frábæra félags. Þetta er mjög ánægjulegur dagur fyrir mig því ég er að upplifa æskudrauminn minn,“ sagði Reinier Jesus. Reinier Jesus gat ekki ráðið við sig og grét af gleði á kynningunni. Foreldrarnir hans táruðust líka út í sal. From winning @TheLibertadores with @Flamengo ... ... To helping @CBF_Futebol qualify for @Tokyo2020 ... To signing with four-time #ClubWC champions @realmadriden The future looks bright for @ReinierJesus_19pic.twitter.com/zMLYogUr4w— FIFA.com (@FIFAcom) February 18, 2020 Reinier Jesus spilar sem sóknartengiliður og er þriðji ungi Brasilíumaðurinn sem kemur til Real Madrid á síðustu tveimur árum á eftir þeim Vinicius Junior og Rodrygo. „Það er okkar þráhyggja að leita af leikmönnum sem geta orðið stórstjörnur morgundagsins. Í dag bjóðum við velkominn leikmann sem er kannski bara nýorðinn átján ára gamall en hefur þegar unnið Copa Libertadores titilinn með Flamengo sem er eitt stærsta félag heims,“ sagði Florentino Perez. „Um leið og við byggjum besta leikvanginn á 21. öldinni þá er það skylda okkar að byggja upp framtíðarlið. Það er aftur á móti ekki auðvelt að finna þessa hæfileikaríku menn sem geta orðið Real Madrid goðsagnir,“ sagði Perez. Spænski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Sjá meira
Brasilíski táningurinn Reinier Jesus er að upplifa drauminn sinn eftir að spænska stórliðið Real Madrid keypti hann í janúar. Reinier Jesus er aðeins átján ára gamall en Real Madrid keypti hann á 26 milljónir punda frá Flamengo í síðasta mánuði "I've seen many presentations, but never before such an emotional one." Reinier Jesus was overcome with emotion at his first Real Madrid press conference...even his family couldn't hold back the tears. Goosebumps!https://t.co/odeCTYDVGR— SPORTbible (@sportbible) February 19, 2020 Reinier Jesus lék bara sinn fyrsta leik með aðalliði Flamengo 31. júlí í fyrra en var í gær kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid. Strákurinn réð ekki við tilfinningarnar nú þegar æskudraumur hans var að rætast. Florentino Perez, forseti Real Madrid, mætti með Reinier Jesus á blaðamannafund í gær og kynnti nýjasta liðsmanninn. „Ég vil verða hluti af sögu þessa frábæra félags. Þetta er mjög ánægjulegur dagur fyrir mig því ég er að upplifa æskudrauminn minn,“ sagði Reinier Jesus. Reinier Jesus gat ekki ráðið við sig og grét af gleði á kynningunni. Foreldrarnir hans táruðust líka út í sal. From winning @TheLibertadores with @Flamengo ... ... To helping @CBF_Futebol qualify for @Tokyo2020 ... To signing with four-time #ClubWC champions @realmadriden The future looks bright for @ReinierJesus_19pic.twitter.com/zMLYogUr4w— FIFA.com (@FIFAcom) February 18, 2020 Reinier Jesus spilar sem sóknartengiliður og er þriðji ungi Brasilíumaðurinn sem kemur til Real Madrid á síðustu tveimur árum á eftir þeim Vinicius Junior og Rodrygo. „Það er okkar þráhyggja að leita af leikmönnum sem geta orðið stórstjörnur morgundagsins. Í dag bjóðum við velkominn leikmann sem er kannski bara nýorðinn átján ára gamall en hefur þegar unnið Copa Libertadores titilinn með Flamengo sem er eitt stærsta félag heims,“ sagði Florentino Perez. „Um leið og við byggjum besta leikvanginn á 21. öldinni þá er það skylda okkar að byggja upp framtíðarlið. Það er aftur á móti ekki auðvelt að finna þessa hæfileikaríku menn sem geta orðið Real Madrid goðsagnir,“ sagði Perez.
Spænski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Sjá meira