Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2020 11:58 Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. AP/Vincent Yu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína segir aðgerðirnar óskynsamar og vanhugsaðar. Tugir flugfélaga hafa fellt niður flugferðir til Kína og þar á meðal nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna og Evrópu. Hua Chunying, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, segir yfirvöld þar hafa áhyggjur af stöðu mála og að óánægja ríki með að þessar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann sagði Kínverja vonast til þess að með tilliti til sambanda umræddra ríkja og Kína og hagsmuna almennings yrðu þessar aðgerðir dregnar til baka. Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. Í þessari viku hafa minnst 25 þúsund flugferðir til Kína verið felldar niður, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hótel þar eru tóm. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Minnst 28 þúsund hafa smitast af veirunni og 560 eru dánir. Þar af langflestir í Kína. Veiran hefur þó borist til 25 annarra ríkja og hafa tveir dáið utan landamæra Kína. Áður en Wuhan-veiran stakk upp kollinum höfðu Sameinuðu þjóðirnar áætlað að ferðaþjónusta myndi vaxa um þrjú til fjögur prósent á árinu. Þar spiluðu aukin ferðalög Kínverja út í heim stóra rullu. Auknar tekjur almennings í Kína hafa leitt til mikillar aukningar ferðalaga Kínverja en greiningaraðilar áætla að kínverskir ferðamenn hafi farið í um 150 milljónir ferðalaga í fyrra og eytt um 277 milljörðum dala. Árið 2002 var áætlað að kínverskir ferðamenn eyddu um 15,4 milljörðum dala. Fyrirtækið Disney tilkynnti í gær að tapa þess yrði um 175 milljónir dala ef skemmtigarðar Disney í Hong Kong og Shanghai yrðu lokaðir í tvo mánuði. Íbúar annarra ríkja hafa einnig hætt við fjölda ferðalaga til Asíu og óttast er að áhyggjur vegna veirunnar gætu haft áhrif á Ólympíuleikana í Japana í sumar. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segjast sannfærðir um að markaðurinn muni jafna sig en eru ósammála um hve langan tíma það mun taka. Áætlanirnar segja til um allt frá 19 mánuðum til fjögurra ára. Ferðamennska á Íslandi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína segir aðgerðirnar óskynsamar og vanhugsaðar. Tugir flugfélaga hafa fellt niður flugferðir til Kína og þar á meðal nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna og Evrópu. Hua Chunying, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, segir yfirvöld þar hafa áhyggjur af stöðu mála og að óánægja ríki með að þessar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann sagði Kínverja vonast til þess að með tilliti til sambanda umræddra ríkja og Kína og hagsmuna almennings yrðu þessar aðgerðir dregnar til baka. Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. Í þessari viku hafa minnst 25 þúsund flugferðir til Kína verið felldar niður, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hótel þar eru tóm. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Minnst 28 þúsund hafa smitast af veirunni og 560 eru dánir. Þar af langflestir í Kína. Veiran hefur þó borist til 25 annarra ríkja og hafa tveir dáið utan landamæra Kína. Áður en Wuhan-veiran stakk upp kollinum höfðu Sameinuðu þjóðirnar áætlað að ferðaþjónusta myndi vaxa um þrjú til fjögur prósent á árinu. Þar spiluðu aukin ferðalög Kínverja út í heim stóra rullu. Auknar tekjur almennings í Kína hafa leitt til mikillar aukningar ferðalaga Kínverja en greiningaraðilar áætla að kínverskir ferðamenn hafi farið í um 150 milljónir ferðalaga í fyrra og eytt um 277 milljörðum dala. Árið 2002 var áætlað að kínverskir ferðamenn eyddu um 15,4 milljörðum dala. Fyrirtækið Disney tilkynnti í gær að tapa þess yrði um 175 milljónir dala ef skemmtigarðar Disney í Hong Kong og Shanghai yrðu lokaðir í tvo mánuði. Íbúar annarra ríkja hafa einnig hætt við fjölda ferðalaga til Asíu og óttast er að áhyggjur vegna veirunnar gætu haft áhrif á Ólympíuleikana í Japana í sumar. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segjast sannfærðir um að markaðurinn muni jafna sig en eru ósammála um hve langan tíma það mun taka. Áætlanirnar segja til um allt frá 19 mánuðum til fjögurra ára.
Ferðamennska á Íslandi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira