Friðrik Ingi: Þurftum að spila með ánægju og gleði Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. febrúar 2020 21:15 Friðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari Þórs. vísir/bára Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var temmilega ánægður með sigur gegn Fjölni í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Hann ræddi um að liðið hans hefði unnið eftir að þeir náðu að finna jafnvægið í sókn og vörn hjá sér. „Menn föttuðu á seinustu tíu mínútunum að það væri engin ástæða til að vera að svekkja sig yfir hinu og þessu í leiknum. Ég ræddi það einmitt í einu leikhléinu að við yrðum áfram að gera það sem við vorum að gera framan af; að spila með ánægju og gleði,“ sagði Friðrik um hugarfarsbreytinguna sem hefði komið aftur jafnvægi á spil sinna manna á lokakafla leiksins. Leikurinn var ekki upp á hundrað hjá Þórsurum, benti Friðrik hins vegar réttilega á: „Já, alls ekki gallalaus leikur. Srdan lék aðeins lausum hala á einum kafla í leiknum, en við breyttum áherslum og náðum að loka á það. Þvinguðum þá í erfiðari skot og náðum þá taktinum aftur.“ Þór heimsækir næst Grindavík á útivelli, en þeir hafa hingað til ekki átt góðu gengi að fagna utan eigin heimavallar. „Við erum að fara í leik við lið sem við erum að berjast um stöðu í deildinni við og sá leikur er mjög stór. Í sumum leikjum á útivelli höfum við verið býsna góðir og verið nálægt því að vinna en í öðrum höfum við verið arfaslakir,“ sagði Friðrik um slakt gengi liðsins í útileikjum. „Við þurfum að koma með rétt hugarfar og reyna svolítið að byggja á síðustu leikjum. Vörnin var lengstum betri í dag en hún var á móti Haukum í fjórða leikhluta en sóknarleikurinn á móti þeim var fínn. Við erum að reyna finna jafnvægið,“ sagði Friðrik, augljóslega einbeittur á þessu jafnvægi milli sóknar og varnar hjá sínum mönnum. „Þetta er bara áframhaldandi og stöðug vinna,“ sagði Friðrik að lokum og bætti við: „Við þurfum að gíra okkur upp í næsta leik eins og alla aðra leiki. Hver leikur núna er upp á líf og dauða.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var temmilega ánægður með sigur gegn Fjölni í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Hann ræddi um að liðið hans hefði unnið eftir að þeir náðu að finna jafnvægið í sókn og vörn hjá sér. „Menn föttuðu á seinustu tíu mínútunum að það væri engin ástæða til að vera að svekkja sig yfir hinu og þessu í leiknum. Ég ræddi það einmitt í einu leikhléinu að við yrðum áfram að gera það sem við vorum að gera framan af; að spila með ánægju og gleði,“ sagði Friðrik um hugarfarsbreytinguna sem hefði komið aftur jafnvægi á spil sinna manna á lokakafla leiksins. Leikurinn var ekki upp á hundrað hjá Þórsurum, benti Friðrik hins vegar réttilega á: „Já, alls ekki gallalaus leikur. Srdan lék aðeins lausum hala á einum kafla í leiknum, en við breyttum áherslum og náðum að loka á það. Þvinguðum þá í erfiðari skot og náðum þá taktinum aftur.“ Þór heimsækir næst Grindavík á útivelli, en þeir hafa hingað til ekki átt góðu gengi að fagna utan eigin heimavallar. „Við erum að fara í leik við lið sem við erum að berjast um stöðu í deildinni við og sá leikur er mjög stór. Í sumum leikjum á útivelli höfum við verið býsna góðir og verið nálægt því að vinna en í öðrum höfum við verið arfaslakir,“ sagði Friðrik um slakt gengi liðsins í útileikjum. „Við þurfum að koma með rétt hugarfar og reyna svolítið að byggja á síðustu leikjum. Vörnin var lengstum betri í dag en hún var á móti Haukum í fjórða leikhluta en sóknarleikurinn á móti þeim var fínn. Við erum að reyna finna jafnvægið,“ sagði Friðrik, augljóslega einbeittur á þessu jafnvægi milli sóknar og varnar hjá sínum mönnum. „Þetta er bara áframhaldandi og stöðug vinna,“ sagði Friðrik að lokum og bætti við: „Við þurfum að gíra okkur upp í næsta leik eins og alla aðra leiki. Hver leikur núna er upp á líf og dauða.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00