Fótbolti

Stað­festir að Casillas sé hættur því hann vilji vera for­seti spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Casillas er að jafna sig eftir hjartaáfall á síðasta ári.
Casillas er að jafna sig eftir hjartaáfall á síðasta ári. vísir/getty

Jorge Nuno Pinto da Costa, forseti Porto, hefur staðfest að Iker Casillas sé hættur knattspyrnuiðkun. Ástæðan er sögð vera sú að hann vilji verða næsti formaður spænska knattspyrnusambandsins.

Costa sagði að Casillas hafi rætt við hann um að setja hanskana á hilluna en hann fékk hjartaáfall á æfingu liðsins í maí. Hann hefur ekki leikið síðan þá.

Fyrr í vikunni greindi Casillas frá því að hann vilji verða næsti formaður spænska knattspyrnusambandsins. Hann mun bjóða sig fram gegn sitjandi formanni Luis Rubiales en hann hefur verið umdeildur í starfi.













Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum Luis Rubiales en hann hefur skipt tvisvar um þjálfara á tíma sínum með spænska knattspyrnusambandið. Líkur eru á að kosningarnar fara fram í haust.

Casillas hefur nú þegar tilkynnt um framboð sitt á Twitter og er byrjaður að vinna í framboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×