Leigubílstjórar finna fyrir áhrifum Wuhan veirunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. febrúar 2020 21:15 Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli bíða nú í allt að sjö klukkutíma eftir viðskiptavinum. Þeir tengja minni viðskipti við Wuhan veiruna. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með Wuhan-kórónaveiruna og rúmlega 600 manns hafa dáið, langflestir í Kína. Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun kom fram að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir á Íslandi með tilliti til hinnar nýju kórónaveiru. Enginn þeirra var með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er verið að skoða hentugt húsnæði fyrir sóttvarnamiðstöð hér á landi, komi til þess að opna verði slíka vegna veirunnar. Húsnæði á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, komi sterklega til greina en þar myndi fólk dvelja, sem greinist með veiruna en getur ekki verið heima hjá sér, til dæmis ferðamenn. Fleiri húsnæði komi einnig til greina. Gert sé ráð fyrir því í viðbragðsáætlun við heimsfaraldri að slíkt húsnæði sé tiltækt en áþessum tímapunkti sé ekkert sem gefi til kynna að þörf verði á notkun þess. Ljóst er að veiran mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu en kínversk stjórnvöld hafa sett hömlur á utanlandsferðir kínverskra borgara. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli eru farnir að merkja áhrifin. „Það hefur verið samdráttur útaf því aðþað vantar þessa kínversku ferðamenn og maður finnur alveg fyrir því,“ segir Friðgeir Gíslason, leigubílstjóri. „Það hefur verið verulegur samdráttur frááramótun og ekki bara áramótum heldur frá falli WOW. Það hefur örugglega orðið tuttugu prósent samdráttur bara frá áramótum," segir Róbert Vogt, leigubílstjóri. „Þetta byrjaði náttúrulega þegar Wow air fór á höfuðið, þá fundum við strax fyrir samdrætti og svo hefur það verið að draga meira saman. Við vorum að vonast til að þetta nýja ár hjá Kínverjum myndi glæða vinnunna eitthvað en þá kom flensan,“ segir Einar Hagsteinn Árnason, formaður Fylkir, félags bílstjóra á Suðurnesjum. Þeir segja að biðin eftir viðskiptavinum sé nú allt að sjö klukkutímar. „Mig langar helst að fara bara heim og skila bílnum og vera bara heima á atvinnuleysisbótum. Það væri bara skárra,“ segir Svavar Ólafsson, leigubílstjóri. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Samgöngur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Sjá meira
Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með Wuhan-kórónaveiruna og rúmlega 600 manns hafa dáið, langflestir í Kína. Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun kom fram að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir á Íslandi með tilliti til hinnar nýju kórónaveiru. Enginn þeirra var með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er verið að skoða hentugt húsnæði fyrir sóttvarnamiðstöð hér á landi, komi til þess að opna verði slíka vegna veirunnar. Húsnæði á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, komi sterklega til greina en þar myndi fólk dvelja, sem greinist með veiruna en getur ekki verið heima hjá sér, til dæmis ferðamenn. Fleiri húsnæði komi einnig til greina. Gert sé ráð fyrir því í viðbragðsáætlun við heimsfaraldri að slíkt húsnæði sé tiltækt en áþessum tímapunkti sé ekkert sem gefi til kynna að þörf verði á notkun þess. Ljóst er að veiran mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu en kínversk stjórnvöld hafa sett hömlur á utanlandsferðir kínverskra borgara. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli eru farnir að merkja áhrifin. „Það hefur verið samdráttur útaf því aðþað vantar þessa kínversku ferðamenn og maður finnur alveg fyrir því,“ segir Friðgeir Gíslason, leigubílstjóri. „Það hefur verið verulegur samdráttur frááramótun og ekki bara áramótum heldur frá falli WOW. Það hefur örugglega orðið tuttugu prósent samdráttur bara frá áramótum," segir Róbert Vogt, leigubílstjóri. „Þetta byrjaði náttúrulega þegar Wow air fór á höfuðið, þá fundum við strax fyrir samdrætti og svo hefur það verið að draga meira saman. Við vorum að vonast til að þetta nýja ár hjá Kínverjum myndi glæða vinnunna eitthvað en þá kom flensan,“ segir Einar Hagsteinn Árnason, formaður Fylkir, félags bílstjóra á Suðurnesjum. Þeir segja að biðin eftir viðskiptavinum sé nú allt að sjö klukkutímar. „Mig langar helst að fara bara heim og skila bílnum og vera bara heima á atvinnuleysisbótum. Það væri bara skárra,“ segir Svavar Ólafsson, leigubílstjóri.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Samgöngur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Sjá meira