Norska standpínan sem skók höfuðstöðvar Símans er geggjuð Heiðar Sumarliðason skrifar 19. febrúar 2020 14:30 Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás hafa aldeilis valdið fjaðrafoki. Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. Fyrsti þátturinn byrjar af krafti með kynlífi, kókaíni og standpínu. Svo mikill er krafturinn að ég man ekki eftir að hafa séð annað eins upphaf af sjónvarpsseríu. Útrás tilkynnir áhorfendum svo um munar að norsku fjármála„snillingarnir“ Adam, Jeppe, Henrik og William eru mættir og að þetta verði rússíbanareið. Það sem meira er, þá er staðið við þessi fögru fyrirheit. RÚV þakkar sjálfsagt Magnúsi Ragnarssyni, framkvæmdastjóra afþreyingamiðla Símans, fyrir ókeypis auglýsingu á Útrás, en hann kærði RÚV fyrir framsetningu sína á efninu. Magnús var ósáttur við að hver sem er gæti horft á seríuna á vefspilara ríkismiðilsins. En þættirnir eru augljóslega heldur grófir og alls ekki við hæfi barna. Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta sinn sem RÚV dreifir bönnuðu efni án barnalæsingar, því spyr maður sig hvervegna Útrásarþættirnir hafi valdið þessu skyndilega útspili. Ofbeldi, fíkniefnaneysla og kynlíf, eins og koma fyrir í þáttunum, hafa áður sést á RÚV. Hinsvegar má ímynda sér að viagra-þrútinn limur leikarans Tobias Santelmann hafi mögulega farið svo svakalega fyrir brjóstið á Símamanninum Magnúsi að hann reif upp tólið med det samme og hringdi út allt lögfræðiteymi fyrirtækisins. Ég get ekki fullyrt að þetta hafi verið atburðarásin, en standpínan volduga er samt það eina sem aðskilur Útrás frá dæmigerðu fullorðinsefni (nei, ekki þannig fullorðinsefni), því get ég hreinlega ekki dregið neina aðra ályktun. Fleiri en RÚV-arar eru þó þakklátir Magnúsi fyrir ókeypis auglýsinguna, því undirritaður er það svo sannarlega. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Magnúsi fyrir að hafa vakið athygli mína á þessum frábæru þáttum, sem ég hefði annars mögulega farið á mis við.Algjör hámhorfTobias Santelmann á frægustu standpínu Skandinavíu.Norðmenn hafa komið sterkir inn á síðustu misserum með þætti á borð við Skam og Heimebane. RÚV hefur verið duglegt að færa íslenskum áhorfendum þetta efni og vonandi verður framhald á því. Nýjustu fregnir herma að önnur þáttaröð af Útrás sé í bígerð og mun ég hakka hana í mig um leið og hún kemur á skjáinn. Útrás er nefnilega efni sem maður þarf að hafa sig allan við til að hámhorfa ekki í einum rykk og eina eftirsjá mín er hve gráðugur ég var í að klára þættina átta. Það mætti því jafnvel segja að einn af fáum göllum þeirra sé hve fáir þeir eru.Höfundar þáttanna tóku viðtöl við fólk úr fjármálageira Noregs og segja að 70% af atburðum þeirra séu byggðir á vitneskju fenginni þaðan. Það hjálpar til við áhorfið að vita þetta, því sumt af því sem gerist í Útrás er svo fráleitt að undir eðlilegum kringumstæðum þætti mér það of mikið af því góða. En með þessa vitneskju bakvið eyrað var ég tilbúinn að kaupa atburði og vendingar sem mér þættu venjulega ekki trúverðug skrif. Það er á nokkrum stöðum sem framvinduna hefði undir venjulegum kringumstæðum þurft að undirbyggja betur en þá skýtur þessi hugsun upp í kollinn á manni: Sannleikurinn er miklu klikkaðri en skáldskapurinn. Ég vil ekki spilla neinu með að nefna ákveðin atvik máli mínu til stuðnings en áhorfendur munu átta sig á hvað ég á við þegar þau eiga sér stað.Siðblindir eða siðlausir?Nútíma Nóra og Þorvaldur Helmer.Fimmta aðalpersónan er eiginkona Adams, Hermine, einhverskonar nútíma Nóra Helmer Brúðuheimilis Ibsens. Það er Hermine sem jarðtengir þættina, hún er eðlilega manneskjan á jaðri geðveikinnar, einskonar fulltrúi áhorfenda, sem dregst svo ofan í það drullusvað sem eiginmaður hennar og vinir hafa skapað. Þó hún sé eilítið minna á skjánum en drengirnir, má jafnvel færa rök fyrir því að hún sé aðalpersóna þáttanna, enda tekur hún mestum stakkaskiptum og er á endanum algjör örlagavaldur í framvindunni. Einnig er hún eina persónan sem hægt er að upplifa algjöra samhyggð með.Það hefur verið talað um aðalpersónurnar fjórar sem siðblindar. Ég er nú ekki alveg tilbúinn að kvitta upp á það, þar sem munur er á siðblindu og siðleysi. Siðblinda er meðfætt ástand og talið geðröskun, siðleysi er áunnið. Fyrir þá sem vilja lesa sér til um siðblindu og siðleysi má benda á þessa grein Valdimars Briem.Adam er eina persónan sem við fyrstu sýn mætti flokka sem gjörsamlega siðblinda og án allrar endurlausnar. Það eina sem við fáum í hendurnar til að gera hann mannlegan er að hann var lítið alinn upp af foreldrum sínum og ungur sendur í heimavistarskóla. Hann skortir þó þann yfirborðskennda sjarma sem siðblindir búa yfir. Hann gæti því verið afsprengi bakgrunns síns. Svo mætti reyndar velta fyrir sér hvort leikarinn Simon J. Berger sé bara svona laus við allan þokka að siðblindan nái ekki í gegn.Jeppe er trúðurinn og uppáhald margra áhorfenda, sem þrátt fyrir allt siðleysið er líklega ekki siðblindur, þar sem af og til glittir í eitthvað mennskt. Hann sannar svo endanlega að hann býr yfir votti af siðferðisvitund í kjölfarið á algjörlega bilaðri senu með golfkylfu, tíi, kúlu og vændiskonu.Greyið hann William er í raun svo aumkunarverður að ekki er hægt að saka hann um siðblindu.Ég átta mig hinsvegar ekki alveg á Henrik, mér líkar við persónuna að mörgu leyti og hann er í raun mun meira sjarmerandi heldur en Adam. Siðblindur eða siðlaus? Þar sem ég átta mig ekki á honum er hann líklegastur af þeim félögum til að falla undir að vera raunverulega siðblindur.Hinsvegar má ekki gleyma að höfundar þáttanna eru mjög augljóslega að vinna með minnimáttarkennd sem leiðarstef, því má vel vera að það sé ekki ætlun þeirra að fjalla um siðblindu og það hafi verið fjölmiðlar sem skelltu þeim merkimiða á þættina. Þetta er sennilega eini ljóðurinn á þáttunum, ef ljóð má kalla, að það mætti e.t.v. vera skýrara hvaða grunnþema höfundar þeirra eru að vinna með.Geggjaðir þættirViðbrögð áhorfenda sem ég hef rætt við eru á einn veg: Þetta eru geggjaðir þættir. Geggjaðir er klárlega besta orðið til að lýsa þeim, því þeir eru geggjaðir á alla vegu. Persónurnar eru geggjaðar hvernig sem litið er á það og framvindan er einnig kolgeggjuð. Það er líka svo geggjað að horfa á drullusokka (eða, dritsack, eins og krakkarnir í Skam kalla þá) gera það sem drullusokkar gera og fá svo drulluna aftur í andlitið.Niðurstaða.Fjórar og hálf stjarna. Útrás eru ekki þættir fyrir viðkvæma og augljóslega ekki við hæfi barna. En fyrir þá sem hafa smekk fyrir hressandi groddaskap, eru þættirnir um þessa norsku standpínustráka algjört möst.Hér er hægt að hlýða á umræður um Útrás í útvarpsþættinum Stjörnubíói af X977. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. Fyrsti þátturinn byrjar af krafti með kynlífi, kókaíni og standpínu. Svo mikill er krafturinn að ég man ekki eftir að hafa séð annað eins upphaf af sjónvarpsseríu. Útrás tilkynnir áhorfendum svo um munar að norsku fjármála„snillingarnir“ Adam, Jeppe, Henrik og William eru mættir og að þetta verði rússíbanareið. Það sem meira er, þá er staðið við þessi fögru fyrirheit. RÚV þakkar sjálfsagt Magnúsi Ragnarssyni, framkvæmdastjóra afþreyingamiðla Símans, fyrir ókeypis auglýsingu á Útrás, en hann kærði RÚV fyrir framsetningu sína á efninu. Magnús var ósáttur við að hver sem er gæti horft á seríuna á vefspilara ríkismiðilsins. En þættirnir eru augljóslega heldur grófir og alls ekki við hæfi barna. Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta sinn sem RÚV dreifir bönnuðu efni án barnalæsingar, því spyr maður sig hvervegna Útrásarþættirnir hafi valdið þessu skyndilega útspili. Ofbeldi, fíkniefnaneysla og kynlíf, eins og koma fyrir í þáttunum, hafa áður sést á RÚV. Hinsvegar má ímynda sér að viagra-þrútinn limur leikarans Tobias Santelmann hafi mögulega farið svo svakalega fyrir brjóstið á Símamanninum Magnúsi að hann reif upp tólið med det samme og hringdi út allt lögfræðiteymi fyrirtækisins. Ég get ekki fullyrt að þetta hafi verið atburðarásin, en standpínan volduga er samt það eina sem aðskilur Útrás frá dæmigerðu fullorðinsefni (nei, ekki þannig fullorðinsefni), því get ég hreinlega ekki dregið neina aðra ályktun. Fleiri en RÚV-arar eru þó þakklátir Magnúsi fyrir ókeypis auglýsinguna, því undirritaður er það svo sannarlega. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Magnúsi fyrir að hafa vakið athygli mína á þessum frábæru þáttum, sem ég hefði annars mögulega farið á mis við.Algjör hámhorfTobias Santelmann á frægustu standpínu Skandinavíu.Norðmenn hafa komið sterkir inn á síðustu misserum með þætti á borð við Skam og Heimebane. RÚV hefur verið duglegt að færa íslenskum áhorfendum þetta efni og vonandi verður framhald á því. Nýjustu fregnir herma að önnur þáttaröð af Útrás sé í bígerð og mun ég hakka hana í mig um leið og hún kemur á skjáinn. Útrás er nefnilega efni sem maður þarf að hafa sig allan við til að hámhorfa ekki í einum rykk og eina eftirsjá mín er hve gráðugur ég var í að klára þættina átta. Það mætti því jafnvel segja að einn af fáum göllum þeirra sé hve fáir þeir eru.Höfundar þáttanna tóku viðtöl við fólk úr fjármálageira Noregs og segja að 70% af atburðum þeirra séu byggðir á vitneskju fenginni þaðan. Það hjálpar til við áhorfið að vita þetta, því sumt af því sem gerist í Útrás er svo fráleitt að undir eðlilegum kringumstæðum þætti mér það of mikið af því góða. En með þessa vitneskju bakvið eyrað var ég tilbúinn að kaupa atburði og vendingar sem mér þættu venjulega ekki trúverðug skrif. Það er á nokkrum stöðum sem framvinduna hefði undir venjulegum kringumstæðum þurft að undirbyggja betur en þá skýtur þessi hugsun upp í kollinn á manni: Sannleikurinn er miklu klikkaðri en skáldskapurinn. Ég vil ekki spilla neinu með að nefna ákveðin atvik máli mínu til stuðnings en áhorfendur munu átta sig á hvað ég á við þegar þau eiga sér stað.Siðblindir eða siðlausir?Nútíma Nóra og Þorvaldur Helmer.Fimmta aðalpersónan er eiginkona Adams, Hermine, einhverskonar nútíma Nóra Helmer Brúðuheimilis Ibsens. Það er Hermine sem jarðtengir þættina, hún er eðlilega manneskjan á jaðri geðveikinnar, einskonar fulltrúi áhorfenda, sem dregst svo ofan í það drullusvað sem eiginmaður hennar og vinir hafa skapað. Þó hún sé eilítið minna á skjánum en drengirnir, má jafnvel færa rök fyrir því að hún sé aðalpersóna þáttanna, enda tekur hún mestum stakkaskiptum og er á endanum algjör örlagavaldur í framvindunni. Einnig er hún eina persónan sem hægt er að upplifa algjöra samhyggð með.Það hefur verið talað um aðalpersónurnar fjórar sem siðblindar. Ég er nú ekki alveg tilbúinn að kvitta upp á það, þar sem munur er á siðblindu og siðleysi. Siðblinda er meðfætt ástand og talið geðröskun, siðleysi er áunnið. Fyrir þá sem vilja lesa sér til um siðblindu og siðleysi má benda á þessa grein Valdimars Briem.Adam er eina persónan sem við fyrstu sýn mætti flokka sem gjörsamlega siðblinda og án allrar endurlausnar. Það eina sem við fáum í hendurnar til að gera hann mannlegan er að hann var lítið alinn upp af foreldrum sínum og ungur sendur í heimavistarskóla. Hann skortir þó þann yfirborðskennda sjarma sem siðblindir búa yfir. Hann gæti því verið afsprengi bakgrunns síns. Svo mætti reyndar velta fyrir sér hvort leikarinn Simon J. Berger sé bara svona laus við allan þokka að siðblindan nái ekki í gegn.Jeppe er trúðurinn og uppáhald margra áhorfenda, sem þrátt fyrir allt siðleysið er líklega ekki siðblindur, þar sem af og til glittir í eitthvað mennskt. Hann sannar svo endanlega að hann býr yfir votti af siðferðisvitund í kjölfarið á algjörlega bilaðri senu með golfkylfu, tíi, kúlu og vændiskonu.Greyið hann William er í raun svo aumkunarverður að ekki er hægt að saka hann um siðblindu.Ég átta mig hinsvegar ekki alveg á Henrik, mér líkar við persónuna að mörgu leyti og hann er í raun mun meira sjarmerandi heldur en Adam. Siðblindur eða siðlaus? Þar sem ég átta mig ekki á honum er hann líklegastur af þeim félögum til að falla undir að vera raunverulega siðblindur.Hinsvegar má ekki gleyma að höfundar þáttanna eru mjög augljóslega að vinna með minnimáttarkennd sem leiðarstef, því má vel vera að það sé ekki ætlun þeirra að fjalla um siðblindu og það hafi verið fjölmiðlar sem skelltu þeim merkimiða á þættina. Þetta er sennilega eini ljóðurinn á þáttunum, ef ljóð má kalla, að það mætti e.t.v. vera skýrara hvaða grunnþema höfundar þeirra eru að vinna með.Geggjaðir þættirViðbrögð áhorfenda sem ég hef rætt við eru á einn veg: Þetta eru geggjaðir þættir. Geggjaðir er klárlega besta orðið til að lýsa þeim, því þeir eru geggjaðir á alla vegu. Persónurnar eru geggjaðar hvernig sem litið er á það og framvindan er einnig kolgeggjuð. Það er líka svo geggjað að horfa á drullusokka (eða, dritsack, eins og krakkarnir í Skam kalla þá) gera það sem drullusokkar gera og fá svo drulluna aftur í andlitið.Niðurstaða.Fjórar og hálf stjarna. Útrás eru ekki þættir fyrir viðkvæma og augljóslega ekki við hæfi barna. En fyrir þá sem hafa smekk fyrir hressandi groddaskap, eru þættirnir um þessa norsku standpínustráka algjört möst.Hér er hægt að hlýða á umræður um Útrás í útvarpsþættinum Stjörnubíói af X977.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira