Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2020 18:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Myndir af Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást í hópi vinkvenna sinna. Varði hún laugardeginum með þeim og fór út að borða um kvöldið. Á myndunum voru ekki tveir metrar á milli vinkvennanna. Töldu margir ráðherra hafa þar með brotið reglur um tveggja metra fjarlægð því þar segi að reglan eigi við þá sem ekki deila heimili. Ráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagðist ætla að tjá sig að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sóttvarnalæknir segir ráðherra ekki hafa brotið reglur um nálægðartakmörk þó heppilegra hefði verið að halda tveggja metra fjarlægð. „Ef við förum bara beint í reglugerðina þar segir að rekstraraðilar skuli tryggja fólki aðstæður til að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir. Auglýsingin leggi skyldur á rekstraraðila en ekki fólk Í auglýsingu heilbrigðisráðherra er lögð skylda á rekstraraðila að tryggja að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Engin skylda er þar lögð á almenning. Í auglýsingu um takmarkanir á samkomum segir m.a. í 4. gr.: „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“ Tveggja metra reglan þó hluti af mikilvægum sóttvörnum Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þetta ákvæði leggi skyldur á rekstraraðila. Hún leggur hins vegar ekki ótvíræða skyldu á einstaklinga að halda tveggja metra fjarlægð við aðra en þá sem það deilir heimili með. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Aftur á móti á öllum að vera ljóst að tveggja metra reglan er sett fram sem hluti af mikilvægum sóttvarnaráðstöfunum sem snúa beint að ábyrgð einstaklinga, rétt eins og að gæta að reglubundnum handþvotti, spritta hendur og/eða að fara ekki til vinnu eða á mannamót finni fólk fyrir einkennum sem gætu tengst Covid-19,“ segir í svari ráðuneytisins. Sóttvarnalæknir segir sóttvarnayfirvöld hafa hvatt almenning til að halda tveggja metra fjarlægð í baráttunni við kórónuveiruna. „En við vitum að fólk gerir það ekki innan fjölskyldna og kannski í nánum fjölskylduhópi. Það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað þar sem þarf að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En auðvitað þarf fólk að reyna að viðhafa þessa tveggja metra reglu eins og það getur,“ segir Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Ætla að skýra orðalag auglýsingarinnar betur Lögreglan hefur undanfarnar vikur staðið í eftirlit með skemmtistöðum og veitingastöðum til að ganga úr skugga um að staðirnir tryggi aðstæður þannig að þeir sem koma saman þangað inn geti haldið tveggja metra fjarlægð við aðra. Í auglýsingu ráðherra segir hins vegar að staðir skuli tryggja að fólk sem deili ekki heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir þetta orðalag, að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð, sé nánast illframkvæmanlegt fyrir lögreglu að framfylgja. Því standi til að breyta orðalaginu. „Og þá orða þessa reglu með þeim hætti sem sóttvarnalæknir hefur gert þar sem hann talar um að gæta tveggja metra reglu á milli ótengdra aðila. Það er skarpara en það sem við erum með varðandi það að vera með sama heimilisfang, það er að segja að þeir einstaklingar sem deila ekki sama heimilisfangi geti hist,“ segir Víðir Reynisson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Myndir af Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást í hópi vinkvenna sinna. Varði hún laugardeginum með þeim og fór út að borða um kvöldið. Á myndunum voru ekki tveir metrar á milli vinkvennanna. Töldu margir ráðherra hafa þar með brotið reglur um tveggja metra fjarlægð því þar segi að reglan eigi við þá sem ekki deila heimili. Ráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagðist ætla að tjá sig að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sóttvarnalæknir segir ráðherra ekki hafa brotið reglur um nálægðartakmörk þó heppilegra hefði verið að halda tveggja metra fjarlægð. „Ef við förum bara beint í reglugerðina þar segir að rekstraraðilar skuli tryggja fólki aðstæður til að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir. Auglýsingin leggi skyldur á rekstraraðila en ekki fólk Í auglýsingu heilbrigðisráðherra er lögð skylda á rekstraraðila að tryggja að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Engin skylda er þar lögð á almenning. Í auglýsingu um takmarkanir á samkomum segir m.a. í 4. gr.: „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“ Tveggja metra reglan þó hluti af mikilvægum sóttvörnum Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þetta ákvæði leggi skyldur á rekstraraðila. Hún leggur hins vegar ekki ótvíræða skyldu á einstaklinga að halda tveggja metra fjarlægð við aðra en þá sem það deilir heimili með. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Aftur á móti á öllum að vera ljóst að tveggja metra reglan er sett fram sem hluti af mikilvægum sóttvarnaráðstöfunum sem snúa beint að ábyrgð einstaklinga, rétt eins og að gæta að reglubundnum handþvotti, spritta hendur og/eða að fara ekki til vinnu eða á mannamót finni fólk fyrir einkennum sem gætu tengst Covid-19,“ segir í svari ráðuneytisins. Sóttvarnalæknir segir sóttvarnayfirvöld hafa hvatt almenning til að halda tveggja metra fjarlægð í baráttunni við kórónuveiruna. „En við vitum að fólk gerir það ekki innan fjölskyldna og kannski í nánum fjölskylduhópi. Það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað þar sem þarf að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En auðvitað þarf fólk að reyna að viðhafa þessa tveggja metra reglu eins og það getur,“ segir Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Ætla að skýra orðalag auglýsingarinnar betur Lögreglan hefur undanfarnar vikur staðið í eftirlit með skemmtistöðum og veitingastöðum til að ganga úr skugga um að staðirnir tryggi aðstæður þannig að þeir sem koma saman þangað inn geti haldið tveggja metra fjarlægð við aðra. Í auglýsingu ráðherra segir hins vegar að staðir skuli tryggja að fólk sem deili ekki heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir þetta orðalag, að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð, sé nánast illframkvæmanlegt fyrir lögreglu að framfylgja. Því standi til að breyta orðalaginu. „Og þá orða þessa reglu með þeim hætti sem sóttvarnalæknir hefur gert þar sem hann talar um að gæta tveggja metra reglu á milli ótengdra aðila. Það er skarpara en það sem við erum með varðandi það að vera með sama heimilisfang, það er að segja að þeir einstaklingar sem deila ekki sama heimilisfangi geti hist,“ segir Víðir Reynisson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46
Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28