Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 10:00 Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólan í Reykjavík segir að mörg ný tækifæri muni skapast með fjórðu iðnbyltingunni. Sagan sýni okkur að þótt mögulega fækki störfum um tíma, muni framfarirnar skapa ný tækifæri þegar á líður. Vísir/Vilhelm Ólafur Andri Ragnarsson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík, segir umræðuna um fjórðu iðnbyltinguna oft hljóma eins og fólk þurfi að bíða örlaga sinna og hafi ekkert um framtíðina að segja. Þetta er mikill misskilningur því þótt það verði eflaust vont í smá tíma, þá fylgi framförum ný tækifæri. Sem dæmi nefnir hann að þegar einkatölvan kom fyrst á markað, hurfu 3,5 milljónir starfa. Hins vegar sköpuðust 19 milljónir nýrra starfa. Skömmu fyrir jól gaf Almenna bókafélagið út bókina Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson. Fáir þekkja sögu iðnbyltinga betur en hann, enda fer hann í bókinni yfir fyrri tíma og ræðir um það hverju megi búast við fjórðu iðnbyltingunni. Þessari byltingu sem við erum sögð vera fara í gegnum núna, en áttum okkur stundum ekki á því í hverju felst. Við tókum Ólaf Andra tali og spurðum meðal annars um það hvort sé rétt: Munu störf hverfa eða munu störfin sem við þekkjum í dag breytast? „Að sjálfsögðu munu einhver störf hverfa, önnur breytast og ný verða til. Annað væri verulega furðulegt og í ósamræmi við söguna. Alveg frá því iðnvæðing hófst af alvöru um miðja 18. öld hafa störf horfið og önnur komið í staðinn. Það mun halda áfram og hugsanlega gerast hraðar á næstu árum og áratugum. Í gegnum söguna hefur ákveðið stef verið endurtekið: Störf hverfa og það er vont í stuttan tíma fyrir þá sem í því lenda en gott fyrir heildina til lengri tíma því þannig eru framfarir.“ Róbotar taka yfir störf, gervigreind leysir ráðgjafa af hólmi og drónar munu ferja fólk og varning. Tækni framtíðarinnar er í senn heillandi, ógnvænleg og sveipuð óvissu.Vísir/Almenna bókafélagið Sum störf næmari fyrir sjálfvirknivæðingu en önnur Ólafur Andri segir fjölmargar dómsdagsspár til en afrekaskrá spámanna vera frekar rýra. Þannig tekur hann dæmi um misskilning sem varð um allan heim í kjölfar skýrslu sem margir túlkuðu á þann veg að allt að helmingur starfa myndi hverfa. Er ástæða fyrir fólk að óttast um störfin sín? „Umræðan um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif á störf hljómar oft eins og við þurfum bara að bíða örlaga okkar og við höfum ekkert að segja um framtíðina. Róbótarnir og gervigreind mun útrýma öllum störfum með tilheyrandi þjáningu og ófriði. Fjölmargar dómsdagsspár eru til um þessi efni en hingað er afrekaskrá spámannana frekar rýr. Árið 2013 komu fréttir um það að rannsóknarskýrsla frá vísindamönnum í Oxford borg sýndi fram á það að 47% starfa í Bandaríkjunum myndu hverfa á áratug eða svo. Núna eru sjö ár liðin og litið virðist bóla á þessu mikla atvinnuhvarfi. Reyndar stóð þetta ekki í skýrslunni. Frey og Osborne skýrslan, eins og hún er kölluð, er 70 síðna fræðilega skýrsla sem lýsir næmni starfa við tæknivæðingu. Niðurstaðan var að 47% starfa í Bandaríkjunum falla í hóp starfa sem er næmari fyrir sjálfvirknivæðingu framtíðar en önnur. Niðurstaðan var að 47% starfa í Bandaríkjunum falla í hóp starfa sem er næmari fyrir sjálfvirknivæðingu framtíðar en önnur.“ Ólafur segir að í þessu geti reyndar falist ýmiss tækifæri. „Þetta getur þýtt að þessi störf kalla á nýja hæfileika. Sem dæmi má nefna störf við þjónustu eða markaðstörf kalli á stafræna færni, ekki endilega að slík störf hverfi.“ Að sjálfsögðu munu einhver störf hverfa, önnur breytast og ný verða til. Annað væri verulega furðulegt og í ósamræmi við söguna. Sagan sýnir að í kjölfar tækniframfara verða til ný tækifæri og ný störf.Vísir/Getty Sem dæmi má nefna að með einkatölvunni hurfu 3,5 milljón starfa en 19,2 milljón starfa urðu til í Bandaríkjunum. Tækniframfarir leiða til nýrra starfa Ólafur Andri segir tækniframfarir almennt leiða til nýrra starfa og um það sé til dæmis hægt að lesa í áhugaverðri skýrslu McKinsey Jobs lost, Jobs gained: Workforce Transitions in time of automation. Þá sé líka gott að taka einkatölvuna og þeim áhrifum sem hún hafði á atvinnulífið. „Í gegnum tölvu- og upplýsingabyltinguna sem var á síðari hluta 20. aldar, þriðja iðnbylting eins og hún er kölluð núna, var mikið rætt um sjálfvirknivæðingu. Dæmi voru um að fjöldi skrifstofustarfa hurfu þar sem tölvur gátu greitt út laun, prentað ávísanir og framkvæmt ýmsa útreikninga. Umræðan um þessi mál var hávær í Bandaríkjunum og þurftu talsmenn tölvufyrirtækja eins og IBM sífellt að réttlæta kosti tölvurnar. Ef atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum eru skoðaðar varð þó aldrei mikið atvinnuleysi. Önnur störf komu einfaldlega í staðinn. Sem dæmi má nefna að með einkatölvunni hurfu 3,5 milljón starfa en 19,2 milljón starfa urðu til í Bandaríkjunum. Með tækniframförum verða til ný tækifæri og þau leiða til nýrra starfa.“ Tæp þriðjungur starfa á Íslandi munu sjálfvirknivæðast Ólafur Andri segir algengt að tækniframfarir séu ofmetnar til skamms tíma en vanmetnar til langs tíma. Á Íslandi megi gera ráð fyrir miklum breytingum á næstu tíu til fimmtán árum. „Fyrir ári síðan kom út vönduð og ítarleg skýrsla á vegum Forsætisráðuneytisins, „Ísland og fjórða iðnbyltingin“. Þar segir að 28% af störfum á íslenskum vinnumarkaði teljast mjög líkleg til að verða sjálfvirknivædd á tíu til fimmtán árum. Það hljómar kannski mikið en ef þetta gerist yfir nógu langan tíma þá tökum við ekki eftir þessu. Við þurfum líka að átta okkur á tímasetningum. Það er ágætt að hafa lögmál Amara í huga: Við eigum það til að ofmeta tækniframfarir til skamms tíma en vanmeta til langstíma. Þegar við sjáum dæmi um nýja tækni teljum við að allt breytist en svo gerast hlutirnir hægt og rólega og það er ekki fyrr en eftir mörg ár að við lítum til baka og sjáum allar breytingarnar. Við tókum bara ekki eftir þeim því þær taka bara eitt skref í einu, einn dag í senn.“ Ólafur Andri segir fjölmörg dæmi um að skortur á vinnuafli leiði til sjálfvirknivæðingar. Skortur á vinnuafli beinlínis ýtti undir vélvæðingu sveitastarfa. Um 1800 unnu 80% manna við landbúnað en eru nú örfá prósent og matvælaframleiðslan margfalt meiri. Róbótar nauðsynlegir fyrir eldri borgara En sjálfvirknivæðast kannski þau störf helst, sem talað er um að erfitt sé að fá fólk til að vinna, til dæmis í fiskvinnslu eða afgreiðslu? „Það eru fjölmörg dæmi um það að skortur á vinnuafli leiði til sjálfvirknivæðingar. Þegar fyrsta iðnbyltingin stóð yfir flutti fólk úr sveitum til að borga í von um betra líf. Sveitastarfið var afskaplega erfitt og tímafrekt. Skortur á vinnuafli beinlínis ýtti undir vélvæðingu sveitastarfa. Um 1800 unnu 80% manna við landbúnað en eru nú örfá prósent og matvælaframleiðslan margfalt meiri. Með tækniframförum hefur ræktarland meira að segja minnkað í sumum löndum.“ Þá bendir Ólafur Andri einnig á að stundum sé sjálfvirknivæðing nauðsynleg. Það eigi ekkert síst við um umönnun eldri borgara í samfélögum sem eru að eldast. „Menn segja líka að fyrir þjóðfélög sem eru að eldast þá eru róbótarnir ekki valkostur þeir eru nauðsynlegir til að sinna þörfum eldri borgara.“ Vegarkerfi í háloftum fyrir ofan borgir er eitthvað sem margir sjá fyrir. Það er vegakerfi sem sjáum ekki auðveldlega enda stýrt er af hugbúnaði. Borgir munu þá þurfa að útbúa innviði til slíkra flutninga Borgir þurfa að huga að nýjum innviðum En er Ísland á réttum stað í umræðunni? Hér er til dæmis mikið talað um orkuskipti í samgöngum en væri kannski réttara að tala um hvað á eftir að gerast með sjálfkeyrandi bílum eða drónum í háloftum? „Já, orkuskipti eru að ganga yfir, ekki bara í bílum heldur líka í loftförum og skipum. Hugsanlega í framtíðinni í byggingum líka þar sem byggingar gætu framleitt rafmagn og verið með rafhlöðu. Þegar talað er um sjálfkeyrandi bíla þá eru sjálfvirknin flokkuð heftir sex stigum, frá 0 og upp í 5. Bílar sem eru á stigi 0 eru algjörlega án nokkurrar sjálfvirkni og þeir sem eru á 5. stígi eru algjörlega sjálfvirkir, hafa ekki einu sinni stýri. Stig 3 sem er skilyrt sjálfvirkni er þegar komið. Þá getur ökumaður stillt á sjálfvikni ef ákveðin skilyrði eru til staðar, til dæmis keyrsla á þjóðvegi þar sem hægari umferð eins og gangandi fólk er ekki til staðar. Ökumaður verður að vera til taks til að taka við stjórninn. Enn er nokkuð í að Stig 4, sem er mikil sjálfvirkni, komi á markað og hvað þá stig 5. Þetta tekur tíma. Á næstu árum munum við sjá dróna og önnur ómönnuð loftför til vöruflutninga. Þegar þetta svið er skoðað er fjölmörg fyrirtæki, bæði þekkt stórfyrirtæki eins og Amazon, Uber og Boing sem og nýsköpunarfyrirtæki, að þróa nýjar kynslóðir af loftförum sem hljóta að hafa einhver áhrif. Vegarkerfi í háloftum fyrir ofan borgir er eitthvað sem margir sjá fyrir. Það er vegakerfi sem sjáum ekki auðveldlega enda stýrt er af hugbúnaði. Borgir munu þá þurfa að útbúa innviði til slíkra flutninga.“ Ólafur Andri segir að það felist eiginlega í orðinu ,,tækniframfarir" að þróunin hefur jákvæð áhrif á umhverfið.Vísir/Vilhelm Með vaxandi meðvitund um umhverfismál undanfarna áratugi hafa tækniframfarir einmitt haft jákvæð áhrif á umhverfið, sérstaklega á þessari öld með auknum hugbúnaði og gervigreind. Það felst eiginlega í orðinu tækniframfarir að það er jákvætt fyrir umhverfið. Tækniframfarir jákvæðar fyrir umhverfið Að sögn Ólafs Andra sýnir sagan okkur að þótt á einhverjum stigum iðnvæðing virðist fara illa með náttúruna og menga, þá leiði framfarir til þess að nýta efni betur og kalla fram hagræðingu. En hvað með loftlagsvánna, ætti öll tækniþróun ekki að beinast að henni? „Með vaxandi meðvitund um umhverfismál undanfarna áratugi hafa tækniframfarir einmitt haft jákvæð áhrif á umhverfið, sérstaklega á þessari öld með auknum hugbúnaði og gervigreind. Það felst eiginlega í orðinu tækniframfarir að það er jákvætt fyrir umhverfið. Fjarskiptafyrirtækið Ericsson áætlar að með lausnum sem byggja á samskiptum véla í umhverfinu okkar geti leitt til 18% minnkunar á losun kolefnislofttegunda árið 2030. Ein af óvæntustu afleiðingum iðnvæðingar er það sem kallað er afefnisvæðing eða ,,dematerialisation“ á ensku. Á einhverjum stigum virðist iðnvæðing þurfa mikið hráefni, fara illa með náttúruna og menga. Síðan eftir því sem iðnhagkerfi þroskast snýst þetta við og notkun hráefna fer minnkandi þrátt fyrir að hagkerfin halda áfram að vaxa. Það er almennt viðkennt að eftir því sem hagkerfi vaxa meira þurfa þau meira af efnum eins og stáli, áli, kopar, pappír, áburði, vatni og hvað eina sem þarf. Rannsóknir undanfarinna ára hafa sýnt að þetta er ekki svo. Með bættri tækni og hvötum til að nýta efni betur kalla fram hagræðingu.“ Símsvarar, hallamál, vasaljós, vekjaraklukkur og margt fleira er nú app í snjallsímanum. Geisladiskar, DVD og tæki til að spila slíkt eru horfin og óáþreifanlegt streymi hefur tekið við. Þessar græjur sem voru í sambandi allan sólarhringin eyða ekki rafmagni í dag. Þá bendir Ólafur Andri á að þótt mikið sé talað um mengun í formi þess að við notum allt of mikið af hlutum og dóti, þá hafi tækniframfarir gert það að verkum að við notum í raun minna en oft áður. „Annað sem hefur gerst er að sífellt meira af hlutum sem við notum hafa breyst í hugbúnað. Símsvarar, hallamál, vasaljós, vekjaraklukkur og margt fleira er nú app í snjallsímanum. Geisladiskar, DVD og tæki til að spila slíkt eru horfin og óáþreifanlegt streymi hefur tekið við. Þessar græjur sem voru í sambandi allan sólarhringin eyða ekki rafmagni í dag.“ Róbótar 21.aldarinnar eru nettengdir og stýrt af hugbúnaði. Mögulega munu þeir skapa ný störf þar sem áður óhagkvæmar verksmiðjur verða mögulegar. Ólafur Andri segir að með róbótum verði verksmiðjur afkastameiri með færri starfsfólki. Við fyrstu sýn muni þessi þróun fækka störfum en mögulega gæti hún líka fætt af sér ný störf þar sem áður óhakvæmar verksmiðjur verða mögulegar. „Róbótar 20. aldarinnar voru einfaldir iðnþjarkar. Róbotar 21. aldar eru nettengdir og stýrt af hugbúnaði. Þetta er vélar sem sjá, keyra og tengjast saman. Þannig getur róbot unnið með fólki, til dæmi sótt aðföng, lyft þungum hlutum og unnið nákvæmisverk. Fólkið er þá í aðalhlutverki en vélarnar hjálpa til. Stóra breytingin er svo sú að verksmiðjur verða afkastameiri og með færri starfsfólki. Það gæti við fyrstu sýn leitt til færri starfa, en það gæti líka leitt til þess að verksmiðjur sem áður voru óhagkvæmar verða mögulegar. Framleiðslustörfin sem fóru til asíulanda koma til baka til Evrópu og Bandaríkjanna, þar sem tækniþróun gerir þau hagkvæm.“ En munum við þá í framtíðinni starfa með róbótum, svona eins og við sjáum í bíómyndum? ,,Það er þegar að gerast. Framleiðslufyrirtæki hafa verið að innleiða sífellt meiri sjálfvirkni til dæmis með róbótum. Þetta er það sem menn kalla „iðnaður 4.0“.“ En hver verða nýju störfin fyrir fólk? „Það er svo auðvelt að benda á störf sem tapast en erfiðara að benda á störf sem munu koma. Alþjóðahagfræðiráðið gaf í síðasta mánuði út skýrsluna: Jobs of Tomorrow: Mapping Opportunity in the New Economy eða störf morgundagsins. Þar er fjallað um hvernig störf eru að breytast og ný að verða til. Má nefna störf sem tengjast umönnun fólks, ekki bara í heilbrigðiskerfinu heldur líka fólks sem vill ná betri árangri í lífinu eða betir vellíðan. Það eru mörg tækifæri í heilsutækni. Allt sem tengist gervigreind, gögnum og hugbúnaðargerð kallar á ný störf. Þá eru að verða ný störf sem tengjst umhverfismálum enda eru þau mikið í umræðunni og fyrirtæki vilja leggja sitt af mörkum. Svo eru fjölmörg störf við vöruþrónun sem fá meiri áherslu.“ Ólafur segir að ný störf muni mögulega þýða aukna áherslu á hæfileika eins og sköpunargáfu, dómgreind og stafræna færni. „Þá eru mannauðsmál mikilvæg þar sem sífellt er flóknara að tengja saman síbreytileg störf og fólk með réttu hæfileikana. Heitið á gráðu í háskóla segir kannski ekki nóg því ný störf auka áherslu á hæfileika eins og sköpunargáfu, dómgreind og stafræna færni. Einnig eru hefbundin störf við sölu og markaðsetningu að kalla á stafræna færni. Í raun má taka marga starfstitla sem til eru í dag og setja orðið stafrænn fyrir fram.“ Tengdar fréttir Mun vinnustaðurinn þinn líta svona út 2030? Það verður hægt að sjá á rauntíma hvar þú og samstarfsfélagar þínir eru á vinnustaðnum og skynjari mun stimpla þig inn og úr vinnu. Þú færð rafrænar leiðbeiningar um laus bílastæði fyrir (rafmagns-) bílinn þinn og hiti, birta og raki verður stilltur að þínum þörfum. 31. janúar 2020 12:00 Sjálfvirknivæðingin: Kjöt án dýraafurða og róbótar vakta eldri borgara Hröðustu breytingarnar framundan eru í afgreiðslu, þjónustu og fjármálageiranum segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson sérfræðingur hjá Origo. 5. febrúar 2020 12:00 Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ólafur Andri Ragnarsson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík, segir umræðuna um fjórðu iðnbyltinguna oft hljóma eins og fólk þurfi að bíða örlaga sinna og hafi ekkert um framtíðina að segja. Þetta er mikill misskilningur því þótt það verði eflaust vont í smá tíma, þá fylgi framförum ný tækifæri. Sem dæmi nefnir hann að þegar einkatölvan kom fyrst á markað, hurfu 3,5 milljónir starfa. Hins vegar sköpuðust 19 milljónir nýrra starfa. Skömmu fyrir jól gaf Almenna bókafélagið út bókina Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson. Fáir þekkja sögu iðnbyltinga betur en hann, enda fer hann í bókinni yfir fyrri tíma og ræðir um það hverju megi búast við fjórðu iðnbyltingunni. Þessari byltingu sem við erum sögð vera fara í gegnum núna, en áttum okkur stundum ekki á því í hverju felst. Við tókum Ólaf Andra tali og spurðum meðal annars um það hvort sé rétt: Munu störf hverfa eða munu störfin sem við þekkjum í dag breytast? „Að sjálfsögðu munu einhver störf hverfa, önnur breytast og ný verða til. Annað væri verulega furðulegt og í ósamræmi við söguna. Alveg frá því iðnvæðing hófst af alvöru um miðja 18. öld hafa störf horfið og önnur komið í staðinn. Það mun halda áfram og hugsanlega gerast hraðar á næstu árum og áratugum. Í gegnum söguna hefur ákveðið stef verið endurtekið: Störf hverfa og það er vont í stuttan tíma fyrir þá sem í því lenda en gott fyrir heildina til lengri tíma því þannig eru framfarir.“ Róbotar taka yfir störf, gervigreind leysir ráðgjafa af hólmi og drónar munu ferja fólk og varning. Tækni framtíðarinnar er í senn heillandi, ógnvænleg og sveipuð óvissu.Vísir/Almenna bókafélagið Sum störf næmari fyrir sjálfvirknivæðingu en önnur Ólafur Andri segir fjölmargar dómsdagsspár til en afrekaskrá spámanna vera frekar rýra. Þannig tekur hann dæmi um misskilning sem varð um allan heim í kjölfar skýrslu sem margir túlkuðu á þann veg að allt að helmingur starfa myndi hverfa. Er ástæða fyrir fólk að óttast um störfin sín? „Umræðan um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif á störf hljómar oft eins og við þurfum bara að bíða örlaga okkar og við höfum ekkert að segja um framtíðina. Róbótarnir og gervigreind mun útrýma öllum störfum með tilheyrandi þjáningu og ófriði. Fjölmargar dómsdagsspár eru til um þessi efni en hingað er afrekaskrá spámannana frekar rýr. Árið 2013 komu fréttir um það að rannsóknarskýrsla frá vísindamönnum í Oxford borg sýndi fram á það að 47% starfa í Bandaríkjunum myndu hverfa á áratug eða svo. Núna eru sjö ár liðin og litið virðist bóla á þessu mikla atvinnuhvarfi. Reyndar stóð þetta ekki í skýrslunni. Frey og Osborne skýrslan, eins og hún er kölluð, er 70 síðna fræðilega skýrsla sem lýsir næmni starfa við tæknivæðingu. Niðurstaðan var að 47% starfa í Bandaríkjunum falla í hóp starfa sem er næmari fyrir sjálfvirknivæðingu framtíðar en önnur. Niðurstaðan var að 47% starfa í Bandaríkjunum falla í hóp starfa sem er næmari fyrir sjálfvirknivæðingu framtíðar en önnur.“ Ólafur segir að í þessu geti reyndar falist ýmiss tækifæri. „Þetta getur þýtt að þessi störf kalla á nýja hæfileika. Sem dæmi má nefna störf við þjónustu eða markaðstörf kalli á stafræna færni, ekki endilega að slík störf hverfi.“ Að sjálfsögðu munu einhver störf hverfa, önnur breytast og ný verða til. Annað væri verulega furðulegt og í ósamræmi við söguna. Sagan sýnir að í kjölfar tækniframfara verða til ný tækifæri og ný störf.Vísir/Getty Sem dæmi má nefna að með einkatölvunni hurfu 3,5 milljón starfa en 19,2 milljón starfa urðu til í Bandaríkjunum. Tækniframfarir leiða til nýrra starfa Ólafur Andri segir tækniframfarir almennt leiða til nýrra starfa og um það sé til dæmis hægt að lesa í áhugaverðri skýrslu McKinsey Jobs lost, Jobs gained: Workforce Transitions in time of automation. Þá sé líka gott að taka einkatölvuna og þeim áhrifum sem hún hafði á atvinnulífið. „Í gegnum tölvu- og upplýsingabyltinguna sem var á síðari hluta 20. aldar, þriðja iðnbylting eins og hún er kölluð núna, var mikið rætt um sjálfvirknivæðingu. Dæmi voru um að fjöldi skrifstofustarfa hurfu þar sem tölvur gátu greitt út laun, prentað ávísanir og framkvæmt ýmsa útreikninga. Umræðan um þessi mál var hávær í Bandaríkjunum og þurftu talsmenn tölvufyrirtækja eins og IBM sífellt að réttlæta kosti tölvurnar. Ef atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum eru skoðaðar varð þó aldrei mikið atvinnuleysi. Önnur störf komu einfaldlega í staðinn. Sem dæmi má nefna að með einkatölvunni hurfu 3,5 milljón starfa en 19,2 milljón starfa urðu til í Bandaríkjunum. Með tækniframförum verða til ný tækifæri og þau leiða til nýrra starfa.“ Tæp þriðjungur starfa á Íslandi munu sjálfvirknivæðast Ólafur Andri segir algengt að tækniframfarir séu ofmetnar til skamms tíma en vanmetnar til langs tíma. Á Íslandi megi gera ráð fyrir miklum breytingum á næstu tíu til fimmtán árum. „Fyrir ári síðan kom út vönduð og ítarleg skýrsla á vegum Forsætisráðuneytisins, „Ísland og fjórða iðnbyltingin“. Þar segir að 28% af störfum á íslenskum vinnumarkaði teljast mjög líkleg til að verða sjálfvirknivædd á tíu til fimmtán árum. Það hljómar kannski mikið en ef þetta gerist yfir nógu langan tíma þá tökum við ekki eftir þessu. Við þurfum líka að átta okkur á tímasetningum. Það er ágætt að hafa lögmál Amara í huga: Við eigum það til að ofmeta tækniframfarir til skamms tíma en vanmeta til langstíma. Þegar við sjáum dæmi um nýja tækni teljum við að allt breytist en svo gerast hlutirnir hægt og rólega og það er ekki fyrr en eftir mörg ár að við lítum til baka og sjáum allar breytingarnar. Við tókum bara ekki eftir þeim því þær taka bara eitt skref í einu, einn dag í senn.“ Ólafur Andri segir fjölmörg dæmi um að skortur á vinnuafli leiði til sjálfvirknivæðingar. Skortur á vinnuafli beinlínis ýtti undir vélvæðingu sveitastarfa. Um 1800 unnu 80% manna við landbúnað en eru nú örfá prósent og matvælaframleiðslan margfalt meiri. Róbótar nauðsynlegir fyrir eldri borgara En sjálfvirknivæðast kannski þau störf helst, sem talað er um að erfitt sé að fá fólk til að vinna, til dæmis í fiskvinnslu eða afgreiðslu? „Það eru fjölmörg dæmi um það að skortur á vinnuafli leiði til sjálfvirknivæðingar. Þegar fyrsta iðnbyltingin stóð yfir flutti fólk úr sveitum til að borga í von um betra líf. Sveitastarfið var afskaplega erfitt og tímafrekt. Skortur á vinnuafli beinlínis ýtti undir vélvæðingu sveitastarfa. Um 1800 unnu 80% manna við landbúnað en eru nú örfá prósent og matvælaframleiðslan margfalt meiri. Með tækniframförum hefur ræktarland meira að segja minnkað í sumum löndum.“ Þá bendir Ólafur Andri einnig á að stundum sé sjálfvirknivæðing nauðsynleg. Það eigi ekkert síst við um umönnun eldri borgara í samfélögum sem eru að eldast. „Menn segja líka að fyrir þjóðfélög sem eru að eldast þá eru róbótarnir ekki valkostur þeir eru nauðsynlegir til að sinna þörfum eldri borgara.“ Vegarkerfi í háloftum fyrir ofan borgir er eitthvað sem margir sjá fyrir. Það er vegakerfi sem sjáum ekki auðveldlega enda stýrt er af hugbúnaði. Borgir munu þá þurfa að útbúa innviði til slíkra flutninga Borgir þurfa að huga að nýjum innviðum En er Ísland á réttum stað í umræðunni? Hér er til dæmis mikið talað um orkuskipti í samgöngum en væri kannski réttara að tala um hvað á eftir að gerast með sjálfkeyrandi bílum eða drónum í háloftum? „Já, orkuskipti eru að ganga yfir, ekki bara í bílum heldur líka í loftförum og skipum. Hugsanlega í framtíðinni í byggingum líka þar sem byggingar gætu framleitt rafmagn og verið með rafhlöðu. Þegar talað er um sjálfkeyrandi bíla þá eru sjálfvirknin flokkuð heftir sex stigum, frá 0 og upp í 5. Bílar sem eru á stigi 0 eru algjörlega án nokkurrar sjálfvirkni og þeir sem eru á 5. stígi eru algjörlega sjálfvirkir, hafa ekki einu sinni stýri. Stig 3 sem er skilyrt sjálfvirkni er þegar komið. Þá getur ökumaður stillt á sjálfvikni ef ákveðin skilyrði eru til staðar, til dæmis keyrsla á þjóðvegi þar sem hægari umferð eins og gangandi fólk er ekki til staðar. Ökumaður verður að vera til taks til að taka við stjórninn. Enn er nokkuð í að Stig 4, sem er mikil sjálfvirkni, komi á markað og hvað þá stig 5. Þetta tekur tíma. Á næstu árum munum við sjá dróna og önnur ómönnuð loftför til vöruflutninga. Þegar þetta svið er skoðað er fjölmörg fyrirtæki, bæði þekkt stórfyrirtæki eins og Amazon, Uber og Boing sem og nýsköpunarfyrirtæki, að þróa nýjar kynslóðir af loftförum sem hljóta að hafa einhver áhrif. Vegarkerfi í háloftum fyrir ofan borgir er eitthvað sem margir sjá fyrir. Það er vegakerfi sem sjáum ekki auðveldlega enda stýrt er af hugbúnaði. Borgir munu þá þurfa að útbúa innviði til slíkra flutninga.“ Ólafur Andri segir að það felist eiginlega í orðinu ,,tækniframfarir" að þróunin hefur jákvæð áhrif á umhverfið.Vísir/Vilhelm Með vaxandi meðvitund um umhverfismál undanfarna áratugi hafa tækniframfarir einmitt haft jákvæð áhrif á umhverfið, sérstaklega á þessari öld með auknum hugbúnaði og gervigreind. Það felst eiginlega í orðinu tækniframfarir að það er jákvætt fyrir umhverfið. Tækniframfarir jákvæðar fyrir umhverfið Að sögn Ólafs Andra sýnir sagan okkur að þótt á einhverjum stigum iðnvæðing virðist fara illa með náttúruna og menga, þá leiði framfarir til þess að nýta efni betur og kalla fram hagræðingu. En hvað með loftlagsvánna, ætti öll tækniþróun ekki að beinast að henni? „Með vaxandi meðvitund um umhverfismál undanfarna áratugi hafa tækniframfarir einmitt haft jákvæð áhrif á umhverfið, sérstaklega á þessari öld með auknum hugbúnaði og gervigreind. Það felst eiginlega í orðinu tækniframfarir að það er jákvætt fyrir umhverfið. Fjarskiptafyrirtækið Ericsson áætlar að með lausnum sem byggja á samskiptum véla í umhverfinu okkar geti leitt til 18% minnkunar á losun kolefnislofttegunda árið 2030. Ein af óvæntustu afleiðingum iðnvæðingar er það sem kallað er afefnisvæðing eða ,,dematerialisation“ á ensku. Á einhverjum stigum virðist iðnvæðing þurfa mikið hráefni, fara illa með náttúruna og menga. Síðan eftir því sem iðnhagkerfi þroskast snýst þetta við og notkun hráefna fer minnkandi þrátt fyrir að hagkerfin halda áfram að vaxa. Það er almennt viðkennt að eftir því sem hagkerfi vaxa meira þurfa þau meira af efnum eins og stáli, áli, kopar, pappír, áburði, vatni og hvað eina sem þarf. Rannsóknir undanfarinna ára hafa sýnt að þetta er ekki svo. Með bættri tækni og hvötum til að nýta efni betur kalla fram hagræðingu.“ Símsvarar, hallamál, vasaljós, vekjaraklukkur og margt fleira er nú app í snjallsímanum. Geisladiskar, DVD og tæki til að spila slíkt eru horfin og óáþreifanlegt streymi hefur tekið við. Þessar græjur sem voru í sambandi allan sólarhringin eyða ekki rafmagni í dag. Þá bendir Ólafur Andri á að þótt mikið sé talað um mengun í formi þess að við notum allt of mikið af hlutum og dóti, þá hafi tækniframfarir gert það að verkum að við notum í raun minna en oft áður. „Annað sem hefur gerst er að sífellt meira af hlutum sem við notum hafa breyst í hugbúnað. Símsvarar, hallamál, vasaljós, vekjaraklukkur og margt fleira er nú app í snjallsímanum. Geisladiskar, DVD og tæki til að spila slíkt eru horfin og óáþreifanlegt streymi hefur tekið við. Þessar græjur sem voru í sambandi allan sólarhringin eyða ekki rafmagni í dag.“ Róbótar 21.aldarinnar eru nettengdir og stýrt af hugbúnaði. Mögulega munu þeir skapa ný störf þar sem áður óhagkvæmar verksmiðjur verða mögulegar. Ólafur Andri segir að með róbótum verði verksmiðjur afkastameiri með færri starfsfólki. Við fyrstu sýn muni þessi þróun fækka störfum en mögulega gæti hún líka fætt af sér ný störf þar sem áður óhakvæmar verksmiðjur verða mögulegar. „Róbótar 20. aldarinnar voru einfaldir iðnþjarkar. Róbotar 21. aldar eru nettengdir og stýrt af hugbúnaði. Þetta er vélar sem sjá, keyra og tengjast saman. Þannig getur róbot unnið með fólki, til dæmi sótt aðföng, lyft þungum hlutum og unnið nákvæmisverk. Fólkið er þá í aðalhlutverki en vélarnar hjálpa til. Stóra breytingin er svo sú að verksmiðjur verða afkastameiri og með færri starfsfólki. Það gæti við fyrstu sýn leitt til færri starfa, en það gæti líka leitt til þess að verksmiðjur sem áður voru óhagkvæmar verða mögulegar. Framleiðslustörfin sem fóru til asíulanda koma til baka til Evrópu og Bandaríkjanna, þar sem tækniþróun gerir þau hagkvæm.“ En munum við þá í framtíðinni starfa með róbótum, svona eins og við sjáum í bíómyndum? ,,Það er þegar að gerast. Framleiðslufyrirtæki hafa verið að innleiða sífellt meiri sjálfvirkni til dæmis með róbótum. Þetta er það sem menn kalla „iðnaður 4.0“.“ En hver verða nýju störfin fyrir fólk? „Það er svo auðvelt að benda á störf sem tapast en erfiðara að benda á störf sem munu koma. Alþjóðahagfræðiráðið gaf í síðasta mánuði út skýrsluna: Jobs of Tomorrow: Mapping Opportunity in the New Economy eða störf morgundagsins. Þar er fjallað um hvernig störf eru að breytast og ný að verða til. Má nefna störf sem tengjast umönnun fólks, ekki bara í heilbrigðiskerfinu heldur líka fólks sem vill ná betri árangri í lífinu eða betir vellíðan. Það eru mörg tækifæri í heilsutækni. Allt sem tengist gervigreind, gögnum og hugbúnaðargerð kallar á ný störf. Þá eru að verða ný störf sem tengjst umhverfismálum enda eru þau mikið í umræðunni og fyrirtæki vilja leggja sitt af mörkum. Svo eru fjölmörg störf við vöruþrónun sem fá meiri áherslu.“ Ólafur segir að ný störf muni mögulega þýða aukna áherslu á hæfileika eins og sköpunargáfu, dómgreind og stafræna færni. „Þá eru mannauðsmál mikilvæg þar sem sífellt er flóknara að tengja saman síbreytileg störf og fólk með réttu hæfileikana. Heitið á gráðu í háskóla segir kannski ekki nóg því ný störf auka áherslu á hæfileika eins og sköpunargáfu, dómgreind og stafræna færni. Einnig eru hefbundin störf við sölu og markaðsetningu að kalla á stafræna færni. Í raun má taka marga starfstitla sem til eru í dag og setja orðið stafrænn fyrir fram.“
Tengdar fréttir Mun vinnustaðurinn þinn líta svona út 2030? Það verður hægt að sjá á rauntíma hvar þú og samstarfsfélagar þínir eru á vinnustaðnum og skynjari mun stimpla þig inn og úr vinnu. Þú færð rafrænar leiðbeiningar um laus bílastæði fyrir (rafmagns-) bílinn þinn og hiti, birta og raki verður stilltur að þínum þörfum. 31. janúar 2020 12:00 Sjálfvirknivæðingin: Kjöt án dýraafurða og róbótar vakta eldri borgara Hröðustu breytingarnar framundan eru í afgreiðslu, þjónustu og fjármálageiranum segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson sérfræðingur hjá Origo. 5. febrúar 2020 12:00 Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Mun vinnustaðurinn þinn líta svona út 2030? Það verður hægt að sjá á rauntíma hvar þú og samstarfsfélagar þínir eru á vinnustaðnum og skynjari mun stimpla þig inn og úr vinnu. Þú færð rafrænar leiðbeiningar um laus bílastæði fyrir (rafmagns-) bílinn þinn og hiti, birta og raki verður stilltur að þínum þörfum. 31. janúar 2020 12:00
Sjálfvirknivæðingin: Kjöt án dýraafurða og róbótar vakta eldri borgara Hröðustu breytingarnar framundan eru í afgreiðslu, þjónustu og fjármálageiranum segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson sérfræðingur hjá Origo. 5. febrúar 2020 12:00
Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00