Klopp útilokar ekki að Liverpool starfið verði hans síðasta á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 09:00 Jürgen Klopp með Englandsbikarinn og meistaragullið eftir sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Paul Ellis Stuðningsmenn Liverpool vilja helst aldrei upplifa þann dag þegar Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri félagsins. Sá dagur mun hins vegar örugglega renna upp og væntanlega eftir tæp fjögur ár. Jürgen Klopp hefur gert magnaða hluti með Liverpool liðið sem varð undir hans stjórn Englandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða á rúmu ári. Jürgen Klopp tók við liði Liverpool 2015 og hefur síðan búið til frábært lið á Anfield. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2024 og hann ætlar ekki að endurnýja hann eins og staðan er núna. „Ég mun taka mér ársfrí og þá mun ég spyrja sjálfan mig um það hvort ég sakni fótboltans. Ef ég sakna hans ekki þá verður það síðasta sem við sjáum af þjálfaranum Jürgen Klopp,“ sagði Jürgen Klopp við þýska blaðið Sportbuzzer. INTERVIEW | #LFC-Trainer Jürgen #Klopp exklusiv: "Wir haben gerade erst angefangen mit dem Gewinnen" https://t.co/TO6hAGc0Tw pic.twitter.com/VlUMBZ1Lf5— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) August 17, 2020 Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Klopp taki þá við þýska landsliðinu eða snúi heim til Þýskalands og taki við Bayern Münhcen. Staða mála á báðum þeim vígstöðvum mun örugglega ráða miklu um hversu mikil pressa verður á það. Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í sumar en næsta tímabil fer af stað 12. september næstkomandi. Klopp lítur ekki svo á að Liverpool liðið sé að fara að verja titilinn. „Við erum ekki að verja neinn titil. Við viljum vinna nýja titla af því að við erum nýbyrjaðir að vinna titla,“ sagði Jürgen Klopp „Allt liðið hlakkar til að byrja tímabilið og við viljum gera enn betur. Við munum elta mótherja og boltann út um allan völl. Við viljum verða pirrandi liðið sem kemur í veg fyrir að mótherjar okkar skemmti sér inn á vellinum," sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool vilja helst aldrei upplifa þann dag þegar Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri félagsins. Sá dagur mun hins vegar örugglega renna upp og væntanlega eftir tæp fjögur ár. Jürgen Klopp hefur gert magnaða hluti með Liverpool liðið sem varð undir hans stjórn Englandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða á rúmu ári. Jürgen Klopp tók við liði Liverpool 2015 og hefur síðan búið til frábært lið á Anfield. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2024 og hann ætlar ekki að endurnýja hann eins og staðan er núna. „Ég mun taka mér ársfrí og þá mun ég spyrja sjálfan mig um það hvort ég sakni fótboltans. Ef ég sakna hans ekki þá verður það síðasta sem við sjáum af þjálfaranum Jürgen Klopp,“ sagði Jürgen Klopp við þýska blaðið Sportbuzzer. INTERVIEW | #LFC-Trainer Jürgen #Klopp exklusiv: "Wir haben gerade erst angefangen mit dem Gewinnen" https://t.co/TO6hAGc0Tw pic.twitter.com/VlUMBZ1Lf5— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) August 17, 2020 Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Klopp taki þá við þýska landsliðinu eða snúi heim til Þýskalands og taki við Bayern Münhcen. Staða mála á báðum þeim vígstöðvum mun örugglega ráða miklu um hversu mikil pressa verður á það. Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í sumar en næsta tímabil fer af stað 12. september næstkomandi. Klopp lítur ekki svo á að Liverpool liðið sé að fara að verja titilinn. „Við erum ekki að verja neinn titil. Við viljum vinna nýja titla af því að við erum nýbyrjaðir að vinna titla,“ sagði Jürgen Klopp „Allt liðið hlakkar til að byrja tímabilið og við viljum gera enn betur. Við munum elta mótherja og boltann út um allan völl. Við viljum verða pirrandi liðið sem kemur í veg fyrir að mótherjar okkar skemmti sér inn á vellinum," sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira