Borche: Voru margir eins og prímadonnur í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 2. febrúar 2020 21:31 Borche var vel reiður í kvöld. vísir/daníel Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00