Jóhann Bjarni: „Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er“ Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 13:40 Jóhann Bjarni og Eyrýn Björk með börnunum við Svartafoss. „Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Þetta segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, í opinni færslu á Facebook. Hann greinir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk Jóhannsdóttir, auk tveggja barna þeirra – annað níu ára og hitt níu mánaða – hafi smitast af kórónuveirunni á dögunum. Sýni fimm ára dóttur þeirra hafi hins vegar reynst neikvætt. Í færslunni segir hann frá því fjölskyldan sé í einangrun á Austurlandi þar sem þau greindust. „Við höfum það þokkalegt og erum með frekar lítil einkenni. Eyrún var veik í nokkra daga áður en hún fór í sýnatöku á Egilsstöðum á fimmtudag og greindist með smit. Við hin fórum í skimun í kjölfarið. Ekkert okkar er með mikil einkenni. Við getum ekki annað en vonað að það haldist þannig.“ Níu mánaða dóttirin brött með lítil einkenni Jóhann Bjarni segir að kornabarnið sem greindist með kórónuveirusmit á landinu sé dóttir þeirra hjóna. „Hún er hins vegar brött, með lítil sem engin einkenni, og ætlar að sjálfsögðu að vinna bug á þessu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvernig við smituðumst. Við höfum verið á mjög löngu ferðalagi um landið, og vorum á Norðurlandi í ca. viku nokkrum dögum áður en Eyrún fékk fyrstu einkenni. Okkur grunar að við höfum smitast þar; líklega á Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Enginn vina okkar sem við hittum á þessum stöðum er hins vegar smitaður, að því er við best vitum. Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Fimmtán í sóttkví Jóhann Bjarni segir ennfremur frá því að fimmtán manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna tengsla við fjölskyldina dagana áður en smitið greindist. „Það er ömurlegt, en auðvitað algjörlega nauðsynlegt. Vonandi tekst með því að koma í veg fyrir að smitið dreifist áfram. Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið mjög vel utan um okkur síðan þetta kom í ljós - bæði heilbrigðisstofnunin hér fyrir austan, covid-göngudeildin á LSH, Barnaspítalinn og smitrakningarteymið. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Þetta segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, í opinni færslu á Facebook. Hann greinir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk Jóhannsdóttir, auk tveggja barna þeirra – annað níu ára og hitt níu mánaða – hafi smitast af kórónuveirunni á dögunum. Sýni fimm ára dóttur þeirra hafi hins vegar reynst neikvætt. Í færslunni segir hann frá því fjölskyldan sé í einangrun á Austurlandi þar sem þau greindust. „Við höfum það þokkalegt og erum með frekar lítil einkenni. Eyrún var veik í nokkra daga áður en hún fór í sýnatöku á Egilsstöðum á fimmtudag og greindist með smit. Við hin fórum í skimun í kjölfarið. Ekkert okkar er með mikil einkenni. Við getum ekki annað en vonað að það haldist þannig.“ Níu mánaða dóttirin brött með lítil einkenni Jóhann Bjarni segir að kornabarnið sem greindist með kórónuveirusmit á landinu sé dóttir þeirra hjóna. „Hún er hins vegar brött, með lítil sem engin einkenni, og ætlar að sjálfsögðu að vinna bug á þessu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvernig við smituðumst. Við höfum verið á mjög löngu ferðalagi um landið, og vorum á Norðurlandi í ca. viku nokkrum dögum áður en Eyrún fékk fyrstu einkenni. Okkur grunar að við höfum smitast þar; líklega á Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Enginn vina okkar sem við hittum á þessum stöðum er hins vegar smitaður, að því er við best vitum. Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Fimmtán í sóttkví Jóhann Bjarni segir ennfremur frá því að fimmtán manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna tengsla við fjölskyldina dagana áður en smitið greindist. „Það er ömurlegt, en auðvitað algjörlega nauðsynlegt. Vonandi tekst með því að koma í veg fyrir að smitið dreifist áfram. Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið mjög vel utan um okkur síðan þetta kom í ljós - bæði heilbrigðisstofnunin hér fyrir austan, covid-göngudeildin á LSH, Barnaspítalinn og smitrakningarteymið. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira