Frambjóðendur til formanns í Félagi íslenskra rafvirkja útilokaðir frá störfum á meðan kosningabarátta varir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2020 19:15 Harka hefur færst í formannsbaráttu Félags íslenskra rafvirkja. Sitjandi formaður og gjaldkeri félagsins, sem eru tveir í framboði, hafa verið útilokaðir frá skrifstofu og störfum félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram í næstu viku. Félag íslenskra rafvirkja er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og telur félagið um 1800 félagsmenn. Kosið er til hluta stjórnar ár hvert og í næstu viku greiða félagsmenn atkvæði í formannskjöri þar sem tveir eru í framboði. Annars vegar Borgþór Hjörvarsson, formaður og hins vegar Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gjaldkeri, sem bíður sig fram gegn sitjandi formanni. Nýr kjarasamningur félagsmanna Rafviðnaðarsambandsins, sem rafvirkjar eru aðilar að og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka var samþykktur í maí í fyrra með 49% greiddra atkvæða en 47,6% sögðu nei. Rafvirkjar voru verulega ósáttir við samninginn og segja að hann hefði verið felldur hefðu rafvirkjar setið einir að atkvæðagreiðslu. Margrét Halldóra Arnarsdóttir, annar frambjóðandi til formanns Félags íslenskra rafvirkja.Vísir/Baldur Gjaldkeri og frambjóðandi til formanns segir tíma kominn á breytingar í stjórn „Við viljum sjá breytingar á störfum stjórnar aðallega. Klárlega erum við ekki sátt við kjarasamninginn, ég er ekki sátt við kjarasamninginn og tel að félagsmenn séu það ekki heldur. Við viljum gera breytingar þar á,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirki og gjaldkeri félagsins. Margrét segir kosningabaráttuna vera að harðna. Hún segist ekki standa jafnfætis sitjandi formanni í baráttunni og segir hann hafa nýtt sér samskiptaleiðir innan félagsins til þess að ná til félagsmanna. Segist ekki hafa nýtt sér stöðu sína í formannsslagnum Hefur þú nýtt þér sem félagið á? Póstlista eða annað? „Nei. Allt sem ég hef nýtt mér er það sem er opinbert á neti, bæði trúnaðarmenn og fleira. Það er á vef Rafiðnaðarsambandsins, nöfn og fleira og ég hef reynt að nýta þau tengsl eins og hægt er. En ég skal viðurkenna það að tengsl mín við trúnaðarmenn eru afar góð og ég hef talað við þá og mér finnst óeðlileg tef ég mætti ekki aðeins tjá mig um málefni, sérstaklega að því maður vill koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Borgþór Hjörvarsson, sitjandi formaður Félags rafvirkja á Íslandi. Báðir frambjóðendur útilokaðir frá störfum og skrifstofu Félags íslenskra rafvirkja á meðan konsangabaráttan varir Svo mikil harka er kominn í formannsslaginn að stjórn og trúnaðarmannaráð ákváðu að hvorugur frambjóðenda starfi fyrir hönd félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram og eru því bæði útilokuð frá störfum og skrifstofu félagsins. „Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Það þótti þurfa að ákveða þetta,“ segir Margrét. „Það var talið það að vegna umræðu á netinu að það væri betra að við myndum draga okkur í kosningabaráttuna og notað aðstöðu sem við getum reddað okkur sjálf,“ segir Borgþór. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja hefst 10. febrúar og stendur til þess sautjánda. Félagasamtök Félagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Harka hefur færst í formannsbaráttu Félags íslenskra rafvirkja. Sitjandi formaður og gjaldkeri félagsins, sem eru tveir í framboði, hafa verið útilokaðir frá skrifstofu og störfum félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram í næstu viku. Félag íslenskra rafvirkja er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og telur félagið um 1800 félagsmenn. Kosið er til hluta stjórnar ár hvert og í næstu viku greiða félagsmenn atkvæði í formannskjöri þar sem tveir eru í framboði. Annars vegar Borgþór Hjörvarsson, formaður og hins vegar Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gjaldkeri, sem bíður sig fram gegn sitjandi formanni. Nýr kjarasamningur félagsmanna Rafviðnaðarsambandsins, sem rafvirkjar eru aðilar að og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka var samþykktur í maí í fyrra með 49% greiddra atkvæða en 47,6% sögðu nei. Rafvirkjar voru verulega ósáttir við samninginn og segja að hann hefði verið felldur hefðu rafvirkjar setið einir að atkvæðagreiðslu. Margrét Halldóra Arnarsdóttir, annar frambjóðandi til formanns Félags íslenskra rafvirkja.Vísir/Baldur Gjaldkeri og frambjóðandi til formanns segir tíma kominn á breytingar í stjórn „Við viljum sjá breytingar á störfum stjórnar aðallega. Klárlega erum við ekki sátt við kjarasamninginn, ég er ekki sátt við kjarasamninginn og tel að félagsmenn séu það ekki heldur. Við viljum gera breytingar þar á,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirki og gjaldkeri félagsins. Margrét segir kosningabaráttuna vera að harðna. Hún segist ekki standa jafnfætis sitjandi formanni í baráttunni og segir hann hafa nýtt sér samskiptaleiðir innan félagsins til þess að ná til félagsmanna. Segist ekki hafa nýtt sér stöðu sína í formannsslagnum Hefur þú nýtt þér sem félagið á? Póstlista eða annað? „Nei. Allt sem ég hef nýtt mér er það sem er opinbert á neti, bæði trúnaðarmenn og fleira. Það er á vef Rafiðnaðarsambandsins, nöfn og fleira og ég hef reynt að nýta þau tengsl eins og hægt er. En ég skal viðurkenna það að tengsl mín við trúnaðarmenn eru afar góð og ég hef talað við þá og mér finnst óeðlileg tef ég mætti ekki aðeins tjá mig um málefni, sérstaklega að því maður vill koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Borgþór Hjörvarsson, sitjandi formaður Félags rafvirkja á Íslandi. Báðir frambjóðendur útilokaðir frá störfum og skrifstofu Félags íslenskra rafvirkja á meðan konsangabaráttan varir Svo mikil harka er kominn í formannsslaginn að stjórn og trúnaðarmannaráð ákváðu að hvorugur frambjóðenda starfi fyrir hönd félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram og eru því bæði útilokuð frá störfum og skrifstofu félagsins. „Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Það þótti þurfa að ákveða þetta,“ segir Margrét. „Það var talið það að vegna umræðu á netinu að það væri betra að við myndum draga okkur í kosningabaráttuna og notað aðstöðu sem við getum reddað okkur sjálf,“ segir Borgþór. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja hefst 10. febrúar og stendur til þess sautjánda.
Félagasamtök Félagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira