Innlent

Tvö smit greindust innan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Níu ný smit greindust á landamærunum og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið.
Níu ný smit greindust á landamærunum og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið. Vísir/Vilhelm

Tveir greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindist þeir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Níu ný smit greindust á landamærunum og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is.

158 sýni voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og 2.001 á landamærunum.

Samkvæmt upplýsingum á covid.is eru 116 í einangrun samanborið við 121 í gær. 528 eru nú í sóttkví, en fjöldinn var 560 í gær. Einn liggur nú á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu.

Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur fór úr 19,6 niður í 18,0. Þá fór nýgengi landamærasmita úr 8,2 í 9,0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×