Innlent

Afturkallar brottvísanir í 61 máli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Útlendingastofnun
Útlendingastofnun Vísir/Vilhelm

Útlendingastofnun hefur tekið ákvörðun um að 124 umsóknir um alþjóðlega vernd sem annað hvort hafa verið á ábyrgð annarra Evrópuríkja samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni eða verið afgreiddar með veitingu verndar í öðrum löndum skuli fá efnislega meðferð hjá stofnunni. Í 61 máli stofnunin afturkallað ákvarðanir um brottvísun.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag þar sem ástæðan er sögð vera útbreiðsla kórónuveirufaraldursins, sem hafi haft mikil áhrif á mál umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi.

Ferðatakmarkanir hafa verið í gildi í Evrópu frá því að faraldurinn hófst og hafa mörg ríki lokað fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Þar kemur jafnframt að af umsóknum 124 sem um ræðir hafi 35 verið afgreiddar efnislega, átta hafi fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. 24 var veitt vernd eða svokalla viðbótarvernd en þremur var synjað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×