Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Finnur Atli í vinnu hjá fjórðungi liðanna í deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik fyrir Val þegar liðið tapaði fyrir Njarðvík eftir framlengingu, 86-76, í Domino's deild karla á mánudaginn.

Hann lék í rúmar 24 mínútur í leiknum, skoraði sex stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

„Ég elska þennan gæja. Mér finnst hann geggjaður leikmaður, frábær náungi og ógeðslega skemmtilegur. Hann á bara eftir að lífga aðeins upp á þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Finn í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Finnur ætti að hafa nóg fyrir stafni en hann er í vinnu hjá fjórðungi liðanna í Domino's deild karla.

„Hann er orðinn mesti áhrifavaldurinn í deildinni. Hann spilar með Val, þjálfar yngri flokka hjá KR og er styrktarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni,“ sagði Benedikt.

Finnur lék einn leik með KR fyrir áramót, gegn núverandi samherjum sínum í Val. Hann varð Íslandsmeistari með KR í fyrra og hefur einnig leikið með Snæfelli og Haukum.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sportpakkinn: Valsmenn notuðu samviskuna á Finn Atla

Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×