Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 16:15 Mary-Lou McDonald, leiðtogi Sinn Fein, mælist nú vinsælasti stjórnmálamaður Írlands en um 41% svarenda í könnunum segjast ánægðir með störf hennar. Vísir/EPA Írski þjóðernisflokkurinn Sinn Fein mælist nú stærsti flokkurinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram á Írlandi á laugardag. Verði úrslitin í samræmi við kannanir gæti flokkurinn komist í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Stóru flokkarnir sem hafa ráðið írskum stjórnmálum hafa þó fram að þessu hafnað samstarfi við Sinn Fein á þeim forsendum að hann tengist Írska lýðveldishernum. Nýjustu kannanir benda til þess að Sinn Fein fengi um 25% atkvæða ef kosið yrði í dag. Flokkurinn hefur þannig tekið fram úr miðhægriflokkunum Fine Gael og Fianna Fail sem hafa skipst á að stýra Írlandi undanfarna öld. Sá fyrrnefndi mælist með 20% og sá síðarnefndi með 23%. Um söguleg tíðindi væri að ræða kæmist Sinn Fein í lykilstöðu eftir kosningar en félögum í flokknum var meðal annars bannað að tjá sig við írska fjölmiðla allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar. Írska ríkisútvarpið ætlaði upphaflega aðeins að bjóða leiðtogum stóru flokkanna tveggja í sjónvarpskappræður sem fara fram í kvöld en sneri þeirri ákvörðun við í gær. Fylgisaukningin kemur jafnvel Sinn Fein-liðum sjálfum á óvart, svo mjög að flokkurinn teflir líklega ekki fram nægilega mörgum frambjóðendum á landsvísu til þess að geta leitt ríkisstjórn. Aðeins 42 eru í framboði fyrir flokkinn og gæti flokkurinn þannig mest fengið fjórðung þingsæta. Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, boðaði til kosninganna í síðasta mánuði. Þá voru flokkur hans og Fianna Fail nær jafnir og efstir í skoðanakönnunum.Vísir/EPA Yrði í það minnsta öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn Sinn Fein, undir forystu Gerry Adams, var lengi vel talinn hluti af Írska lýðveldishernum (IRA) sem háði blóðugu baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Á stefnuskrá flokksins er enn að sameina Írland. Mary-Lou McDonald, fimmtugur Dyflinnarbúi, tók við leiðtogahlutverkinu í Sinn Fein af Adams fyrir tveimur árum. Hún mælist nú vinsælasti stjórnmálaleiðtogi Írlands. Flokkurinn er vinstrisinnaður og hefur beint spjótum sínum að ójöfnuði í írsku samfélagi í kosningabaráttunni. Sameining Írlands er nú aftursætinu fyrir aftan húsnæðismál, barnagæslu og tryggingakostnað. „Þetta er ný tegund kosninga. Það slær mig hversu opinskátt fólk talar um að það vilji breytingar,“ segir McDonald við Reuters-fréttastofuna. Þó að önnur mál hafi verið ofar á baugi í kosningabaráttunni hafa talsmenn Sinn Fein sagt að flokkurinn taki ekki sæti í samsteypustjórn nema að samkomulag náist um að hefja þegar í stað undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands og Norður-Írlands sem færi fram innan fimm ára, að sögn The Guardian. Andstaða stóru flokkanna gæti komið í veg fyrir að Sinn Fein kæmist í fyrsta skipti í ríkisstjórn á Írlandi. Flokkurinn yrði engu að síður helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins. Sinn Fein á sæti í heimastjórn Norður-Írlands þar sem flokkurinn deilir völdum með sambandssinnaflokknum DUP. Á Írlandi hefur Sinn Fein verið þriðji stærsti flokkurinn í kjölfar efnahagshruns sem reið yfir fyrir tíu árum. Flokkurinn hlaut 14% atkvæða í kosningum árið 2016. Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Írski þjóðernisflokkurinn Sinn Fein mælist nú stærsti flokkurinn fyrir þingkosningarnar sem fara fram á Írlandi á laugardag. Verði úrslitin í samræmi við kannanir gæti flokkurinn komist í ríkisstjórn í fyrsta skipti. Stóru flokkarnir sem hafa ráðið írskum stjórnmálum hafa þó fram að þessu hafnað samstarfi við Sinn Fein á þeim forsendum að hann tengist Írska lýðveldishernum. Nýjustu kannanir benda til þess að Sinn Fein fengi um 25% atkvæða ef kosið yrði í dag. Flokkurinn hefur þannig tekið fram úr miðhægriflokkunum Fine Gael og Fianna Fail sem hafa skipst á að stýra Írlandi undanfarna öld. Sá fyrrnefndi mælist með 20% og sá síðarnefndi með 23%. Um söguleg tíðindi væri að ræða kæmist Sinn Fein í lykilstöðu eftir kosningar en félögum í flokknum var meðal annars bannað að tjá sig við írska fjölmiðla allt fram á miðjan 10. áratug síðustu aldar. Írska ríkisútvarpið ætlaði upphaflega aðeins að bjóða leiðtogum stóru flokkanna tveggja í sjónvarpskappræður sem fara fram í kvöld en sneri þeirri ákvörðun við í gær. Fylgisaukningin kemur jafnvel Sinn Fein-liðum sjálfum á óvart, svo mjög að flokkurinn teflir líklega ekki fram nægilega mörgum frambjóðendum á landsvísu til þess að geta leitt ríkisstjórn. Aðeins 42 eru í framboði fyrir flokkinn og gæti flokkurinn þannig mest fengið fjórðung þingsæta. Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, boðaði til kosninganna í síðasta mánuði. Þá voru flokkur hans og Fianna Fail nær jafnir og efstir í skoðanakönnunum.Vísir/EPA Yrði í það minnsta öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn Sinn Fein, undir forystu Gerry Adams, var lengi vel talinn hluti af Írska lýðveldishernum (IRA) sem háði blóðugu baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Á stefnuskrá flokksins er enn að sameina Írland. Mary-Lou McDonald, fimmtugur Dyflinnarbúi, tók við leiðtogahlutverkinu í Sinn Fein af Adams fyrir tveimur árum. Hún mælist nú vinsælasti stjórnmálaleiðtogi Írlands. Flokkurinn er vinstrisinnaður og hefur beint spjótum sínum að ójöfnuði í írsku samfélagi í kosningabaráttunni. Sameining Írlands er nú aftursætinu fyrir aftan húsnæðismál, barnagæslu og tryggingakostnað. „Þetta er ný tegund kosninga. Það slær mig hversu opinskátt fólk talar um að það vilji breytingar,“ segir McDonald við Reuters-fréttastofuna. Þó að önnur mál hafi verið ofar á baugi í kosningabaráttunni hafa talsmenn Sinn Fein sagt að flokkurinn taki ekki sæti í samsteypustjórn nema að samkomulag náist um að hefja þegar í stað undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands og Norður-Írlands sem færi fram innan fimm ára, að sögn The Guardian. Andstaða stóru flokkanna gæti komið í veg fyrir að Sinn Fein kæmist í fyrsta skipti í ríkisstjórn á Írlandi. Flokkurinn yrði engu að síður helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins. Sinn Fein á sæti í heimastjórn Norður-Írlands þar sem flokkurinn deilir völdum með sambandssinnaflokknum DUP. Á Írlandi hefur Sinn Fein verið þriðji stærsti flokkurinn í kjölfar efnahagshruns sem reið yfir fyrir tíu árum. Flokkurinn hlaut 14% atkvæða í kosningum árið 2016.
Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16