Augnablikið þegar Sara skipti yfir í keppnisgírinn náðist á myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir fyrir og eftir að hún skiptir í keppnisgírinn. Skjámynd/Instagram/sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. Sara gefur nefnilega mikið af sér bæði í keppni og utan hennar og útgeislun hennar er mjög smitandi. Það er ekkert skrýtið að hún eigi sér marga stuðningsmenn í stúkunni á keppnum sínum. Frábær árangur Suðurnesjameyjarinnar að undanförnu lofar góðu fyrir heimsleikana í haust en Sara hefur unnið tvö síðustu mót sína auk þess að gera betur en allar konur í „The Open“ eða opna undanfara heimsleikanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að brosa og gleðja alla í kringum sig en vera síðan á tánum þegar keppnin sjálf hefst þar sem CrossFit fólkið þarf bæði á allri einbeitingu og allri orku sinni að halda. Sara er alltaf að ná betri og betri tökum á þessu sem sést á stórkostlegri frammistöðu hennar að undanförnu. Sara gerir sér líka fulla grein fyrir þessu og setti magnað mynd af sér á Instagram sem sýnir vel þessar tvær ólíku hliðar á Söru. Sara skrifar undir myndina. „Þegar niðurtalningin fer í gang og þú skiptir í keppnisgírinn“ Það er magnað að sjá breytinguna á Söru í þessu myndbandi sem er frá Filthy 150 CrossFit mótinu í Dublin á Írlandi. Hún er skælbrosandi þegar hún heyrir niðurtalninguna í að næsta grein byrji og þá er magnað að sjá keppniskonuna birtast á einu augabragði. Keppnissvipurinn er síðan svo svakalegur að hann ætti eiginlega að banna innan sextán. Það fylgir sögunni að Sara vann þetta mót í Dublin enda er erfitt að sjá einhverja eigi roð í svona bardagakonu. Það er heldur ekkert skrýtið þótt að landa hennar, Þuríður Erla Helgadóttir, sem lenti í níunda sæti á síðustu heimsleikum, skrifi bara „hjálp“ í athugasemdum sínum við myndbandið. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega myndband af umskiptum Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram When the countdown starts you flip the switch #beastmode #filthy150 A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 6, 2020 at 2:23am PST CrossFit Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. Sara gefur nefnilega mikið af sér bæði í keppni og utan hennar og útgeislun hennar er mjög smitandi. Það er ekkert skrýtið að hún eigi sér marga stuðningsmenn í stúkunni á keppnum sínum. Frábær árangur Suðurnesjameyjarinnar að undanförnu lofar góðu fyrir heimsleikana í haust en Sara hefur unnið tvö síðustu mót sína auk þess að gera betur en allar konur í „The Open“ eða opna undanfara heimsleikanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að brosa og gleðja alla í kringum sig en vera síðan á tánum þegar keppnin sjálf hefst þar sem CrossFit fólkið þarf bæði á allri einbeitingu og allri orku sinni að halda. Sara er alltaf að ná betri og betri tökum á þessu sem sést á stórkostlegri frammistöðu hennar að undanförnu. Sara gerir sér líka fulla grein fyrir þessu og setti magnað mynd af sér á Instagram sem sýnir vel þessar tvær ólíku hliðar á Söru. Sara skrifar undir myndina. „Þegar niðurtalningin fer í gang og þú skiptir í keppnisgírinn“ Það er magnað að sjá breytinguna á Söru í þessu myndbandi sem er frá Filthy 150 CrossFit mótinu í Dublin á Írlandi. Hún er skælbrosandi þegar hún heyrir niðurtalninguna í að næsta grein byrji og þá er magnað að sjá keppniskonuna birtast á einu augabragði. Keppnissvipurinn er síðan svo svakalegur að hann ætti eiginlega að banna innan sextán. Það fylgir sögunni að Sara vann þetta mót í Dublin enda er erfitt að sjá einhverja eigi roð í svona bardagakonu. Það er heldur ekkert skrýtið þótt að landa hennar, Þuríður Erla Helgadóttir, sem lenti í níunda sæti á síðustu heimsleikum, skrifi bara „hjálp“ í athugasemdum sínum við myndbandið. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega myndband af umskiptum Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram When the countdown starts you flip the switch #beastmode #filthy150 A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 6, 2020 at 2:23am PST
CrossFit Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira