Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2020 22:06 Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands. Vísir/Friðrik Þór Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. Þá skall stór alda á þeim og drógust þau út í sjó. Maðurinn hljóp út í og tókst að ná báðum börnunum á land. Leiðsögumaðurinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið þegar hann ræddi við blaðamann Ríkisútvarpsins, segist alltaf stressaður þegar hann fer með ferðamenn í Reynisfjöru. Samstarfsmaður leiðsögumannsins sagði frá atvikinu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld. Þar segir að leiðsögumaðurinn hafi þurft að hafa verulega fyrir því að ná börnunum í land. Annað hafi verið komið töluvert frá landi. Leiðsögumaðurinn var í fylgd með ferðamönnum frá Þýskalandi þegar þau sáu foreldrana og börnin í fjörunni. Í áðurnefndri færslu segir að hann hafi strax fengið ónot í magann þegar hann sá börnin leika sér í fjörunni og var að gera sig líklegan til að hafa afskipti af þeim þegar aldan skall á börnunum. „Þá tók leiðsögumaðurinn á rás og á meðan voru foreldrarnir eins og steinrunnir og vissu ekki hvað þau áttu að gera. Á meðan byrjuðu börnin að sogast lengra út. Á þessum tímapunkti voru bæði börnin fljótandi á maganum með andlitin á kafi í sjónum,“ segir í færslunni. Á meðan leiðsögumaðurinn fór á eftir barninu sem var komið lengra frá landi reyndi faðir þeirra að ná hinu á land. Það gekk þó ekki vel hjá honum og endaði leiðsögumaðurinn á að taka það líka á leiðinni í land með hitt. Börnunum varð ekki meint af en var mjög brugðið. Í samtali við RÚV segir leiðsögumaðurinn að fjölskyldan hafi verið horfin skömmu seinna, þegar hann hafi ætlað að athuga hvort það væri í lagi með þau. Hann segist hafa tilkynnt lögreglu atvikið og bætir við að skilti dugi ekki til í Reynisfjöru. Ferðamenn séu nánast í lífshættu þar, hvert sem þau snúi sér. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. Þá skall stór alda á þeim og drógust þau út í sjó. Maðurinn hljóp út í og tókst að ná báðum börnunum á land. Leiðsögumaðurinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið þegar hann ræddi við blaðamann Ríkisútvarpsins, segist alltaf stressaður þegar hann fer með ferðamenn í Reynisfjöru. Samstarfsmaður leiðsögumannsins sagði frá atvikinu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld. Þar segir að leiðsögumaðurinn hafi þurft að hafa verulega fyrir því að ná börnunum í land. Annað hafi verið komið töluvert frá landi. Leiðsögumaðurinn var í fylgd með ferðamönnum frá Þýskalandi þegar þau sáu foreldrana og börnin í fjörunni. Í áðurnefndri færslu segir að hann hafi strax fengið ónot í magann þegar hann sá börnin leika sér í fjörunni og var að gera sig líklegan til að hafa afskipti af þeim þegar aldan skall á börnunum. „Þá tók leiðsögumaðurinn á rás og á meðan voru foreldrarnir eins og steinrunnir og vissu ekki hvað þau áttu að gera. Á meðan byrjuðu börnin að sogast lengra út. Á þessum tímapunkti voru bæði börnin fljótandi á maganum með andlitin á kafi í sjónum,“ segir í færslunni. Á meðan leiðsögumaðurinn fór á eftir barninu sem var komið lengra frá landi reyndi faðir þeirra að ná hinu á land. Það gekk þó ekki vel hjá honum og endaði leiðsögumaðurinn á að taka það líka á leiðinni í land með hitt. Börnunum varð ekki meint af en var mjög brugðið. Í samtali við RÚV segir leiðsögumaðurinn að fjölskyldan hafi verið horfin skömmu seinna, þegar hann hafi ætlað að athuga hvort það væri í lagi með þau. Hann segist hafa tilkynnt lögreglu atvikið og bætir við að skilti dugi ekki til í Reynisfjöru. Ferðamenn séu nánast í lífshættu þar, hvert sem þau snúi sér.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00
Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00
„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15