Messi gæti farið fyrir frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 11:00 Lionel Messi ræður sinni framtíð sjálfur. Hér er hann með Gullboltann sem hann vann í sjötta sinn í fyrra. Getty/Alex Caparro Ímyndaðu þér að að fá Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar. Það er möguleiki ef marka má fréttir spænskra og enskra miðla í kringum um opinberar deilur Lionel Messi og íþróttastjórans Eric Abidal. Börsungar eru á fullu að sætta menn á bak við tjöldin og Eric Abidal verður áfram íþróttastjóri félagsins þrátt fyrir óánægju Lionel Messi. Messi var mjög ósáttur með að Eric Abidal kenndi leikmönnum um að Ernesto Valverde var rekinn af því að hans mati vildu sumir leikmenn Barcelona ekki lengur leggja sig fram fyrir þjálfann sinn. Messi svaraði þessu opinberlega, sem er mjög óvanalegt hjá honum, en hann var ekki hress með það að Abidal skildi ekki nefna einstök nöfn, heldur henda öllum leikmönnum liðsins undir rútuna. As @sidlowe explains, ‘his outburst is all the more significant because Messi has a clause in his contract which enables him to unilaterally walk away for free at the end of the season’ https://t.co/eautg2fpmJ— James Dart (@James_Dart) February 4, 2020 Forráðamenn Barcelona þurfa hins vegar að tipla svolítið á tánum í kringum stórstjörnu sína því Messi sá til þess í nýjustu samningagerð sinni að hann er með öll spilin á sinni hendi í sumar. Í nýjasta samningi Lionel Messi við Barcelona er nefnilega ákvæði um að Lionel Messi megi fara frá félaginu á frjálsri sölu í sumar vilji hann það og Barcelona getur ekkert gert til þess að stoppa hann. Samningurinn nær annars til 30. júní 2021 en þá verður Messi nýorðinn 34 ára gamall. Hann heldur upp á 33 ára afmælið sitt í sumar og gæti tekið þá ákvörðun að prófa eitthvað nýtt á síðustu árum sínum í boltanum. Barcelona in meltdown after Lionel Messi hits back at Eric Abidal. @sidlowehttps://t.co/DIaJKaZW8W— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2020 Messi er ekki mikið að gefa eftir því hann er með 19 mörk og 12 stoðsendingar í 24 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 14 mörk og 8 stoðsendingar í spænsku deildinni. Messi hefur spilað alla tíð með Barcelona og á flest öll metin hjá félaginu. það búast flestir við að hann klári ferilinn hjá spænska félaginu en þá þurfa forráðamenn Barcelona líka að halda honum góðum. Spænski boltinn Tengdar fréttir Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30 Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Ímyndaðu þér að að fá Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar. Það er möguleiki ef marka má fréttir spænskra og enskra miðla í kringum um opinberar deilur Lionel Messi og íþróttastjórans Eric Abidal. Börsungar eru á fullu að sætta menn á bak við tjöldin og Eric Abidal verður áfram íþróttastjóri félagsins þrátt fyrir óánægju Lionel Messi. Messi var mjög ósáttur með að Eric Abidal kenndi leikmönnum um að Ernesto Valverde var rekinn af því að hans mati vildu sumir leikmenn Barcelona ekki lengur leggja sig fram fyrir þjálfann sinn. Messi svaraði þessu opinberlega, sem er mjög óvanalegt hjá honum, en hann var ekki hress með það að Abidal skildi ekki nefna einstök nöfn, heldur henda öllum leikmönnum liðsins undir rútuna. As @sidlowe explains, ‘his outburst is all the more significant because Messi has a clause in his contract which enables him to unilaterally walk away for free at the end of the season’ https://t.co/eautg2fpmJ— James Dart (@James_Dart) February 4, 2020 Forráðamenn Barcelona þurfa hins vegar að tipla svolítið á tánum í kringum stórstjörnu sína því Messi sá til þess í nýjustu samningagerð sinni að hann er með öll spilin á sinni hendi í sumar. Í nýjasta samningi Lionel Messi við Barcelona er nefnilega ákvæði um að Lionel Messi megi fara frá félaginu á frjálsri sölu í sumar vilji hann það og Barcelona getur ekkert gert til þess að stoppa hann. Samningurinn nær annars til 30. júní 2021 en þá verður Messi nýorðinn 34 ára gamall. Hann heldur upp á 33 ára afmælið sitt í sumar og gæti tekið þá ákvörðun að prófa eitthvað nýtt á síðustu árum sínum í boltanum. Barcelona in meltdown after Lionel Messi hits back at Eric Abidal. @sidlowehttps://t.co/DIaJKaZW8W— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2020 Messi er ekki mikið að gefa eftir því hann er með 19 mörk og 12 stoðsendingar í 24 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 14 mörk og 8 stoðsendingar í spænsku deildinni. Messi hefur spilað alla tíð með Barcelona og á flest öll metin hjá félaginu. það búast flestir við að hann klári ferilinn hjá spænska félaginu en þá þurfa forráðamenn Barcelona líka að halda honum góðum.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30 Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. 5. febrúar 2020 09:30
Kallaður á fund forsetans eftir rifrildið við Messi Það er hiti innan raða Barcelona. 6. febrúar 2020 07:00