Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2020 12:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina.Boeing 757 flugvél Icelandair TF-FIA hlekktist á við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði sem varð til þess að hún lagðist á annan hreyfilinn. Engan sakaði líkamlega og var farþegum boðin áfallahjálp.Vélin flýgur þó ekki langt á næstunni. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segist þó ekki vænta þess að það setja flugáætlun félagsins úr skorðum. „Miðað við óbreyttar aðstæður mun leiðarkerfið í raun vera með eðlilegum hætti þrátt fyrir að þessi vél verði ekki notuð á næstu vikum“ segir Bogi. TF-FIA var smíðuð um aldamótin og verður því tvítug í ár. Bogi ætlar hins vegar að aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur í gær, 757 vélarinnar séu byggðar til að endast lengur „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum var það lendingarbúnaður sem gaf sig skömmu eftir lendingu. Í ölllum flugvélum er skipt um lendingarbúnað á nokkurra ára fresti. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum hefur atvikið ekkert með aldur vélarinnar að segja,“ segir Bogi. Þrátt fyrir að vélin liggi ennþá á flugbrautinni hefur hún ekki haft nein áhrif á áætlunarflug um völlinn samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Önnur flugbraut sé opin. Vettvangsrannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa stendur enn yfir, sem verður ekki utandyra til frambúðar. „Vélin verður væntanlega flutt inn í flugskýli um helgina. Þar mun rannsóknarnefndin rannsaka vélina,“segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 „Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina.Boeing 757 flugvél Icelandair TF-FIA hlekktist á við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Hjólabúnaður vélarinnar brotnaði sem varð til þess að hún lagðist á annan hreyfilinn. Engan sakaði líkamlega og var farþegum boðin áfallahjálp.Vélin flýgur þó ekki langt á næstunni. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segist þó ekki vænta þess að það setja flugáætlun félagsins úr skorðum. „Miðað við óbreyttar aðstæður mun leiðarkerfið í raun vera með eðlilegum hætti þrátt fyrir að þessi vél verði ekki notuð á næstu vikum“ segir Bogi. TF-FIA var smíðuð um aldamótin og verður því tvítug í ár. Bogi ætlar hins vegar að aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur í gær, 757 vélarinnar séu byggðar til að endast lengur „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum var það lendingarbúnaður sem gaf sig skömmu eftir lendingu. Í ölllum flugvélum er skipt um lendingarbúnað á nokkurra ára fresti. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum hefur atvikið ekkert með aldur vélarinnar að segja,“ segir Bogi. Þrátt fyrir að vélin liggi ennþá á flugbrautinni hefur hún ekki haft nein áhrif á áætlunarflug um völlinn samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Önnur flugbraut sé opin. Vettvangsrannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa stendur enn yfir, sem verður ekki utandyra til frambúðar. „Vélin verður væntanlega flutt inn í flugskýli um helgina. Þar mun rannsóknarnefndin rannsaka vélina,“segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 „Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52
„Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00